2010–2019
„Gestur var ég“
Apríl 2016


„Gestur var ég“

Með bæn í huga ættuð þið að ákveða hvað þið getið gert – í samræmi við tíma ykkar og aðstæður – til að þjóna flóttamönnum sem búa í samfélagi ykkar.

Daginn sem Líknarfélagið var stofnsett sagði Emma Smith: „Við ætlum að gera nokkuð einstakt. … Við eigum von á sérstökum tilefnum og brýnum erindum.“1 Þessi brýnu erindi og sérstöku tilefni sýndu sig ítrekað þá – eins og núna.

Eitt slíkt gerðist á aðalráðstefnunni í október 1856 er Brigham Young forseti tilkynnti söfnuðinum að landnemar með handvagna væru enn á leiðinni og að það væri orðið seint liðið á árið. Hann lýsti yfir: „Trú ykkar, trúarbrögð og trúarjátning munu aldrei bjarga einni af sálum ykkar í himnesku ríki Guðs okkar, nema að þið framkvæmið slíkar meginreglur sem ég nú kenni ykkur. Farið og sækið þetta fólk sem nú er á sléttunum, og gætið vandlega þeirra hluta sem við köllum stundlega, … að öðrum kosti er trú ykkar til einskis.“2

Við minnumst þeirra manna með þakklæti og aðdáun, sem lögðu af stað til að bjarga þessum þjáðu heilögu. Hvað gerðu þá systurnar?

„Systir [Lucy Meserve] Smith ritaði … að eftir hvatningu Young forseta tóku viðstaddir til hendinni. … Konurnar ‚[fjarlægðu] millipils sín [stór undirpils sem voru hluti af tísku þess tíma og sem veittu einnig hlýju), sokka og allt sem þær gátu verið án, þarna í [gömlu] Tjaldbúðinni og hlóðu [þeim] í vagnana til að senda til hinna heilögu í fjöllunum.‘“3

Nokkrum vikum seinna safnaði Brigham Young forseti hinum heilögu aftur saman í Tjaldbúðinni, er björgunarliðið og handvagnahóparnir nálguðust Salt Lake borg. Af mikilli nauðsyn, brýndi hann fyrir hinum heilögu – sérstaklega systrunum – að hjúkra hinum þjáðu, fæða þá og annast og sagði: „Sumir eru kalnir upp að ökklum; aðrir eru kalnir upp að hnjám og enn aðrir eru kalnir á höndum. … Við biðjum ykkur að annast þau sem ykkar eigin börn og berið til þeirra sömu tilfinningar.“4

Lucy Meserve Smith skrifaði einnig:

„Við gerðum allt sem við gátum, með aðstoð góðra bræðra og systra, til að hugga hina þurfandi. … Þeir höfðu kalið illa á höndum og fótum. … Við hættum ekki vinnu okkar fyrr en öllum var farið að líða vel. …

Ég hef aldrei verið sáttari, né fundið til meiri vinnugleði við neitt annað sem ég hef gert í lífi mínu, slík samhryggð var þar ríkjandi. …

Hvað kemur næst fyrir viljugar hendur að gera?“5

Ástkæru systur, það væri hægt að líkja þessari frásögn við okkar tíma og þá sem þjást um allan heim. Annað „sérstakt tilefni“ snertir hjörtu okkar.

Ljósmynd
Tjöld í flóttamannabúðum
Ljósmynd
Börn í flóttamannabúðum
Ljósmynd
Konur í flóttamannabúðum
Ljósmynd
Fjölskylda í flóttamannabúðum
Ljósmynd
Hjálparstarfsmaður umkringdur börnum í flóttamannabúðum
Ljósmynd
Flóttamannafjölskyldu heilsað
Ljósmynd
Hjálparstarfsmaður býður flóttamann velkominn

„Það eru meira en 60 milljón flóttamenn í heiminum, þar með taldir þeir sem hafa verið hraktir frá heimilum sínum með valdi. Helmingur þeirra eru börn.6 Þessir einstaklingar hafa reynt gífurlegt mótlæti og eru að hefja nýtt líf … í nýjum löndum og menningum. Þó að það séu [stundum] samtök sem hjálpa þeim með samastað og grunn-nauðsynjar, þá þarfnast þau vinar og bandamanns, sem getur hjálpað þeim að [aðlagast] nýju heimili sínu, einhvers sem getur aðstoðað þau við að læra tungumálið, skilja kerfið og hjálpa þeim að tengja við samfélagið.“7

Ljósmynd
Yvette Bugingo

Síðasta sumar hitti ég systur Yvette Bugingo sem flúði frá einum stað til annars þegar hún var 11 ára gömul, eftir að faðir hennar hafði verið myrtur og þrír bræðra hennar höfðu horfið í stríðshrjáðum hluta heimsins. Yvette og fjölskylda hennar bjuggu síðan í sex og hálft ár sem flóttamenn í nágrannalandi, þar til þau gátu flutt í varanlegt húsnæði, þar sem þau voru blessuð með umhyggjusömum hjónum sem aðstoðuðu þau við samgöngur, skólamál og aðra hluti. Hún sagði að þau „væru í raun svar við bænum okkar“8Yndisleg móðir hennar og dásamleg systir eru hér með okkur í kvöld, syngjandi í kórnum. Ég hef oft velt því fyrir mér síðan ég hitti þessar ljúfu konur, „hvað ef þeirra saga væri mín saga?”

Sem systur þá fyllum við af meira en helming vöruhúss Drottins í hjálp við börn himnesks föður. Vöruhús hans er ekki einungis fullt af vörum heldur einnig tíma, hæfileikum, kunnáttu og guðdómlegu eðli okkar. Systir Rosemary M. Wixom kenndi: „Hið guðlega eðli innra með okkur tendrar þrá til að hjálpa öðrum í verki.“9

Russell M. Nelson forseti höfðaði til okkar guðlega eðlis og sagði:

„Við þörfnumst kvenna sem vita hvernig þær eiga að láta mikilvæga hluti gerast með trú sinni og sem eru hugrakkir verndarar siðferðis og fjölskyldunnar í þessum synda-sjúka heimi … ; kvenna sem vita hvernig á að kalla á krafta himins til að vernda og styrkja börn og fjölskyldur. …

… Giftar eða einhleypar, þá búið þið yfir sérstökum hæfileikum og einstöku innsæi sem þið hafið fengið að gjöf frá Guði. Við bræðurnir getum ekki hermt eftir ykkar einstæðu áhrifum.“10

Bréf frá Æðsta forsætisráðuneytinu sem sent var til kirkjunnar 27. október 2015, tjáði mikla umhyggju og samúð gagnvart þeim milljónum manna sem hafa flúið heimili sín til að leita aðstoðar undan ófriði og öðrum þrengingum. Æðsta forsætisráðið bauð einstaklingum, fjölskyldum og kirkjueiningum að taka þátt í kristilegri þjónustu með flóttamannahjálp svæðisins og að leggja til í mannúðarsjóð kirkjunnar, þar sem þess er þörf.

Aðalforsætisráð Líknarfélagsins, Stúlknafélagsins og Barnafélagsins hafa íhugað hvernig hægt væri að svara þessu kalli Æðsta forsætisráðsins. Við vitum að þið, ástkæru systur okkar á öllum aldri, komið úr öllum stéttum þjóðfélagsins og búið við mismunandi aðstæður. Hver meðlimur þessa alheimssystrafélags gerðum sáttmála við skírn um að „hugga þá sem huggunar þarfnast.“11Við verðum hins vegar að muna að engin okkar ætti að hlaupa hraðar en styrkur okkar leyfir.12

Með þennan sannleik í huga, þá höfum við sett á stofn hjálparstarf sem kallast „Gestur var ég.“ Það er von okkar að þið munið ákveða hvað þið getið gert, með bæn í huga, – í samræmi við tíma ykkar og aðstæður – til að þjóna flóttamönnum sem búa í nágrenni ykkar og samfélagi. Þetta er tækifæri til að veita persónulega þjónustu sem fjölskyldur og samtök, til að bjóða fram vináttu, stuðning og aðra kristilega aðstoð og er ein af mörgum leiðum sem systur geta hjálpað til.

Með bæn í huga ættuð þið að beita ráði Benjamíns konungs í starfi ykkar, sem hann veitti fólki sínu eftir að hann hvatti þau til að annast þá sem væru í þörf: „Og sjáið um, að allt þetta sé gjört með visku og reglu.“13

Systur, við vitum að það að aðstoða aðra af kærleika er Drottni mikilvægt. Íhugið eftirfarandi ábendingar úr ritningunum:

„Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig.“14

„Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita.“15

Frelsarinn sagði einnig:

„Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,

nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín.“16

Ljósmynd
Eyrir ekkjunnar

Frelsarinn meðtók framlag ekkjunnar af kærleik þó það væru aðeins tveir smápeningar, því hún lagði fram allt sem hún gat.17Hann sagði einnig dæmisöguna um miskunnsama Samverjann, og endaði með því að segja „Far þú og gjör hið sama.“18 Stundum er óhentugt að aðstoða. Þegar við, hinsvegar, vinnum saman í kærleika og einingu þá getum við vænst hjálpar að ofan.

Við útför einstakrar dóttur Guðs þá deildi því einhver að þessi systir hefði unnið með öðrum í stiku hennar, sem Líknarfélagsforseti, við að gefa teppi sem gátu veitt hlýju, þeim sem þjáðust í Kosovo á tíunda áratuginum. Einnig, verandi sá Samverji sem hún var, þá fór hún úr vegi til gera meira er hún og dóttir hennar óku vörubíl, fullum af þessum teppum, frá London til Kosovo. Á leið hennar heim fékk hún mjög sterka tilfinningu sem snerti hjarta hennar djúpt. Tilfinningin var þessi: „Það sem þú hefur gert er góður hlutur. Farðu nú heim, gakktu yfir götuna og þjónaðu nágranna þínum!“19

Í jarðaförinni var fullt af fleiri hvetjandi sögum af því hvernig þessi trúfasta kona hafi borið kennsl á og svaraði sérstökum og brýnu erindum, og einnig venjulegum tilefnum, þeirra sem voru innan áhrifasvæðis hennar. Til dæmis þá opnaði hún heimili sitt og hjarta fyrir ungu fólki sem átti í erfiðleikum, hvenær sem var dags og nætur.

Kæru systur, við getum verið fullvissar að fá aðstoð himnesks föður er við förum á hnéin og biðjum um himneska hjálp til að blessa börn hans. Himneskur faðir, frelsari okkar, Jesús Kristur og heilagur andi eru reiðubúnir að aðstoða.

Henry B. Eyring forseti bar áhrifaríkan vitnisburð sinn fyrir konurnar í kirkjunni.

„Himneskur faðir heyrir bænir ykkar og svarar þeim varðandi leiðbeiningu og hjálp til að standast í þjónustu ykkar.

Heilgur andi er sendur ykkur og þeim sem þið annist. Þið munuð hljóta styrk og einnig innblástur til að þekkja takmörk og umfang það sem þið hafið til að þjóna. Andinn mun hughreysta ykkur þegar þið spyrjið: „Gerði ég nægilega mikið?“20

Er við íhugum „brýn erindi“þeirra sem þarfnast aðstoðar okkar, spyrjum okkur sjálfar: „Hvað ef þeirra saga væri mín saga?“ Megum við leita leiðsagnar, bregðast við þeim innblæstri sem hljótum og veita aðstoð í einingu, til hjálpar þeim sem eru þurfandi, á þann hátt sem við getum og finnum okkar knúnar til að gera. Kannski verður þá hægt að segja um okkur, eins og frelsarinn sagði um kærleiksríka systur sem þjónaði honum: „Gott verk gjörði hún mér. … Hún gjörði það sem í hennar valdi stóð.“21 Það kalla ég stórkostlegt! Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Emma Smith, í Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society (2011), 14.

  2. Brigham Young, í Daughters in My Kingdom, 36.

  3. Daughters in My Kingdom, 36–37.

  4. Brigham Young, í James E. Faust, „Go Bring Them in from the Plains,“ Liahona, nóv. 1997, 7; sjá einnig LeRoy R. og Ann W. Hafen, Handcarts to Zion: The Story of a Unique Western Migration 1856–1860 (1960), 139.

  5. Lucy Meserve Smith, í Jill Mulvay Derr og fleiri, The First Fifty Years of Relief Society: Key Documents in Latter-day Saint Women’s History (2016), 217, 218, stafsetningu breytt; sjá einnig Daughters in My Kingdom, 37.

  6. Sjá „Facts and Figures about Refugees,“ unhcr.org.uk/about-us/key-facts-and-figures.html.

  7. 40 Ways to Help Refugees in Your Community,“ 9. sept. 2015, mormonchannel.org.

  8. Tölvupóstur frá Yvette Bugingo, 12. mars 2016.

  9. Rosemary M. Wixom, „Discovering the Divinity Within,“ Liahona, nóv. 2015, 8. Emily Woodmansee, ein þeirra sem bjargað var árið 1856 frá Willy handvagnaflokknum, lýsti guðdómlegri náttúru á þennan hátt (með smá breytingum frá mér):

    The errand of angels is given to women;

    And this is a gift that, as sisters, we claim:

    To do whatsoever is gentle and [Christlike],

    To cheer and to bless in [the Savior’s] name. („As Sisters in Zion,“ Hymns, nr. 309)

  10. Russell M. Nelson, „A Plea to My Sisters,“Liahona, nóv. 2015, 96, 97.

  11. Mósía 18:9.

  12. Sjá Mósía 4:27.

  13. Mósía 4:27.

  14. 3 Mós 19:34.

  15. Hebr 13:2.

  16. Matt 25:35–36.

  17. Sjá Lúk 21:1–4.

  18. Lúk 10:37.

  19. Ræða flutt við jarðarför Rosemary Curtis Neider, jan. 2015.

  20. Henry B. Eyring, „The Caregiver,“Liahona, nóv. 2012, 124.

  21. Mark 14:6, 8.