Kenning og sáttmálar 2021
11.–17. október Kenning og sáttmálar 115–120: „Fórn hans verður mér helgari en arður hans“


„11.–17. október Kenning og sáttmálar 115–120: „Fórn hans verður mér helgari en arður hans“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„11.–17. október Kenning og sáttmálar 115–120,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Far West

Far West, eftir Al Rounds

11.–17. október

Kenning og sáttmálar 115–120

„Fórn hans verður mér helgari en arður hans“

Þegar þið búið ykkur undir kennslu, hafið þá hugfast að megin viðfangsefni ykkar er að efla trú á Jesú Krist.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Áður en þið ræðið um reglurnar í köflum 115–20 sem ykkur finnast mikilvægar, biðjið þá meðlimi bekkjarins að segja frá því sem þeim fannst mikilvægt. Þið gætuð t.d. beðið meðlimi bekkjarins að ljúka þessari setningu: „Ég finn til þakklætis fyrir að hafa lesið kafla 115–120 af því að …“

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 115:4–6

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er vörn og athvarf.

  • Meðlimir bekkjarins gætu kannað boðskap Russells M. Nelson forseta „Hið rétta nafn kirkjunnar“ (aðalráðstefna, október 2018) til að leita skilnings á versum 4–6. Af hverju er mikilvægt að nota rétt nafn kirkjunnar?

  • Eftir að hafa lesið saman Kenningu og sáttmála 115:4–6, gætu meðlimir bekkjarins rætt hvernig kirkjan og meðlimir hennar eru eins og ljós eða merki. Þið gætuð sýnt mynd af vita í stormi og spurt meðlimi bekkjarins að því hvernig hann tengist boðskapnum í versum 5–6. Hvernig hefur samansöfnunin til „Síonar og … [stika] hennar“ verið ykkur „vörn og athvarf fyrir storminum“? (vers 6).

    Ljósmynd
    viti

    Við getum verið öðrum ljós til að hjálpa þeim að finna athvarf í kirkjunni.

Kenning og sáttmálar 117

Fórnir okkar eru Drottni helgar.

  • Biðjið meðlimi bekkjarins að ímynda sér að þeir séu Newel K. Whitney eða eiginkona hans, Elizabeth, sem áttu farsæla verslun í Kirtland en voru beðin af Drottni að yfirgefa eignir sínar og flytja til Missouri. Þeir gætu síðan lesið vers 1–11 og miðlað einhverju því sem Drottinn sagði að myndi hjálpa þeim að færa þessa fórn.

  • Myndrænt efni gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að íhuga það sem aðeins er „dropi“ og við ágirnumst stundum í stað þess sem „mikilvægara er“ (vers 8). Íhugið að sýna eitthvað líkt og vatnsdropa og flösku með vatni eða súkkulaðibita og súkkulaðistykki. Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill komið með fleiri dæmi. Þið gætuð líka skrifað dropi og mikilvægara er á töfluna og beðið meðlimi bekkjarins að skrá dæmi um það sem við gætum þurft að „láta af hendi“ (sjá vers 5) til að öðlast „gnægð“ Guðs (vers 7).

  • Ef meðlimir bekkjarins hafa hlotið einhvern skilning við lestur orða Drottins um Oliver Granger í versum 12–15, skuluð þið biðjið þá að miðla honum. Af hverju ætli fórnir okkar séu helgari Drottni en aukning okkar?

Kenning og sáttmálar 119–20

Með því að greiða tíund, hjálpum við til við að byggja upp og „[helga] land Síonar.“

  • Ímyndið ykkur þann andlega styrk sem gæti komið frá meðlimum bekkjarins ef þeir miðluðu hver öðrum blessununum sem þeir hafa hlotið með því að hlíta tíundarlögmálinu. Þeir gætu líka lesið Kenningu og sáttmála 119:6 og rætt hvernig þetta lögmál getur „helgað land Síonar“ og gert deild okkar eða grein að „landi Síonar [fyrir okkur].“ Þeir gætu líka lesið Malakí 3:8–12 til að bera kennsl á þær blessanir sem Drottinn lofar fyrir tíundargreiðslur.

  • Ef meðlimir bekkjarins hafa spurningar um hvernig tíund er notuð, gætuð þið beðið þá að lesa kafla 120 og útskýringuna í „Fleiri heimildir.“ (Öldungur David A. Bednar veitir líka gagnlega lýsingu í „Gáttir himins“ [aðalráðstefna, október 2013].) Hvernig getum við eflt trú annarra á tíundarlögmál Drottins?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Ráð útdeilingar tíundar.

Öldungur Robert D. Hales sagði:

„Eins og opinberað er af Drottni, er notkun tíundarinnar ákveðin af ráði sem samanstendur af Æðsta forsætisráðinu, Tólfpostulasveitinni, og Yfirbiskupsráðinu. Drottinn tekur sérstaklega fram að verki ráðsins er stjórnað með ‚rödd [minni] til þeirra.‘ [Kenning og sáttmálar 120:1]. Þetta ráð kallast Ráð útdeilingar tíundar.

Það er athyglisvert að fylgjast með hvernig þetta ráð hlustar eftir rödd Drottins. Hver einasti ráðsmaður veit um og tekur þátt í öllum ákvörðunum ráðsins. Engin ákvörðun er tekin fyrr en allir eru sammála. Allir tíundarsjóðir eru notaðir fyrir tilgang kirkjunnar, þar með talið velferð – umsjón með hinum fátæku og nauðstöddu, musteri, byggingar og viðhald og rekstur samkomuhúsa, menntun, námsefni – í stuttu máli – verk Drottins. …

… Ég [ber] vitni um heiðarleika Ráðs útdeilingar tíundar. Ég átti sæti í þessu ráði í sautján ár, sem ráðandi biskup í kirkjunni og nú sem einn úr Tólfpostulasveitinni. Án undantekninga, hafa tíundarsjóðir þessarar kirkju verið notaðir í hans tilgangi“ („Tíund: Prófsteinn á trú með eilífum blessunum,“ aðalráðstefna, október 2002).

Bæta kennslu okkar

Bjóðið nemendum að kenna hver öðrum. „Það gæti verið gagnlegt að biðja nemendur að hjálpa hver öðrum að finna svör við spurningum sínum. Þegar andinn hvetur til þess, gætuð þið ákveðið að gera það, jafnvel þótt ykkur finnist þið vita svarið“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 24).