Gamla testamentið 2022
17.–23. október. Jeremía 30–33; 36; Harmljóðin 1; 3: „Ég mun breyta sorg þeirra í gleði“


„17.–23. október. Jeremía 30–33; 36; Harmljóðin 1; 3: ‚Ég mun breyta sorg þeirra í gleði,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„17.–23. október. Jeremía 30–33; 36; Harmljóðin 1; 3,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
leturgröftur Jeremía spámanns

Hróp Jeremía spámanns, af leturgrefti frá Nazarene skóla

17.–23. október

Jeremía 30–33; 36; Harmljóðin 1; 3

„Ég mun breyta sorg þeirra í gleði“

Þegar þið skráið hughrif ykkar, íhugið þá hvernig reglurnar í Jeremía og Harmljóðunum tengjast öðru sem þið hafið lært í Gamla testamentinu.

Skráið hughrif ykkar

Þegar Drottinn kallaði Jeremía sem spámann, sagði hann að verk hans væri að „uppræta og rífa niður“ (Jeremía 1:10) – og í Jerúsalem var ranglætið mikið til að uppræta og rífa niður. Þetta var þó aðeins hluti af verki Jeremía – hann var líka kallaður til að „byggja upp og gróðursetja“ (Jeremía 1:10). Hvað var hægt að byggja upp eða gróðursetja í eyðirústum hinna uppreisnargjörnu Ísraelsmanna? Hvernig getum við byggt upp og gróðursett að nýju, þegar syndin eða óvinurinn hefur rústað lífi okkar? Svarið er að finna í hinum „réttláta kvisti“ (Jeremía 33:15), hinum fyrirheitna Messíasi. Messías kemur með „nýjan sáttmála“ (Jeremía 31:31) – sem krefst meira en léttvægrar skuldbindingar eða útvortis hollustu. Lögmál hans þarf að vera rótfast „í brjósti [okkar] og ritað „á hjörtu [okkar].“ Það er raunveruleg merking þess að Drottinn „[verði Guð okkar]“ og við „lýður [hans]“ (Jeremía 31:33). Þetta er ævilangt ferli og við munum af og til gera mistök og syrgja. Þegar við getum það, höfum við þetta loforð frá Drottni: „Ég mun breyta sorg þeirra í gleði“ (Jeremía 31:13).

Til að fá yfirlit Harmljóðanna, sjá þá „Harmljóðin“ í Leiðarvísi að rigningunum (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jeremía 30–31; 33

Drottinn mun frelsa Ísraelsmenn úr ánauð og safna þeim saman.

Í Jeremía 30–31; 33 staðfesti Drottinn „harmakvein [og beiskan grátur]“ (Jeremía 31:15) sem Ísraelsmenn myndu upplifa er þeir færu í ánauð. Hann veitti þeim þó líka orð huggunar og vonar. Hvaða orðtök í þessum kapítulum teljið þið hafa veitt Ísraelsmönnum huggun og von? Hvaða loforð finnið þið frá Drottni til fólks hans? Hvernig gætu þessi loforð átt við um ykkur í dag?

Jeremía 31:31–34; 32:37–42

„Ég verð Guð þeirra og þeir verða lýður minn.“

Þótt Ísraelsmenn hefðu brotið sáttmála sinn við Drottin, þá spáði Jeremía að Drottinn myndi aftur gera „nýjan“ og „ævarandi sáttmála“ við fólk sitt (Jeremía 31:31; 32:40). Hinn nýi og ævarandi sáttmáli er „fylling fagnaðarerindis Jesú Krists [sjá Kenning og sáttmálar 66:2]. Hann er nýr hverju sinni sem hann er opinberaður á ný eftir tímabil fráhvarfs. Sáttmálinn er ævarandi í þeim skilningi að hann er sáttmáli Guðs og menn hafa notið hans á öllum ráðstöfunartímum fagnaðarerindisins þegar þeir hafa viljað taka við honum“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Nýr og ævarandi sáttmáli,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp; skáletrað hér).

Þegar þið lesið Jeremía 31:31–34; 32:37–42, íhugið þá merkingu þess að tilheyra sáttmálslýð Drottins. Hvaða áhrif hafa þessi vers á viðhorf ykkar til sáttmálssambands ykkar við Guð? Hver er merking þess að hafa lögmál hans ritað á hjarta ykkar? (sjá Jeremía 31:33).

Sjá einnig Jeremía 24:7; Hebreabréfið 8:6–12.

Ljósmynd
stúlka lærir ritningarnar

Ritningarnar geta hvatt okkur til að iðrast og snúa okkur til Drottins.

Jeremía 36

Ritningarnar hafa mátt til að snúa mér frá illu.

Drottinn bauð Jeremía að skrá spádóma sína í „bók“ eða bókrollu og útskýrði að ef fólkið heyrði þessa spádóma, „þá mun hver og einn snúa af sínum vonda vegi og ég fyrirgefa þeim sekt þeirra og synd“ (Jeremía 36:2–3). Þegar þið lesið Jeremía 36, gætuð þið gætt að því hvernig eftirtöldum einstaklingum leið með þessa spádóma:

Drottinn:

Jeremía:

Barúk:

Júdí og Jójakím konungur:

Elnatan, Delaja og Gemaría:

Íhugið hvað ykkur finnst um ritningarnar og hlutverk þeirra í lífi ykkar. Hvernig hafa þær hjálpað ykkur að segja skilið við hið illa?

Sjá einnig Julie B. Beck, „Sál mín hefur unun af ritningunum,“ aðalráðstefna , apríl 2004.

Harmljóðin 1; 3

Drottinn getur létt þeirri sorg af okkur sem við upplifum af völdum syndar.

Harmljóðin eru safn ljóða skrifuð eftir tortímingu Jerúsalem og musterisins. Af hverju haldið þið að mikilvægt hafi verið að varðveita þessi ljóð og hafa þau í Gamla testamentinu? Íhugið hvað líkingarmálið í Harmljóðunum 1 og 3 hjálpar ykkur að skilja varðandi hina djúpu sorg sem Ísraelsmenn upplifðu Hvaða vonarboðskap um Krist finnið þið? (sjá einkum Harmljóðin 3:20–33; sjá einnig Matteus 5:4; Jakobsbréfið 4:8–10; Alma 36:17–20).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jeremía 31:3.Hvernig hafa himneskur faðir og Jesús Kristur sýnt okkur „ævarandi elsku“? Að sýna myndir af því sem Kristur skapaði fyrir okkur eða gerði í jarðneskri þjónustu sinni, gæti hjálpað fjölskyldu ykkar að skynja „elsku“ hans.

Jeremía 31:31–34; 32:38–41.Íhugið að skrá það í þessum versum sem Drottinn hefur lofað er við gerum sáttmála við hann. Hvað kenna þessi vers um mikilvægi sáttmála okkar?

Fjölskyldumeðlimir gætu líka skrifað (eða teiknað) á pappírshjörtu eitthvað sem sýnir hvað þeim finnst um frelsarann. Hver er merking þess að hafa lögmál hans ritað á hjarta okkar? (sjá Jeremía 31:33). Hvernig sýnum við Drottni að við viljum vera fólk hans?

Jeremía 36.Hvernig gætuð þið notað Jeremía 36 til að hjálpa fjölskyldu ykkar að læra um mikilvægi ritninganna? (sjá t.d. vers 1–6, 10, 23–24, 27–28,32). Þið gætuð beðið einn fjölskyldumeðlim að lesa vers í þessum kapítula meðan aðrir í fjölskyldunni skrifa þau, eins og Barúk gerði fyrir Jeremía. Af hverju erum við þakklát fyrir framlag fólks eins og Barúks, sem varðveitti orð spámannanna? Hvað getum við gert til að sýna Drottni að við metum orð hans í ritningunum?

Harmljóðin 3:1–17, 21–25, 31–32.Þið gætuð, sem fjölskylda, rætt hvernig hinar tjáðu tilfinningar í Harmljóðunum 3:1–17 gætu líkst tilfinningum okkar er við syndgum. Á hvaða hátt getur boðskapurinn í versum 21–25, 31–32 haft áhrif á líf okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Í faðmi frelsarans“ (Barnasöngbókin, 42)

Bæta persónulegt nám

Leitið opinberunar. Þegar þið íhugið yfir daginn, gætuð þið hlotið fleiri hugmyndir og hughrif um ritningarversin sem þið lærið. Hugsið ekki um trúarnám sem eitthvað sem þið þurfið að gefa ykkur tíma fyrir, heldur eitthvað sem þið gerið stöðugt. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 12.)

Ljósmynd
Maður í helli horfir dapurlega á borg brenna fyrir utan.

Jeremía harmar tortímingu Jerúsalem, eftir Rembrandt van Rijn