Nýja testamentið 2023
6.–12. nóvember. Hebreabréfið 7–13: „Æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru“


„6.–12. nóvember. Hebreabréfið 7–13: ‚Æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)

„6.–12. nóvember. Hebreabréfið 7–13,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Melkísedek veitir Abram blessun

Melkísedek blessar Abram, eftir Walter Rane. Gjöf listamannsins

6.–12. nóvember

Hebreabréfið 7–13

„Æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru“

Þegar þið lesið Hebreabréfið 7–13, íhugið hver boðskapur Drottins til hinna hebresku heilögu var. Leitið líka boðskapar hans til ykkar og þeirra sem þið kennið.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Fyrir kennslu, biðjið nokkra meðlimi bekkjarins að mæta tilbúnir að miðla versum úr Hebreabréfinu 7–13 sem hjálpa þeim að „[ganga] fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti“ (Hebreabréfið 10:22).

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Hebreabréfið 7–10

Helgiathafnir fyrr og nú vísa á Jesú Krist.

  • Í Lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að leitað sé í Hebreabréfinu 7 að versum sem kenna um Melkísedeksprestdæmið og vitna um Jesú Krist. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir fundu. Þið gætuð þess í stað gefið þeim tíma í bekknum til að lesa 7. kapítula og finna vers sem kenna um þetta prestdæmi og vitna um frelsarann. Hvernig var Melkísedek líkur Jesú Kristi? (sjá titla Melkísedeks í versum 1–2). Hvernig hjálpa helgiathafnir Melkísedeksprestdæmisins okkur að koma til Krists? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins leitað mögulegra svara í Gospel Topics [Trúarefni], „Melchizedek Priesthood [Melkísedeksprestdæmið]“ (topics.ChurchofJesusChrist.org).

  • Jafnvel þótt við færum ekki dýrafórnir, þá tökum við þátt í helgiathöfnum á okkar tíma, sem á svipaðan hátt vísa sálum okkar til Krists og „mynda samþykktar leiðir þar sem blessanir og kraftar himna geta flætt inn í okkar persónulega líf“ (David A. Bednar, „Ætíð njóta fyrirgefningar synda okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2016). Ef til vill getið þið kannað í sameiningu hvernig hinar fornu athafnir, sem lýst er í Hebreabréfinu 8–10, táknuðu friðþægingarfórn frelsarans. Hvað standa t.d. nauta- og hafrablóð fyrir? (sjá Hebreabréfið 9:13–14). Fyrir hvern stendur æðsti presturinn? (sjá Hebreabréfið 9:24–26). Myndbandið „Sacrifice and Sacrament [Fórn og sakramenti]“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti komið að gagni. Hvernig hafa nútíma helgiathafnir blessað okkur og hjálpað að beina okkur til Jesú Krists? Hvað getum við gert til að auka þýðingu þessara helgiathafna og tileinka þær frelsaranum?

Hebreabréfið 10:34–38; 11

Trú krefst þess að við reiðum okkur á loforð Guðs.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja kenningar Páls um trú, gætuð þið byrjað á því að biðja þá að hugleiða hvernig þeir myndu lýsa trú með einni setningu. Næst skuluð þið lesa og ræða sem bekkur þær skilgreiningar sem Páll veitti í Hebreabréfinu 11:1. Þið gætuð síðan beðið hvern og einn að velja sér persónu, sem getið er í Hebreabréfinu 11, til að læra um. Meðlimir bekkjarins gætu notað neðanmálstilvísanirnar eða Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp) til að kanna upplifanir persónunnar í Gamla testamentinu og miðlað þeim með bekknum. Hvernig sýndi þetta fólk að það hafi fundið fyrir „[fullvissu] um það, sem vonast er eftir“? (Þýðing Josephs Smith, Hebreabréfið 11:1Þýðing Josephs Smith Viðauki , KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp]). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað fleiri dæmum um trúfasta einstaklinga. Hvenær höfum við haft trú á fyrirheitum sem ekki enn eru uppfyllt?

  • Leiðsögnin sem gefin var hinum hebresku heilögu, sem freistuðust til að „[skjóta] sér undan“ trú sinni, getur verið þeim meðlimum bekkjarins dýrmæt, sem ekki hafa sterkan vitnisburð. Einnig gæti hún hjálpað þeim sem reyna að liðsinna ástvinum sem eiga í trúarkreppu. Til að kynna sér þessa leiðsögn, gætu meðlimir bekkjarins lesið Hebreabréfið 10:34–38 og orð öldungs Jeffreys R. Holland í „Fleiri heimildir.“ Af hverju freistumst við stundum til að varpa frá okkur trausti okkar (sjá Hebreabréfið 10:35) á Drottin og fagnaðarerindi hans? Hvað getum við gert til að byggja upp og viðhalda trú og trausti á „[fyrirheiti] Guðs“? (Hebreabréfið 10:36). Myndböndin „Good Things to Come [Þau gæði sem komin eru]“ og „An High Priest of Good Things to Come [Æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru]“ (ChurchofJesusChrist.org) gætu auðgað umræðurnar.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

„Varpið því eigi frá ykkur djörfung ykkar.“

Öldungur Jeffrey R. Holland kenndi, er hann vísaði til Hebreabréfsins 10:32–39:

„Auðvitað er það erfitt – áður en maður gengur í kirkjuna, þegar maður reynir að ganga í hana og eftir að hafa gengið í hana. Þannig hefur það ávallt verið, segir Páll, en ekki skjóta ykkur undan. Ekki skelfast og hörfa. Ekki missa djörfung ykkar. Ekki gleyma hvernig ykkur leið eitt sinn. Ekki vantreysta upplifun ykkar. …

Þegar taka á stóra ákvörðun þarf að hugsa sig vel um og varast ýmislegt, en þegar þið hafið loks verið upplýst, varist þá freistinguna að hopa frá hinu góða. Ef það var rétt þegar þið báðust fyrir um það og treystuð því og lifðuð fyrir það, þá er það rétt núna. Gefist ekki upp þegar fargið þyngist. … Takist á við efasemdir. Sigrist á óttanum. ‚Varpið því eigi frá ykkur djörfung ykkar.‘ Haldið stefnunni og sjáið fegurð lífsins breiða úr sér“ („Cast Not Away Therefore Your Confidence [Varpið því eigi frá ykkur djörfung ykkar],“ Ensign, mars 2000, 8–9).

Bæta kennslu okkar

Leitið fyrst í ritningunum. Ritningarnar ættu að vera helsta heimild til náms og undirbúnings. Orð nútíma spámanna geta farið vel við helgiritin (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]17).