Kenning og sáttmálar 2021
17.–23. maí. Kenning og sáttmálar 51–57: „Trúr, réttvís og vitur ráðsmaður”


„17.–23. maí. Kenning og sáttmálar 51–57: ,Trúr, réttvís og vitur ráðsmaður,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„17.–23. maí. Kenning og sáttmálar 51–57,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Bóndi með uxa

Fyrsta plógfarið, eftir James Taylor Harwood

17.–23. maí

Kenning og sáttmálar 51–57

„Trúr, réttvís og vitur ráðsmaður”

Ritningarnám hjálpar ykkur að greina rödd Drottins, því ritningarnar voru gefnar af honum, fyrir anda hans (sjá Kenning og sáttmálar 18:34–36).

Skráið hughrif ykkar

Hvað kirkjumeðlimi varðar á fjórða áratug nítjándu aldar, var samansöfnun og uppbygging Síonar bæði andlegt og stundlegt verk, þar sem greiða þurfti úr mörgum hagnýtum málum: Einhver þurfti að kaupa land og úthluta því hinum heilögu til landnáms. Einhver þurfti að prenta bækur og annað efni. Einhver þurfti líka að reka verslun til að sjá þeim sem voru í Síon fyrir vörum og varningi. Í opinberununum sem skráðar eru í Kenningu og sáttmálum 51–57, tilnefndi Drottinn fólk til að sjá um þessi verkefni og gaf því fyrirmæli og auðkenndi Independence, Missouri, sem „[miðpunkt]“ Síonar (Kenning og sáttmálar 57:3).

Þó að sú kunnátta að kaupa land, prenta og reka verslun sé dýrmæt í hinu stundlega verki uppbyggingar Síonar, þá kenna þessar opinberanir líka að Drottinn þráir að hans heilögu verði andlega verðugir þess að nefnast Síonarfólk. Hann býður hverju okkar að vera „trúr, réttvís og vitur ráðsmaður,” hafa sáriðrandi anda og „standa fast“ í okkar tilnefndu ábyrgð (sjá Kenning og sáttmálar 51:19; 52:15; 54:2). Ef við getum það – burt sér frá stundlegri kunnáttu okkar – getur Drottinn notað okkur við uppbyggingu Síonar og hann „mun hraða borginni á sínum tíma“ (Kenning og sáttmálar 52:43).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 51

Drottinn vill að ég sé trúr, réttvís og vitur ráðsmaður.

Ef þú hefðir verið meðlimur kirkjunnar árið 1831, gæti þér hafa verið boðið, fyrir milligöngu biskups, að lifa eftir helgunarlögmálinu með því að ánafna kirkjunni eign þína. Hann myndi þá í flestum tilvikum skila þér aftur því sem þú gafst og stundum meiru til. En það var samt ekki lengur aðeins þín eign – það heyrði undir ráðsmennsku þína.

Í dag eru verklagsreglur ólíkar, en meginreglur helgunar og ráðsmennsku eru enn mikilvægar verki Drottins. Hugleiðum þessi orð öldungs Quentins L. Cook: „Við lifum á varasömum tímum, þegar margir trúa því að við séum ekki ábyrg gagnvart Guði og að við berum enga persónulega ábyrgð á ráðsmennsku okkar sjálfra eða annarra. Margir einblína á sjálfsþóknun … [og] trúa því ekki að þeir eigi að gæta bróður síns. Í kirkjunni trúum við því engu að síður að ráðsmennska sé heilagt traust“ („Ráðsmennska – heilagt traust,“ aðalráðstefna, október 2009).

Þegar þið lesið kafla 51, hugsið þá um það sem Guð hefur falið í ykkar umsjá. Hver er merking orðanna „ráðsmaður“ (vers 19) og „helgað“ (vers 5) og hvað gefa þau í skyn hvers Guð væntir af ykkur? Hvaða reglur finnið þið í kafla 51 og í orðum öldungs Cooks sem kenna ykkur merkingu þess að vera ráðsmaður? (sjá einkum vers 9, 15–20).

Sjá einnig Matteus 25:14–30; „The Law of Consecration [Helgunarlögmálið],” myndband, ChurchofJesusChrist.org.

Kenning og sáttmálar 52:14–19

Guð gaf forskrift að því að forðast blekkingar.

Hinir fyrritíðar heilögu höfðu áhyggjur af því að láta blekkjast, þar sem svo margir héldu því fram að þeir hefðu hlotið andlegar vitranir. Hvernig gátu þeir sagt hverjum „[Guð hafði tekið] á móti“? (verse 15). Í Kenningu og sáttmálum 52:14–19, setur Drottinn fram gagnlega forskrift. Hvernig getið þið tileinkað ykkur þessa forskrift til að greina falskan boðskap í heiminum? Þið gætuð líka notað þessa forskrift til sjálfsskoðunar: Íhugið að nota orðtök úr þessum versum til að skrá spurningar eins og: „Er ég sáriðrandi í anda þegar ég tala?“

Kenning og sáttmálar 54

Ég get komið til Drottins þegar ákvarðanir annarra hafa skaðað mig.

Hópur heilagra sem leiddur var af Newel Knight, og var hluti af samansöfnunni, kom frá Colesville, New York, og þurfti stað til að búa á. Leman Copley átti stórt býli nærri Kirtland og leyfði hinum heilögu fúslega að dvelja á landi sínu. Stuttu eftir að þeir höfðu komið sér þar fyrir, brast Copley trú, braut sáttmála sinn og bauð hinum heilögu að hverfa af landi sínu (sjá Heilagir, 1:125–28).

Eins og skráð er í kafla 54, þá sagði Drottinn Newel Knight hvað hinir heilögu ættu að gera varðandi eigin aðstæður. Hvað finnið þið í þessari opinberun sem getur hjálpað ykkur þegar brostin skuldbinding eða slæmar ákvarðanir annarra hafa áhrif á ykkur?

Ljósmynd
Grænn akur

Land þess býlis í Ohio sem Leman Copley hafði lofaði kirkjunni.

Kenning og sáttmálar 56:14–20

Sælir eru hjartahreinir.

Í þessum versum talar Drottinn bæði til auðugra og fátækra; áhugavert gæti verið að bera saman leiðsögn hans til þessara beggja hópa. Hvað í þessum versum finnst ykkur eiga við um ykkur sjálf? Hvernig getur það „[etið] upp sál“ okkar að einblína á auðæfi? (vers 16). Hver er merking þess að vera „[hjartahreinn]“ (vers 18) varðandi veraldlega hluti?

Sjá einnig Jakob 2:17–21.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 51:9.Þið gætuð farið í leik sem fjölskyldan hefur gaman að og síðan rætt hvernig leikurinn hefði verið öðruvísi, ef einhver hefði svindlað. Afhverju er mikilvægt að „breyta heiðarlega“ við hvert annað? Hvernig hjálpar heiðarleiki okkur að „[verða] eitt“?

Kenning og sáttmálar 52:14–19.Þegar þið ræðið forskriftina sem greint er frá í þessum versum, gæti fjölskylda ykkar haft gaman af því að skoða aðrar nærtækari forskriftir – svo sem forskrift að fatasaumi eða föndri. Saman gætuð þið búið til eitthvað eftir forskrift, meðan þið ræðið forskrift Drottins að því að forðast blekkingar.

Kenning og sáttmálar 53:1.Íhugið að segja fjölskyldu ykkar frá upplifun þar sem þið, líkt og Sidney Gilbert, spurðuð Drottin „um köllun [ykkar].“

Kenning og sáttmálar 54:2; 57:6–7.Hver er merking þess að „standa fast“ (Kenning og sáttmálar 54:2) við það sem Guð hefur boðið ykkur að gera? Þið gætuð beðið fjölskyldumeðlimi að standa upp og nefna eitthvað sem hefur boðið þeim að gera.

Kenning og sáttmálar 55.Hvernig notaði Drottinn hæfileika Williams Phelp sem rithöfundar og prentara? (sjá t.d. sálmahöfunda í sálmabókinni, til að sjá fjölda sálma sem hann orti). Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir talað um hæfileika og eiginleika sem þeir sjá í fari hvers annars? Hvernig geta hæfileikar okkar lagt verki Guðs lið?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Gefum.“ Barnasöngbókin, 116.

Bæta persónulegt nám

Haldið námsdagbók. Ykkur gæti fundist gagnlegt að nota dagbók eða glósubók, til að skrá hugsanir, hugmyndir, spurningar eða hughrif, sem hljótast í náminu.

Ljósmynd
Meðlimir gefa Edward Partridge vörur

Partridge biskup tekur á móti helguðum vörum, eftir Albin Veselka