Kenning og sáttmálar 2021
19.–25. apríl. Kenning og sáttmálar 41–44: „Lögmál mitt til stjórnunar kirkju minni“


„19.–25. apríl. Kenning og sáttmálar 41–44: ‚Lögmál mitt til stjórnunar kirkju minni,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„19.–25. apríl. Kenning og sáttmálar 41–44,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Jesús Kristur

19.–25. apríl

Kenning og sáttmálar 41–44

„Lögmál mitt til stjórnunar kirkju minni“

„Ef þú munt spyrja,“ lofaði Drottinn, „munt þú hljóta opinberun á opinberun ofan, þekking á þekking ofan“ (Kenning og sáttmálar 42:61). Hvaða spurninga getið þið spurt til að hljóta þá opinberun sem þið þarfnist?

Skráið hughrif ykkar

Hinn hraði vöxtur kirkjunnar árin 1830 og 1831 – þá sérstaklega streymi nýrra trúskiptinga til Kirtland, Ohio – var spennandi og hvetjandi fyrir hina heilögu. Það bauð einnig upp á vissar áskoranir. Hvernig sameinar maður hraðvaxandi hóp trúaðra, sérstaklega þegar þeir koma með kenningar og hefðir fyrri trúfélaga með sér? Þegar Joseph Smith kom til Kirtland, snemma í febrúar, 1831, uppgötvaði hann t.d. að nýjir meðlimir deildu með sér sameiginlegum eigum í einlægri tilraun til að líkja eftir hinum kristnu á tímum Nýja testamentisins (sjá Postulasagan 4:32–37). Drottinn gerði mikilvægar leiðréttingar og útskýringar á þessu og öðru í opinberun sem skráð var í Kenningu og sáttmálum 42, sem hann kallaði „Lögmál mitt til stjórnunar kirkju minni“ (vers 59). Í þessari opinberun lærum við sannleika sem er grundvöllurinn að því að stofna kirkju Drottins á síðari dögum, þar á meðal mikilvægt loforð sem leggur áherslu á að ávallt sé hægt að bæta við lærdóminn: „Ef þú munt spyrja, munt þú hljóta opinberun á opinberun ofan, þekking á þekking ofan“ (Kenning og sáttmálar 42:61).

Sjá einnig Heilagir, 1:114–19.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 41

„Sá, sem tekur á móti lögmáli mínu og heldur það, hann er lærisveinn minn.“

Snemma árið 1831 voru hinir heilögu teknir að safnast saman í Ohio, óðfúsir að meðtaka það lögmál sem Guð hafði lofað að opinbera þar (sjá Kenning og sáttmálar 38:32). Drottinn kenndi þó fyrst hvernig lærisveinar hans ættu að undirbúa að meðtaka lögmál hans. Hvaða reglur finnið þið í versum 1–5 sem hefðu hjálpað hinum heilögu að meðtaka lögmál Guðs? Hvernig gætu þessar reglur hjálpað ykkur við að meðtaka leiðsögn frá honum?

Kenning og sáttmálar 42

Lögmál Guðs stjórna kirkju hans og geta stjórnað lífi okkar.

Hinir heilögu álitu opinberunina sem finna má í Kenningu og sáttmálum 42:1–72 vera eina þá mikilvægustu sem spámaðurinn hafði meðtekið. Hún var meðal þeirra fyrstu sem var gefin út, birt í tveimur dagblöðum í Ohio og var einfaldlega þekkt sem „lögmálið.“ Mörg lögmálanna í þessum kafla höfðu áður verið opinberuð af Drottni. Þó að ekki megi finna öll þau boðorð sem Drottinn vildi að hinir heilögu hlýddu í þessum kafla, þá er þess virði að hugleiða hvers vegna þessar reglur voru svo mikilvægar að endurtaka varð þær fyrir hina nýlega endurreistu kirkju.

Það gæti hjálpað ykkur að lesa kafla 42 í minni hlutum, eins og sjá má hér á eftir og bera kennsl á þær reglur sem kenndar eru í hverjum hluta fyrir sig. Þegar þið gerið það, íhugið þá hvernig lögmálið til að stjórna kirkjunni, getur einnig stjórnað persónulegu líf ykkar.

Vers 4–9, 11–17, 56–58 

Vers 18–29 

Vers 30–31 

Vers 40–42 

Vers 43–52 

Sjá einnig 3. Nefí 15:9.

Kenning og sáttmálar 42:30–42

Hvernig „[helguðu þeir eignir sínar]“ til að styðja hina fátæku?

Mikilvægur hluti lögmálsins sem opinberaður var í kafla 42 er það sem kallaðist helgunarlögmálið og ráðsmennska. Þetta lögmál kenndi hinum heilögu hvernig þeir gátu haft „allt sameiginlegt“ eins og fylgjendur Krists til forna (Postulasagan 2:44; 4. Nefí 1:3), með „[engan fátækan] meðal“ þeirra (HDP Móse 7:18). Hinir heilögu helguðu eigur sínar með því að gefa þær Drottni, fyrir milligöngu biskupsins (sjá Kenning og sáttmálar 42:30–31). Biskupinn skilaði tilbaka því sem þeir þörfnuðust (sjá vers 32) – vanalega því sem þeir höfðu helgað og meiru til. Meðlimir gáfu afgang sinn til að aðstoða hina fátæku (sjá vers 33–34). Þetta lögmál var hinum heilögu mikil blessun, sérstaklega þeim sem höfðu yfirgefið allt til að koma til Ohio. Margir heilagir voru örlátir í gjöfum sínum.

Þó að þessu sé öðruvísi farið í dag, þá lifa Síðari daga heilagir enn eftir helgunarlögmálinu. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 42:30–42, íhugið þá hvernig þið getið helgað það sem Guð hefur gefið ykkur til að byggja upp ríki hans og til blessunar hinum þurfandi.

Sjá einnig Linda K. Burton, „Gestur var ég,“ aðalráðstefna apríl 2016; „The law [Lögmálið],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 93–95, history.ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
Kristur og ríki ungi höfðinginn

Kristur og ríki ungi höfðinginn, eftir Heinrich Hofmann

Kenning og sáttmálar 42:61, 65–68; 43:1–16

Guð veitir opinberun til að leiða kirkju sína.

Ímyndið ykkur að þið séuð að ræða við nýjan meðlim kirkjunnar sem hrífst af því að vita að kirkjunni sé stjórnað með opinberun. Hvernig getið þið notað Kenningu og sáttmála 43:1–16 til að útskýra þá aðferð sem Drottinn notar til að stjórna kirkju sinni með spámanni sínum? Hvernig getið þið notað Kenningu og sáttmála 42:61, 65–68 til að kenna hvernig persónuleg opinberun hlýst?

Sjá einnig „All Things Must Be Done in Order [Allt skal gjört með reglu],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 50–53, history.ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 41:1–5.Hver eru nokkur dæmi um landslög og hvernig nýtast þau okkur? Hvernig blessa lögmál og boðorð himnesks föður okkur? Fjölskyldumeðlimir gætu teiknað myndir af sér sjálfum við að hlýða lögmálum Guðs.

Kenning og sáttmálar 42:45, 88.Hvað myndi hjálpa fjölskyldu ykkar við að „búa saman í kærleika“? (sjá einnig Mósía 4:14–15). Hugleiðið að skrifa eða segja eitthvað jákvætt um hvert annað eða að syngja sálm um kærleika innan fjölskyldunnar, eins og „Ást ef heima býr“ (Sálmar, nr 110).

Kenning og sáttmálar 42:61.Þið gætuð kannski lesið þetta vers er þið raðið saman púsluspili. Notið púsluspilið til að kenna hvernig Guð opinberar leyndardóma sína – „opinberun á opinberun ofan, þekking á þekking ofan.“ Fjölskyldumeðlimir gætu sagt frá því hvernig Guð hefur opinberað þeim sannleika, örlitlu hér og örlitlu þar.

Kenning og sáttmálar 43:25.Ef til vill er eitthvað sem fjölskylda ykkar getur notað til að búa til hljóð þrumuveðurs sem inngang að umræðu fyrir vers 25. Hvernig getur rödd Drottins verið sem „þrumuraust“? Kannið versið saman og gætið að því hvernig Drottinn getur kallað okkur til iðrunar. Hvernig getum við verið móttækilegri fyrir rödd Drottins?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ég fylgi áformi Guðs,“ Barnasöngbókin, 86; sjá „Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldu ykkar.“

Bæta kennslu okkar

Rækta kærleiksríkt andrúmsloft. Viðmót og framkoma fjölskyldumeðlima gagnvart hver öðrum getur haft djúpstæð áhrif á andann á heimili ykkar. Hjálpið öllum fjölskyldumeðlimum að leggja sitt af mörkum við að rækta kærleiksríkt, virðingarfullt heimili, svo öllum finnist óhætt að miðla upplifunum, spurningum og vitnisburðum. (Sjá Teaching in the Savior’s Way, 15.)

Ljósmynd
Joseph Smith prédikar

Joseph Smith prédikar í Nauvoo, eftir Sam Lawlor