Nýja testamentið 2023
11.–17. september. 2. Korintubréf 1–7: „Látið sættast við Guð“


„11.–17. september. 2. Korintubréf 1–7: ‚Látið sættast við Guð,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„11.–17. september. 2. Korintubréf 1–7,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús Kristur

11.–17. september

2. Korintubréf 1–7

„Látið sættast við Guð“

Þegar þið lesið 2. Korintubréf 1–7 í vikunni, hafið þá ákveðna meðlimi bekkjarins í huga – þá sem mæta í bekkinn og þá sem ekki koma. Hvernig gætu reglur þessa kapítula blessað þá?

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Meðlimir bekkjarins geta haft gagn af að heyra hugmyndir hvers annars um hvernig þeir geti numið ritningarnar á árangursríkari hátt. Gefið þeim við og við nokkrar mínútur í þessum tilgangi.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Korintubréf 1:3–7; 4:6–10, 17–18; 7:4–7

Raunir okkar geta orðið okkur til blessunar.

  • Upplifanirnar sem Páll lýsti og leiðsögnin sem hann veitti í 2. Korintubréfi geta hjálpað meðlimum bekkjarins að hafa þær blessanir í huga sem geta borist í kjölfar rauna þeirra. Til að hefja umræður, gætuð þið beðið meðlim bekkjarins að mæta tilbúinn til að tala um það hvernig raun blessaði líf hans eða hennar eða hvað hann eða hún lærði af einhverjum sem stóðst raun. Þið gætuð síðan gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að lesa yfir 2. Korintubréf 1:3–7; 4:6–10, 17–18; og 7:4–7 og leitað að því sem Páll kenndi um tilgang og blessun rauna. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir finna. Þið gætuð lagt til að þeir lesi upphátt það vers sem ákveðin kenning kom fram og miðlað síðan upplifun eða vitnisburði sem tengist kenningunni.

  • Til að auðga umræðurnar, gætuð þið sungið saman eftirlætis sálma meðlima bekkjarins, sem vitna um þá huggun og þær blessanir sem himneskur faðir og frelsarinn færa okkur á erfiðleikatímum – t.d. „Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál“ (Sálmar, nr. 21). Eftir að syngja saman, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að leita að orðtökum í 2. Korintubréfi 1 og 4 sem þeim finnst passa við boðskap sálmsins.

2. Korintubréf 2:5–11

Fyrirgefning er blessun sem við getum bæði gefið og hlotið.

  • Við höfum öll upplifað það að einhver hafi „valdið [okkur eða fjölskyldu okkar] hryggð“ (vers 5). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins leitað í 2. Korintubréfi 2:5–11 að leiðsögn frá Páli um það hvernig við ættum að koma fram við einhvern sem hefur móðgað okkur. Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að lesa yfir Matteus 5:43–48 og Lúkas 15:11–32 til að læra meira um það hvernig við ættum að koma fram við þá sem hafa móðgað okkur. Hvernig völdum við okkur sjálfum og öðrum skaða þegar við veljum að fyrirgefa ekki?

2. Korintubréf 5:14–21

Við getum náð sáttum við Guð fyrir tilverknað friðþægingar Jesú Krists.

  • Margt fólk kemur í kirkju með þrá til að nálgast Guð og umræður um 2. Korintubréf 5:14–21 geta stuðlað að því. Í upphafi gætu meðlimir bekkjarins kannað þýðingu orðsins sátt og byrjað á því að leita að orðinu í orðabók. Hvaða skilning veitir þetta um að ná sáttum við Guð? Hvað lærum við þar að auki af efnisatriðinu „Friðþægja, friðþæging“ í Leiðarvísi að ritningunum? Hvernig hjálpar þessi skilningur okkur að skilja 2. Korintubréf 5:14–21? Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að miðla tilfinningum sínum um frelsarann, en friðþæging hans gerir okkur kleift að sameinast Guði á ný.

2. Korintubréf 7:8–11

Guðleg hryggð leiðir til iðrunar.

  • 2. Korintubréf 7:8–11 veitir gagnlega útskýringu á guðlegri hryggð og hlutverki hennar í iðrunarferlinu. Hvað lærum við um guðlega hryggð í 2. Korintubréfi 7:8–11 og af orðum Dieters F. Uchtdorf forseta í „Fleiri heimildir“? Af hverju er guðleg hryggð nauðsynleg iðrunarferlinu?

  • Þið gætuð verið innblásin til að hvetja til yfirgripsmeiri umræðu um iðrun. Ef svo er, gætuð þið reynt eitthvað álíka: Skrifið Iðrun er á töfluna. Biðjið meðlimi bekkjarins að finna leiðir til að botna setninguna og nota til þess það sem þeir læra í 2. Korintubréfi 7:8–11, ásamt þeim ritningum og heimildum sem er að finna í grein Gospel Topics [Trúarefni] um „Repentance [Iðrun]“ (topics.ChurchofJesusChrist.org). Hvernig gætum við notað þessar kenningar til að stuðla að skilningi um einlæga iðrun?

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Hryggð Guði að skapi vekur breytingar og von.

Dieter F. Uchtdorf forseti útskýrði:

Hryggð Guði að skapi vekur upp breytingar og von á friðþægingu Jesú Krists. Hryggð heimsins rífur okkur niður, kæfir vonina og fær okkur til að láta undan aukinni freistingu.

Hryggð Guði að skapi leiðir til umskiptingar og umbreytingar hjartans. Hún fær okkur til að hata syndina og elska gæskuna. Hún hvetur okkur til að standa upp og ganga í kærleiksljósi Krists. Sönn iðrun snýst um umbreytingu, ekki kvöl eða misþyrmingu“ („Þú getur það núna!,“ aðalráðstefna, október 2013).

Bæta kennslu okkar

Fáið þá til þátttöku sem eiga í erfiðleikum. Stundum þarf aðeins að kalla fram þátttöku þeirra meðlima sem eiga í erfiðleikum til að þeir finni fyrir elsku. Íhugið að úthluta þeim verkefni til þátttöku í næstu lexíu. Ekki gefast upp ef þeir svara ekki viðleitni ykkar til að byrja með. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]8–9.)