Kenning og sáttmálar 2021
23.–29. ágúst. Kenning og sáttmálar 93: „Tekið á móti fyllingu hans“


„23.–29. ágúst. Kenning og sáttmálar 93: ,Tekið á móti fyllingu hans,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„23.–29. ágúst. Kenning og sáttmálar 93,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann

Ljósmynd
Stefán sér Guð og Jesú Krist

Ég sé mannssoninn standa til hægri handar Guði, eftir Walter Rane

23.–29. ágúst

Kenning og sáttmálar 93

„Tekið á móti fyllingu hans“

Þeir sem þið kennið eru dýrmætir andasynir og dætur himneskra foreldra og búa yfir guðlegum möguleikum. Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera, eftir að hafa lært Kenningu og sáttmála 93, til að hjálpa þeim að vaxa að „ljósi og sannleika“? (sjá vers 36).

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Skrifið á töfluna Í Kenningu og sáttmálum 93, býður Jesús Kristur okkur að …. Biðjið meðlimi bekkjarins að leggja til hvernig ljúka mætti setningunni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 93

Við tilbiðjum Guð föðurinn og son hans, Jesú Krist.

  • Þegar meðlimir bekkjarins lærðu Kenningu og sáttmála 93, gætu þeir hafa fundið ýmis sannindi um himneskan föður og Jesú Krist. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir fundu. Þið gætuð líka skipt meðlimum bekkjarins í hópa og falið hverjum hópi nokkur vers til að læra saman. Hver hópur gæti síðan miðlað lærdómi sínum um „ hvernig tilbiðja skal, og … hvað tilbiðja skal“ (verse 19).

Kenning og sáttmálar 93:1–39

Okkur er mögulegt að „taka á móti fyllingu [Guðs] og verða [dýrðleg].“

Ljósmynd
glergluggi

Við meðtökum ljós Guðs er við höldum boðorð hans og lærum af honum.

  • Í Kenningu og sáttmálum 93 eru ýmis sannindi um eilíft eðli og möguleika barna Guðs. Einhverjir meðlimir bekkjarins gætu hafa uppgötvað þessi sannindi er þeir lærðu kafla 93 heima (sjá lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Þeir sem það gerðu gætu miðlað því sem þeir fundu og þið gætuð uppgötvað fleiri sannindi saman sem námsbekkur. Hvernig geta þessi sannindi haft áhrif á hvernig við komum fram við fólk umhverfis – eða okkur sjálf?

  • Hér er önnur leið til að læra um eilíft eðli okkar og möguleika: Meðlimir bekkjarins gætu lesið saman vers 24 og skrifað á töfluna þessar þrjár fyrirsagnir Eins og við erum, Eins og við vorum og Eins og við eigum að verða. Þið gætuð síðan skipt meðlimum bekkjarins í þrjá hópa og beðið hvern hóp að leita í Kenningu og sáttmálum 93:6–39 að sannindum um auðkenni okkar í nútíð, fortíð og framtíð. Hver hópur gæti skrifað það sem fannst undir fyrirsagnirnar. Hvernig gæti þessi sannleikur haft áhrif á ákvarðanir okkar?

Kenning og sáttmálar 93:40–50

Okkur er boðið að koma „reglu á hús [okkar].“

  • Boðið um að „[koma reglu á hús okkar]“ vers 43) felst ekki í því að koma reglu á kistla okkar og kytrur, heldur á lærdóm okkar – og fræðslu – „ljós og [sannleika]“ (vers 42). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað hvernig þeir reyna að hlíta þessari leiðsögn. Hverjar eru sumar þeirra áskorana sem þeir standa frammi fyrir? Hvaða sannindi eða reglur í Kenningu og sáttmálum 93 geta hjálpað?

  • Meðlimir bekkjarins gætu, sem hluta af umræðunni, lesið eitthvað í boðskap Henrys B. Eyring forseta „Heimili þar sem andi Drottins dvelur“ (aðalráðstefna, apríl 2019) og miðlað hverjum þeim skilningi sem tengist sannleikanum í Kenningu og sáttmálum 93:40–50. (Sjá einnig tilvitnun í „Fleiri heimildir.“)

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

„Sýnið meiri kostgæfni og umhyggjusemi heima fyrir.“

Öldungur David A. Bednar kenndi:

„Í skrifstofu minni er fallegt málverk af hveitiakri. Málverkið er mikið samansafn af einstökum penslaförum – og ekkert þeirra er áhugavert eða tilkomumikið eitt og sér. Ef þið stæðuð nálægt striganum, sæjuð þið aðeins fullt af gulum, gylltum og brúnum röndum sem virðast ótengdar og óaðlaðandi. En þegar þið færið ykkur smám saman frá striganum, þá sameinast öll einstöku penslaförin og mynda stórkostlega landslagsmynd af hveitiakri. Mörg venjuleg einstök penslaför vinna saman að því að skapa heillandi og fallegt málverk.

Hver fjölskyldubæn, hver lestur fjölskyldunnar í ritningunum og hvert fjölskyldukvöld er eitt einstakt penslafar á striga sálna okkar. Enginn einn atburður virðist vera tilkomumikill eða eftirminnilegur. En rétt eins og gulu, gylltu og brúnu penslaförin bæta hvert annað upp og mynda tilkomumikið meistaraverk, þá mun það, að vera samkvæmur sjálfum sér í smáu sem stóru, á sama hátt leiða til mikilsverðs andlegs árangurs. ‚Þreytist þess vegna ekki á að gjöra gott, því að þér eruð að leggja grunninn að miklu verki. Og af hinu smáa sprettur hið stóra‘ (K&S 64:33). Að vera samkvæmur sjálfum sér, er meginreglan er við leggjum grunninn að miklu verki í lífi hvers og eins og sýnum meiri kostgæfni og umhyggjusemi heima fyrir“ („Meiri kostgæfni og umhyggjusemi heima fyrir,“ aðalráðstefna, október 2009).

Bæta kennslu okkar

Tjáið elsku. „Að tjá þeim elsku sem þið kennið, háð aðstæðum ykkar, getur falist í því að hrósa þeim einlæglega, sýna lífi þeirra áhuga, hlusta vandlega á þau, fá þau til þáttöku í kennslunni, gera þjónustuverk í þeirra þágu eða einfaldlega heilsa þeim hlýlega þegar þið sjáið þau“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 6).