Nýja testamentið 2023
18.–24. desember. Jól: „Ég boða yður mikinn fögnuð“


„18.–24. desember. Jól: ‚Ég boða yður mikinn fögnuð,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)

„18.–24. desember. Jól,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
nýfætt barn

Lítið lamb, eftir Jenedy Paige

18.–24. desember

Jól

„Ég boða yður mikinn fögnuð“

Trúarumræður hafa andlegan mátt þegar þær hafa Jesú Krist að þungamiðju. Þegar þið lærið um fæðingu og ætlunarverk Jesú Krists í þessari viku, leitið þá innblásturs heilags anda til að vita hvernig best megi beina umræðum bekkjar ykkar að frelsaranum.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla því hvernig þeir fagna eða hafa fagnað fæðingu frelsarans, sjálfir eða með fjölskyldu sinni, sem færir þá nær honum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 1:18–25; Lúkas 1:26–38; 2:1–20

Jesús Kristur laut svo lágt að fæðast á jörðu.

  • Jólin eru góður tími til að íhuga og fagna lítillæti Krists – fúsleika hans að fara frá „föður hans á himnum, til að lifa og deyja með manninum“ („Again We Meet around the Board,“ Hymns, nr. 186). Til að hvetja til umræðu um þetta viðfangsefni, gætuð þið spurt meðlimi bekkjarins hvað þeir hafa lært í sjálfsnámi eða fjölskyldunámi vikunnar um það hver Jesús Kristur var fyrir fæðingu sína (sjá Jóhannes 17:5; Mósía 7:27; Kenning og sáttmálar 76:12–14, 20–24; HDP Móse 4:2). Þið gætuð síðan sýnt myndina í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur þegar meðlimir bekkjarins lesa um fæðingu frelsarans (sjá Matteus 1:18–25; Lúkas 1:26–38; 2:1–20). Hvetjið þá til að miðla hugsunum sínum og tilfinningum þegar þeir bera saman dýrð frelsarans í fortilverunni og lága fæðingu hans.

  • Góð aðferð við að hefja umræður í bekknum er að spyrja spurningar sem svipar til þeirrar sem engillinn spurði Nefí í 1. Nefí 11:16, þótt þið orðið hana á annan hátt. Þið gætuð kannski skrifað á töfluna Hvað er lítillæti Guðs? og beðið meðlimi bekkjarins að íhuga þessa spurningu, þegar þeir lesa 1. Nefí 11:17–33. Biðjið þá að miðla hugsunum sínum um frelsarann sem þessi vers innblésu. Hvaða myndir gætuð þið sýnt bekknum, sem sýna þá atburði úr lífi frelsarans sem Nefí lýsti? Meðlimir bekkjarins gætu einnig hugleitt lítillæti frelsarans þegar þeir horfa á myndband um fæðingu hans, t.d. „A Gift to the World [Gjöf til heimsins],“ „The Nativity [Fæðing Jesú],“ eða „He Is the Gift [Hann er gjöfin]“ (ChurchofJesusChrist.org).

  • Tónlist er dásamleg leið til að bjóða andanum í bekkinn ykkar. Þið getið boðið einhverjum að flytja jólalag eða lesið eða sungið nokkra sálma saman sem bekkur (sjá Sálmar, nr. 75–86). Meðlimir bekkjarins geta leitað að setningum í þessum sálmum og þeim ritningvarversum sem fylgja, sem auka við þakklæti þeirra fyrir frelsarann og fúsleika hans til að koma til jarðar.

Ljósmynd
Jesús krýpur í Getsemanegarðinum

Getsemane, eftir J. Kirk Richards

Lúkas 4:16–21; Jóhannes 3:16

Jesús Kristur uppfyllti ætlunarverk sitt og gerði okkur mögulegt að erfa eilíft líf.

  • Til þess að hjálpa meðlimum bekkjarins að ræða ástæðurnar fyrir því að Jesús Kristur fæddist, gætuð þið beðið þá að finna og miðla ritningarversum sem segja í stuttu máli frá ætlunarverki hans (sjá lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að finna nokkur dæmi). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins leitað að og lesið vers í pörum eða litlum hópum. Hvað læra þeir um ætlunarverk Krists í versunum sem þeir fundu? Hvað lærum við um ætlunarverk hans af nokkrum af þeim nöfnum sem honum eru gefin í ritningunum? (sjá Leiðarvísir að ritningunum, „Jesús Kristur“).

  • Meðlimir bekkjarins gætu lært um ætlunarverk frelsarans með því að lesa „Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna“ (KirkjaJesuKrists.is Trúarfræðisafn/Jesús Kristur) og segja frá þeim yfirlýsingum sem þeir finna, sem útskýra ástæður þess að hann hafi komið til jarðar. Gefið meðlimum bekkjarins tíma til að ígrunda vitnisburð sinn um Jesú Krist og ætlunarverk hans. Geta þeir miðlað persónulegum upplifunum eða sögum úr lífi frelsarans sem hafa aukið trú þeirra eða elsku til hans? Hvernig hefur nám Nýja testamentisins á árinu átt þátt í þýðingarmeiri jólahátíð? Til að rifja upp nokkrar sögur Nýja testamentisins sem meðlimir bekkjarins hafa lært um á árinu, gætuð þið sýnt myndböndin „For God So Loved the World [Því svo elskaði Guð heiminn]“ eða „To This End Was I Born [Til þess er ég fæddur]“ (ChurchofJesusChrist.org).

Bæta kennslu okkar

Takið frá tíma svo nemendur geti miðlað. „Þegar nemendur miðla því sem þeir læra, þá finna þeir ekki aðeins fyrir andanum og styrkja eigin vitnisburð, heldur hvetur það einnig aðra meðlimi bekkjarins til að uppgötva sjálfir sannleika. … Takið frá tíma fyrir nemendur að miðla í hverri kennslustund – í einhverjum tilfellum munuð þið komast að því að þessar umræður eru lexían“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 30).