Nýja testamentið 2023
3.–9. júlí. Postulasagan 1–5: „Þér munuð verða vottar mínir“


„3.–9. júlí. Postulasagan 1–5: ‚Þér munuð verða vottar mínir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„3.–9. júlí. Postulasagan 1–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
fjöldi fólks á árbakka og skírður í á

Hvítasunnudagur, eftir Sidney King

3.–-9. júlí

Postulasagan 1–5

„Þér munuð verða vottar mínir“

Þegar þið lesið Postulasöguna 1–5, getur heilagur andi innblásið ykkur til að finna sannleika sem á við um líf ykkar. Skráið vers sem vekja áhuga ykkar og leitið tækifæra til að miðla því sem þið lærið.

Skráið hughrif ykkar

Hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur hugsunum og tilfinningum Péturs, er hann og hinir postularnir „störðu til himins“ á eftir Jesú stíga upp til föður síns? (Postulasagan 1:10). Kirkjan, sem sonur Guðs lagði grunn að, var nú í höndum Péturs. Það verk að „[kenna öllum þjóðum]“ var nú á ábyrgð hans (Matteus 28:19). Við finnum þó engar vísbendingar í Postulasögunni um að hann hafi fundið til vanmáttar eða ótta. Það sem við finnum eru dæmi um hugdjarfan vitnisburð og trúarumbreytingu, undursamlega lækningu, andlegar staðfestingar og merkilegan vöxt kirkjunnar. Þetta var enn kirkja frelsarans, leidd af honum. Þótt Postulasagan sé í raun saga postulanna, þá gæti hún í raun líka verið saga Jesús Krists fyrir milligöngu postula hans. Pétur naut leiðsagnar og úthellingar andans og var ekki lengur hinn ómenntaði fiskimaður sem Jesús fann á ströndu Galelíuvatns. Hann var ekki heldur lengur hinn hræddi maður sem nokkrum vikum áður hafði grátið beisklega yfir að hafa neitað að kannast við Jesú frá Nasaret.

Í Postulasögunni munið þið lesa áhrifamiklar yfirlýsingar um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Þið munið líka sjá hvernig fagnaðarerindið getur breytt fólki – þar á meðal ykkur – í þá hugdjörfu lærisveina sem Guð veit að það getur orðið að.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Postulasagan 1:1–8, 15–26; 2:1–42; 4:1–13, 31–33

Jesús Kristur leiðir kirkju sína með heilögum anda.

Postulasagan greinir frá því starfi postulanna að koma kirkju Jesú Krists á fót eftir uppstigningu frelsarans. Þótt Jesús Kristur væri ekki lengur á jörðinni, þá leiddi hann kirkjuna með opinberun fyrir tilstilli heilags anda. Íhugið hvernig heilagur andi leiddi hina nýju leiðtoga kirkju Krists er þið lesið og kannið eftirfarandi ritningarhluta: Postulasagan 1:1–8, 15–26; 2:1–42; 4:1–13, 31–33.

Sem meðlimir kirkju Krists á okkar tíma, þá hefur hvert okkar þá ábyrgð að taka þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar – að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, annast hina þurfandi, bjóða öðrum að koma til Krists og sameina fjölskyldur að eilífu (sjá General Handbook [Almenn handbók]1.2). Hvað lærið þið af þessum fornu postulum um það hvernig þið getið reitt ykkur á að heilagur andi leiði starf ykkar?

Sjá Leiðarvísi að ritningunum, „Heilagur andi.“

Postulasagan 2:36–47; 3:12–21

Reglur og helgiathafnir fagnaðarerindisins hjálpa mér að koma til Krists.

Hafið þið einhvern tíma fundið „sem stungið væri í hjörtu [ykkar],“ eins og Gyðingarnir á hvítasunnudeginum? (Postulasagan 2:37). Kannski hafið þið gert eitthvað sem þið sjáið eftir eða viljið kannski bara breyta lífi ykkar. Hvað ættuð þið að gera þegar þið hafið slíkar tilfinningar? Leiðsögn Péturs til Gyðinga má finna í Postulasögunni 2:38. Gætið að því hvernig frumreglur og helgiathafnir fagnaðarerindisins (þar með talið trú, iðrun, skírn og gjöf heilags anda – eða það sem stundum er vísað til sem kenningu Krists) höfðu áhrif á þessa trúskiptinga, eins og skráð er í Postulasögunni 2:37–47.

Þið gætuð þegar hafa látið skírast og meðtekið gjöf heilags anda – svo hvernig haldið þið áfram að tileinka ykkur kenningu Krists? Íhugið þessi orð öldungs Dales G. Renlund: „Við getum orðið fullkomin með því að iðka endurtekið … trú á [Krist], iðrast, meðtaka sakramentið til endurnýjunar sáttmála okkar og blessana skírnarinnar og taka á móti heilögum anda í auknum mæli sem stöðugum förunaut okkar. Er við gerum svo, þá verðum við líkari Kristi og getum staðist allt til enda, með öllu sem því fylgir“ („Síðari daga heilagir haldið áfram að reyna,“ aðalráðstefna, apríl 2015).

Postulasagan 3:19–21

Hvað er átt við með „endurlífgunartíma“ og þegar Guð „endurreisir alla hluti“?

„Endurlífgunartími“ er þúsund ára ríkið, þegar Jesús Kristur mun koma aftur á jörðina. „Endurreisn allra hluta“ er endurreisn fagnaðarerindisins, sem býr heiminn undir þúsund ára ríkið.

Postulasagan 3; 4:1–31; 5:12–42

Lærisveinum Jesú Krists er gefinn máttur til að framkvæma kraftaverk í hans nafni.

Lamaði maðurinn vonaðist eftir peningum frá þeim sem komu til musterisins. Þjónar Drottins buðu honum þó miklu meira. Þegar þið lesið Postulasöguna 3; 4:1–31 og 5:12–42, íhugið þá hvernig kraftaverkið sem fylgdi í kjölfarið hafði áhrif á þessa einstaklinga:

  • Lamaða manninn

  • Pétur og Jóhannes

  • Vitnin við musterið

  • Æðstu prestana og valdhafana

  • Aðra heilaga

Ljósmynd
Pétur læknar mann

Það sem ég hef gef ég þér, eftir Walter Rane

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Postulasagan 1:21–26.Lestur Postulasögunnar 1:21–26 getur hjálpað ykkur og fjölskyldu ykkar að ræða þær blessanir sem hljótast af því að hafa postula á jörðu á okkar tíma. Fjölskyldumeðlimir gætu sagt frá því hvernig þeir hlutu vitnisburð um að postular og spámenn okkar tíma séu kallaðir af Guði. Af hverju er mikilvægt að hafa slíkan vitnisburð?

Postulasagan 2:37.Hver er merking orðtaksins „sem stungið væri í hjörtu þeirra“? Hvenær höfum við fundið eitthvað álíka þessu? Af hverju er mikilvægt að segja: „Hvað eigum við að gera,“ þegar við höfum slíkar tilfinningar?

Postulasagan 3:1–10.Fjölskylda ykkar gæti notið þess að leika frásögnina í þessum versum. Þið gætuð líka þess í stað horft á myndbandið „Peter and John Heal a Man Crippled Since Birth [Pétur og Jóhannes lækna mann fatlaðan frá fæðingu]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvernig var maðurinn við musterið blessaður öðruvísi en hann hafði vænst? Hvernig höfum við séð blessanir himnesks föður hljótast okkur á óvæntan hátt?

Postulasagan 3:12–26; 4:1–21; 5:12–42.Hvað hrífur ykkur varðandi trúfesti Péturs og Jóhannesar? (sjá einnig myndbandið „Peter Preaches and Is Arrested [Pétur prédikar og er handtekinn]“ á ChurchofJesusChrist.org). Hvernig getum við verið hugdjörf í vitnisburði okkar um Jesú Krist? Íhugið að hjálpa yngri börnum að æfa sig í því að miðla vitnisburði sínum.

Postulasagan 4:315:4.Hvernig getum við hjálpað fjölskyldu okkar, deild eða samfélagi, að verða meira eins og greint er frá í Postulasagan 4:31–37? Hver er merking þess að vera „eitt hjarta og ein sál“? Hvernig „[drögum við stundum undan]“ framlagi okkar? Af hverju er það eins og að „[ljúga að Guði]“? (Postulasagan 5:2, 4). Hvernig hefur óheiðarleiki áhrif á okkur andlega?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Heilagur andi,“ Barnasöngbókin, nr. 56.

Bæta kennslu okkar

Veljið efni. Látið fjölskyldumeðlimi skiptast á við að velja efni í Postulasögunni 1–5, sem fjölskyldan lærir saman.

Ljósmynd
Postular með tveimur englum sem benda til himins

Uppstigningin, eftir Harry Anderson