Nýja testamentið 2023
6.–12. mars. Matteus 9–10; Markús 5; Lúkas 9: „Þessa tólf sendi Jesús út“


„6.–12. mars. Matteus 9–10; Markús 5; Lúkas 9: ‚Þessa tólf sendi Jesús út,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„6.–12. mars. Matteus 9–10; Markús 5; Lúkas 9,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús vígir Pétur

6.–12. mars

Matteus 9–10; Markús 5; Lúkas 9

„Þessa tólf sendi Jesús út“

Þegar þið lesið Matteus 9–10; Markús 5; og Lúkas 9, leitið þá innblásturs heilags anda um þarfir þeirra sem þið kennið. Að skrá andleg hughrif sem berast ykkur, getur búið ykkur undir upplifun sem mun blessa ykkur og meðlimi bekkjar ykkar.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þið getið beðið alla meðlimi bekkjarins að skrifa á bréfmiða sannleika sem þeir lærðu í ritningunum í vikunni, þ.m.t. ritningarversin. Eftir að hafa safnað saman bréfmiðunum, veljið þá nokkra til að lesa fyrir bekkinn. Hvernig getum við tileinkað okkur þennan sannleika í lífinu?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 9

Kristur hefur vald til að lækna okkur líkamlega og andlega.

  • Mörg læknandi kraftaverk frelsarans kenna einnig andleg sannindi. Til að stuðla að skilningi meðlima bekkjarins um þetta, gætuð þið skipt bekknum upp í fjóra hópa og falið hverjum hópi eitt eftirfarandi ritningarversa: Matteus 9:2–8; Matteus 9:18–19, 23–26; Matteus 9:20–22; og Matteus 9:27–31. Biðjið hvern hóp að læra um kraftaverkið sem lýst er í þeirra versi og segja bekknum stuttlega frá því. Hvaða andlegu sannindi getum við lært af þessum kraftaverkum?

Ljósmynd
kona snertir klæði Jesú

Treystið Drottni, eftir Liz Lemon Swindle

Matteus 10

Drottinn veitir þjónum sínum mátt til að vinna verk sitt.

  • Boð frelsarans til postula sinna getur hjálpað okkur með þær ábyrgðir sem við berum. Meðlimir bekkjarins gætu hafa öðlast innsýn í þetta efni í persónulegu ritningarnámi sínu; t.d. er verkefni sem tengist því í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur . Bjóðið þeim að miðla því sem þeir lærðu eða vinnið í fámennum hópum til að ljúka verkefninu í bekknum. Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla upplifun sinni þegar þeir fundu fyrir mætti frelsarans við að uppfylla kallanir sínar.

  • Hvernig getur það aukið skilning meðlima bekkjar ykkar á hlutverki nútíma spámanna og postula að læra boð Krists til postula sinna í Matteusi 10? Það gæti verið gagnlegt að bera saman boð frelsarans til hinna tólf og boðið sem gefið var Tólfpostulasveitinni á okkar ráðstöfunartíma, sem er í „Fleiri heimildir.“ Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill sagt frá því hvernig þjónusta lifandi postula hafi haft áhrif á líf þeirra. Gefið vitnisburð ykkar um guðlega köllun lifandi spámanna og postula og bjóðið meðlimum bekkjarins að gera slíkt hið sama.

Matteus 10:17–20

Þegar við erum í þjónustu Drottins, mun hann veita okkur innblásin orð til að mæla.

  • Fólk er stundum óstyrkt þegar það kennir eða ræðir við aðra um fagnaðarerindið. Drottinn lofaði hins vegar lærisveinunum að hann myndi hjálpa þeim svo að þeir myndu vita hvað segja skyldi. Hvað þurfum við að gera til að hljóta sjálf fyrirheitna hjálp Drottins? Biðjið meðlimi bekkjarins að lesa Matteus 10:19–20; Kenningu og sáttmála 84:85; og Kenningu og sáttmála 100:5–8 til að finna svör við þessari spurningu. Hvenær hefur heilagur andi hjálpað ykkur að vita hvað þið ættuð að segja? Þið gætuð miðlað eigin upplifunum og boðið meðlimum bekkjarins að gera slíkt hið sama.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Boð til síðari daga postula.

Þegar nokkrir af fyrstu meðlimum Tólfpostulasveitarinnar á þessum ráðstöfunartíma voru kallaðir, gaf Oliver Cowdery þeim svipað boð og það sem Jesús Kristur gaf í Matteusi 10. Hann sagði:

„Þið eigið eftir að þurfa að glíma við fordóma allra þjóða. … Ég brýni því fyrir ykkur að leggja rækt við mikla auðmýkt, því ég þekki stolt hins mannlega hjarta. Gætið þess að hreykjast ekki upp af skjöllurum heimsins. Gætið þess að láta hið veraldlega ekki ná tökum á tilfinningum ykkar. Látið þjónustu ykkar ganga fyrir. … [Það] er nauðsynlegt að þið öðlist sjálfir vitnisburð frá himni, svo þið getið borið vitni um sannleikann. …

… Færið þeim þennan boðskap sem telja sig vitra. Slíkir gætu ofsótt ykkur; þeir gætu sóst eftir lífi ykkar. Andstæðingurinn hefur ávallt sóst eftir lífi þjóna Guðs. Þið skuluð því ávallt vera búnir undir að fórna lífi ykkar, ef Guð krefst þess, til eflingar og uppbyggingar málstaðar hans. …

Hann tók síðan í hönd hvers þeirra og spurði: ‚Tekur þú þátt í þessari þjónustu af öllu hjarta, að boða fagnaðarerindið af kostgæfni, ásamt bræðrum þínum, í samræmi við alvarleika og tilgang boðsins sem þú hefur hlotið?‘ Hver þeirra svaraði þessu játandi“ (í „Minutes and Blessings, 21. febrúar 1835,“ Minute Book 1, 159–161, 164, josephsmithpapers.org; stafsetning og greinarmerki færði í nútímahorf).

Bæta kennslu okkar

Berið vitni um blessanir. Þegar þið bjóðið nemendum ykkar að breyta eftir kenningum, berið þeim þá vitni um að þeir muni hljóta þær blessanir sem Guð hefur heitið þegar þeir geri það með trú. Blessanir ættu ekki að vera megin hvatning hlýðni okkar, en himneskur faðir þráir að blessa öll börn sín. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]35.)