Kenning og sáttmálar 2021
6.–12. september. Kenning og sáttmálar 98–101: „Hald ró yðar og vitið að ég er Guð“


„6.–12. september Kenning og sáttmálar 98–101: ,Hald ró yðar og vitið að ég er Guð,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„6.–12. september Kenning og sáttmálar 98–101,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Heilagir á hlaupum undan múgi

C. C. A. Christensen (1831–1912), Heilagir hraktir frá Jackson-sýslu, Missouri, um 1878, temperalitur á mússulíni, 77 ¼ × 113 tommur. Listasafn Brigham Young háskóla, gjöf frá barnabörnum C. C. A. Christensen, 1970

6.–12. september

Kenning og sáttmálar 98–101

„Hald ró yðar og vitið að ég er Guð“

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 98–101, gætið þá að hugsunum og hughrifum sem berast. Hvernig gæti það að breyta samkvæmt þeim hjálpað ykkur að verða þær manneskjur sem Guð vill að þið séuð?

Skráið hughrif ykkar

Á áratugnum 1830 var Independence, Missouri, hinum heilögu hið fyrirheitna land. Það var „miðpunktur“ Síonar (sjá Kenning og sáttmálar 57:3) – borg Guðs á jörðu – sem þeir færðu miklar fórnir við að byggja. Samansöfnun heilagra þar, var þeim hrífandi dýrðlegur aðdragandi að síðari komunni. Nágrannar þeirra litu þó hlutina öðrum augum. Þeir voru ósáttir yfir þeirri staðhæfingu að Guð hefði gefið hinum heilögu landið og órótt yfir þeirri stjórnmálalegu, efnahagslegu og félagslegu þróun sem fylgdi því að svo margir af framandi trú flyttust svo fljótt á svæðið. Áhyggjur urðu brátt að hótunum og hótanir að ofsóknum og ofbeldi. Í júlí árið 1833 var prentsmiðja kirkjunnar eyðilögð og í nóvember neyddust hinir heilögu til að yfirgefa heimili sín í Jackson-sýslu, Missouri.

Joseph Smith var næstum því 1300 km (800 mílur) í burtu í Kirtland og fréttirnar voru margar vikur að berast til hans. Drottinn vissi þó hvað var að gerast og opinberaði spámanni sínum reglur friðar og hvatningar, sem yrðu hinum heilögu huggunarríkar – reglur, sem geta líka verið okkur gagnlegar frammi fyrir ofsóknum, þegar réttlátar þrár eru óuppfylltar eða við þurfum áminningu um að daglegar þrengingar verði endanlega „[okkur] í heild … til góðs“ (Kenning og sáttmálar 98:3).

Sjá Saints [Heilagir], 1:171–93; „Waiting for the Word of the Lord [Beðið eftir orði Drottins],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 196–201.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 98; 1–3, 11–14; 101:1–16

Raunir mínar geta í heild orðið mér til góðs.

Sumar þrengingar lífsins eru afleiðing eigin ákvarðana. Aðrar eru af völdum ákvarðana annarra. Stundum er þó engum um að kenna – slæmir hlutir gerast einfaldlega. Sama hver orsökin er, þá getur mótlæti hjálpað við að uppfylla guðlegan tilgang. Hvað finnið þið þegar þið lesið það sem Drottinn sagði um erfiðleika hinna heilögu í Kenningu og sáttmálum 98:1–3, 11–14 og 101: 1–16, sem gæti gagnast ykkur í þrengingum ykkar? Hvernig geta þessi vers haft áhrif á hvernig þið takist á við áskoranir ykkar? Ígrundið hvernig raunir ykkar hafa í heild orðið ykkur til góðs og uppfyllt tilgang Guðs í lífi ykkar.

Sjá einnig 2. Nefí 2:2; Kenning og sáttmálar 90:24.

Kenning og sáttmálar 98:23–48

Drottinn vill að ég leiti friðar að hans hætti.

Hvaða reglur finnið þið í Kenningu og sáttmálum 98:23–48 sem geta gagnast ykkur þegar aðrir breyta ranglega gegn ykkur, þótt allt þar eigi ekki við um persónuleg samskipti við aðra? Gagnlegt gæti verið að merkja við orð eða setningar sem lýsa því hvernig Drottinn vildi að hinir heilögu brygðust við átökunum í Missouri.

Sjá einnig Jeffrey R. Holland, „Þjónusta sáttargjörðar,“ aðalráðstefna, október 2018.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Hluti af Kristur og ríki ungi höfðinginn, eftir Heinrich Hofmann

Kenning og sáttmálar 100

Drottinn annast þá sem þjóna honum.

Nokkrum vikum eftir að Joseph frétti af ofsóknunum í Missouri, bað nýr meðlimur kirkjunnar hann um að leggja á sig ferð til Kanada til að miðla sonum hans fagnaðarerindinu. Joseph féllst á það, þótt hann hefði áhyggjur af því að fara frá fjölskyldu sinni, einkum vegna ofsókna og hótana í garð fjölskyldu sinnar og kirkjunnar. Á leið sinni til Kanada báðu Joseph og Sidney Rigdon, ferðafélagi hans, um huggun og kafli 100 var svar Drottins til þeirra. Hvað finnið þið í svari Drottins sem gæti hafa hughreyst þá og hjálpað þeim?

Kannski hafið þið líka upplifað eitthvað sem krafðist málamiðlunar á milli kirkjuábyrgðar ykkar og áhyggjuefna vegna fjölskyldu ykkar. Hvernig gætu orð Drottins í kafla 100 hjálpað ykkur í slíkum aðstæðum?

Sjá einnig „A Mission to Canada [Trúboðsferð til Kanada],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 202–7.

Kenning og sáttmálar 101:43–65

Það verndar mig að fylgja leiðsögn Guðs.

Dæmisagan í Kenning og sáttmálar 101:43–62 var gefin til að útskýra af hverju Drottinn leyfði að hinir heilögu yrðu hraktir frá Síon. Sjáið þið einhverjar hliðstæður hjá ykkur og þjónunum í dæmisögunni, við lestur þessara versa? Þið gætuð spurt ykkur: Efast ég einhvern tíma um boðorð Guðs? Hvernig gæti skortur á trúrækni eða skuldbindingu gert „óvininum“ kleift að hafa áhrif á líf mitt? Hvernig get ég sýnt Guði að ég er „[fús] til að taka leiðsögn á réttan og sannan hátt, [mér] til sáluhjálpar“? (sjá vers 63–65).

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 98:16, 39–40.Hvað í þessum versum getur hjálpað okkur að hafa meiri frið í fjölskyldu okkar? Þið gætuð sungið sálm um frið eða fyrirgefningu, til dæmis „Ást ef heima býr“ (Sálmar, nr. 110). Ung börn gætu notið þess að fara í hlutverkaleik, þar sem þau fyrirgefa hvert öðru.

Kenning og sáttmálar 99.Þegar John Murdock var kallaður til að fara að heiman „til að boða fagnaðarerindið“ (vers 1), hafði hann rétt áður lokið eins árs erfiðu trúboði í Missouri (sjá „John Murdock‘s Missions to Missouri [Trúboð Johns Murdock til Missouri],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 87–89). Hvað finnum við í kafla 99 sem gæti hafa verið gagnlegt eða hvetjandi fyrir bróður Murdock? Hver er boðskapur Drottins fyrir okkur í þessari opinberun?

Kenning og sáttmálar 100:16; 101:3–5, 18.Eftir lestur þessara versa, gætuð þið rætt hvernig málmsmiðir verða að glóhita málm til að fjarlægja óhreinindi og síðan móta hann með því að hamra hann stöðugt til (sjá myndbandið „The Refiner‘s Fire [Hreinsandi eldur]“ á ChurchofJesusChrist.org). Þið gætuð líka lært saman hvernig aðrir hlutir eru hreinsaðir, svo sem vatn eða salt. Ef til vill gætuð þið hreinsað eða fágað eitthvað saman sem fjölskylda. Afhverju viljum við verða hrein? Hvað kenna þessi dæmi um hvernig raunir okkar geta hjálpað okkur að verða „hrein“?

Kenning og sáttmálar 101:22–36.Hvernig gætu þessi vers hafa hjálpað hinum heilögu sem tókust á við ofsóknir? Hvernig gætu þau hjálpað fólki sem er óttaslegið yfir ástandi heimsins á okkar tíma?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hjálpa mér, faðirBarnasöngbókin, 52.

Bæta persónulegt nám

Leitið að reglum. Öldungur Richard G. Scott kenndi: „Þegar þið sækist eftir andlegri þekkingu, gætið þá að lífsreglum. … Lífsreglur eru kjarnyrtur sannleikur, nýtilegur við ýmiskonar aðstæður“ („Acquiring Spiritual Knowledge,“ Ensign, nóv. 1993, 86).

Ljósmynd
múgur ofsækir heilaga

Missouri brennur, eftir Glen S. Hopkinson