Nýja testamentið 2023
17.–23. júlí. Postulasagan 10–15: „Orð Guðs efldist og breiddist út“


„17.–23. júlí. Postulasagan 10–15: „Orð Guðs efldist og breiddist út,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2023 (2022)

„17.–23. júlí. Postulasagan 10–15,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Pétur á tali við Kornelíus

17.–23. júlí

Postulasagan 10–15

„Orð Guðs efldist og breiddist út“

Lesið vandlega Postulasöguna 10–15 og gefið andanum tíma til að vekja ykkur hugsanir og tilfinningar. Hvaða lærdómur bíður ykkar í þessum kapítulum?

Skráið hughrif ykkar

Í jarðneskri þjónustu sinni lét Jesús Kristur oft reyna á hefðbundna hugsun og trú fólksins. Hann lét ekki þar við sitja eftir að hann sté upp til himins, heldur hélt hann áfram að leiðbeina kirkju sinni með opinberun. Á æviskeiði Jesú, prédikuðu lærisveinar hans fagnaðarerindið aðeins fyrir samlöndum sínum, Gyðingunum, sem dæmi um það. Stuttu eftir að frelsarinn dó, og Pétur varð leiðtogi kirkjunnar á jörðu, þá opinberaði Jesús Kristur Pétri að komið væri að því að boða skyldi fagnaðarerindið þeim sem ekki voru Gyðingar. Sú hugmynd að miðla fagnaðarerindinu Þjóðunum virðist ekki furðuleg á okkar tíma, svo hver er þá lexía þessarar frásagnar fyrir okkur? Ef til vill er ein lexían sú að bæði í kirkjunni til forna og á okkar tíma, þá leiðir hinn kærleiksríki frelsari sína útvöldu leiðtoga (sjá Amos 3:7; Kenning og sáttmálar 1:38). Áframhaldandi opinberun er mikilvægt tákn um hina sönnu kirkju Jesú Krists. Eins og Pétur, þá verðum við að vera fús að viðurkenna áframhaldandi opinberun og lifa eftir „[hverju orði Guðs]“ (Lúkas 4:4), ásamt „öllu, sem [hann] hefur opinberað, öllu, sem hann nú opinberar“ og að „hann muni enn opinbera margt stórfenglegt og mikilvægt varðandi Guðs ríki“ (Trúaratriðin 1:9).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Postulasagan 10

„Guð fer ekki í manngreinarálit.“

Í kynslóðir höfðu Gyðingar trúað því að það að vera „niðji Abrahams“ merkti að sá einstaklingur væri þóknanlegur og útvalin af Guði (sjá Lúkas 3:8). Þeir töldu alla aðra „óhreina“ af Þjóðunum, sem voru ekki Guði þóknanlegir. Hvað kenndi Drottinn Pétri í Postulasögunni 10, um það hverja hann „tekur opnum örmum“? (Postulasagan 10:35). Hvaða vísbendingar finnið þið í þessum kapítula um að líf Kornelíusar hafi verið þóknanlegt Drottni? Íhugið merkingu þessara orða: „Guð fer ekki í manngreinarálit“ (vers 34; sjá einnig 1. Nefí 17:35). Af hverju er ykkur mikilvægt að þekkja þennan sannleika?

Hafið þið einhvern tíma gert óvinsamlegar eða fávísar athugasemdir varðandi einhvern sem er öðruvísi en þið, eins og Gyðingarnir sem litu niður á þá sem ekki voru niðjar Abrahams? Hvernig getið þið sigrast á slíkri tilhneigingu? Það gæti verið áhugavert að reyna einfalda breytni næstu daga: Hvenær sem þið eigið samskipti við einhvern, reynið þá að hugsa: „Þessi einstaklingur er barn Guðs.“ Hvaða breytingum takið þið eftir í samskiptum ykkar við aðra þegar þið gerið þetta?

Sjá einnig 1. Samúelsbók 16:7; 2. Nefí 26:13, 33; Russell M. Nelson, „Lát Guð ríkja,“ aðalráðstefna, október 2020; „Peter’s Revelation to Take the Gospel to the Gentiles [Opinberun Péturs um að færa Þjóðunum fagnaðarerindið]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Postulasagan 10; 11:1–1815

Himneskur faðir kennir mér setning á setning ofan með opinberun.

Þegar Pétur sá sýnina sem lýst er í Postulasögunni 10 átti hann í fyrstu erfitt með að skilja hana og „[reyndi] að ráða í hvað [hún] ætti að merkja“ (vers 17). Drottinn veitti þó Pétri aukinn skilning, eftir því sem Pétur sóttist eftir honum. Þegar þið lesið Postulasöguna 10, 11 og 15, gætið þá að því hvernig skilningur Péturs á sýn hans verður meiri með tímanum. Hvernig hafið þið leitað og hlotið aukinn skilning frá Guði þegar þið hafið spurningar?

Í Postulasögunni 10, 11 og 15 er sagt frá tilvikum þar sem Drottinn veitir þjónum sínum leiðsögn með opinberun. Það gæti hjálpað að skrá það sem þið lærið um opinberun við lestur þessara kapítula. Á hvaða hátt talar andinn til ykkar?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Opinberun,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp; Quentin L. Cook, „Blessanir viðvarandi opinberana til spámanna og einstaklinga okkur til leiðsagnar,“ aðalráðstefna, apríl 2020; „The Jerusalem Conference [Jerúsalem ráðstefnan]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Postulasagan 11:26

Ég er kristinn af því að ég trúi á Jesú Krist og fylgi honum.

Hvað er einnkennandi fyrir þann sem kallar sig kristin? (sjá Postulasagan 11:26). Hver er merking þess að vera þekktur sem kristinn? Íhugið merkingu nafna. Hvaða merkingu hafa t.d. ættarnöfn fyrir ykkur? Af hverju er nafn kirkjunnar ykkur mikilvægt? (sjá Kenning og sáttmálar 115:4). Hvað felst í því fyrir ykkur að taka á ykkur nafn Jesú Krists með sáttmála? (sjá Kenning og sáttmálar 20:77).

Sjá einnig Mósía 5:7–15; Alma 46:13–15; 3. Nefí 27:3–8; Russell M. Nelson, „Hið rétta nafn kirkjunnar,“ aðalráðstefna, október 2018.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Postulasagan 10:17, 20.Höfum við einhvern tíma hlotið andlegar upplifanir og síðar efast um það sem við fundum fyrir og lærðum? Hvaða leiðsögn getum við veitt hvert öðru sem getur hjálpað okkur að sigrast á efa? (Sjá Neil L. Andersen, „Andlega auðkennandi minningar,“ aðalráðstefna, apríl 2020.)

Postulasagan 10:34–35.Hvernig getið þið kennt fjölskyldu ykkar að „Guð fer ekki í manngreinarálit“? (Postulasagan 10:34). Ef til vill gætuð þið sýnt myndir af fólki af ólíkum bakgrunni og menningarheimum meðan fjölskyldan les þessi vers. Hvernig getur sannleikurinn í þessum versum haft áhrif á breytni ykkar? (sjá t.d. „Ég geng með þér“ [Barnasöngbókin, 78]).

Postulasagan 12:1–17.Fjölskylda ykkar gæti leikið frásögnina um það þegar Pétri var varpað í fangelsi og meðlimir kirkjunnar komu saman til að biðja fyrir honum. Hvenær höfum við verið blessuð fyrir tilverknað bænar? Er einhver sem okkur finnst við þurfa að biðja fyrir, t.d. kirkjuleiðtoga eða ástvini? Hvað felst í því að biðja „án afláts“? (Postulasagan 12:5; sjá einnig Alma 34:27).

Ljósmynd
Pétri bjargað úr fangelsi

Pétri bjargað úr fangelsi, eftir A. L. Noakes

Postulasagan 14.Þegar þið lesið þennan kapítula saman, gætu einhverjir fjölskyldumeðlimir skráð einhverjar blessanir sem lærisveinarnir og kirkjan hlutu. Aðrir fjölskyldumeðlimir gætu skráð mótlæti eða raunir sem lærisveinar upplifðu. Af hverju leyfir Guð að erfiðir hlutir hendi réttlátt fólk?

Postulasagan 15:1–21.Þessi vers lýsa ágreiningi í kirkjunni um það hvort trúskiptingar þyrftu að halda Móselögmálið, þar með talið að láta umskera sig. Hvað gerðu postularnir varðandi þennan ágreining? Hvað getum við lært af þessu dæmi um það hvernig kirkjuleiðtogar leiða verk kirkjunnar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ég geng með þérBarnasöngbókin, 78.

Bæta kennslu okkar

Teiknið mynd. Myndir geta hjálpað fjölskyldumeðlimum að sjá fyrir sér kenningar og frásagnir ritninganna. Þið gætuð boðið fjölskyldumeðlimum að teikna myndir af því sem þið lesið, svo sem sýn Péturs í Postulasögunni 10.

Ljósmynd
Pétur og Kornelíus

Upplifanir Péturs og Kornelíusar sýna að „Guð fer ekki í manngreinarálit“ (Postulasagan 10:34).