Kenning og sáttmálar 2021
15.–21. febrúar. Kenning og sáttmálar 14–17: „Standa sem vitni“


„15.–21. febrúar. Kenning og sáttmálar 14–17: ,Standa sem vitni,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„15.–21. febrúar. Kenning og sáttmálar 14–17,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Joseph Smith og vitnin þrjú krjúpa í bæn

15.–21. febrúar

Kenning og sáttmálar 14–17

„Standa sem vitni“

Fjölskylda og vinir Josephs Smith báðu hann stundum að leita eftir opinberun um hvað Guð vildi að þau gerðu. Þegar þið lesið þessar opinberanir, ígrundið þá leiðsögn Guðs fyrir ykkur.

Skráið hughrif ykkar

Þótt þýðingarstarfinu miðaði vel áfram, urðu aðstæður í Harmony erfiðari fyrir Joseph, Emmu og Oliver í maí 1829. Illvilji nágranna fór vaxandi og stuðningur fjölskyldu Emmu fór dvínandi. Oliver, sem fannst ekki öruggt lengur í Harmony, hafði samband við vin nokkurn sem hafði sýnt verki Josephs áhuga: David Whitmer. David bjó hjá foreldrum sínum og systkinum í Fayette, New York, í um 170 kílómetra fjarlægð. Hann hafði hitt Oliver ári áður og Oliver hafði skrifað honum nokkur bréf frá þeim viðkynnum og miðlað upplifunum sínum í samstafi sínu við spámanninn. Hvorki David, né nokkur í fjölskyldu hans, höfðu áður hitt Joseph. Þegar Oliver spurði hvort hann og Joseph gætu flutt sig yfir til heimilis Whitmers-fjölskyldunnar til að ljúka þýðingu Mormónsbókar, var fjölskyldan fús til að ljúka upp dyrum sínum. Drottinn ætlaði Whitmers-fjölskyldunni stærra hlutverk en einungis að hýsa spámanninn. Hann færði þeim sérstaka leiðsögn sem finna má í Kenningu og sáttmálum 14–17 og með tímanum áttu þau eftir að verða ein af fyrstu fjölskyldum kirkjunnar og vitni að framsetningu endurreisnarinnar.

Ef þið viljið vita meira um Whitmer-fjölskylduna, sjá þá Heilagir, 1:68–71.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 14

Ég get tekið þátt í „[hinu mikla og undursamlega verki]“ Guðs.

Þegar David Whitmer kynntist Smith var hann ungur maður sem helgaði sig starfinu á býli fjölskyldunnar. Drottinn hafði þó annað starf í huga fyrir David – þótt það væri að nokkru líkt bústörfum. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 14:1–4, veitið þá athygli hvernig Drottinn líkir verki sínu við verkið sem David var kunnugur. Hvað lærið þið um verk Drottins af þessum samanburði?

Hvernig getið þið „[beitt] sigð [ykkar]“? (vers 4). Gætið að gefnum loforðum í þessum kafla til þeirra sem „[leitast] við að tryggja og efla … Síon“ (vers 6).

Kenning og sáttmálar 14:2

Orð Guðs er „lifandi og kröftugt.“

Drottinn líkti orði sínu við „tvíeggjað sverð“ (Kenning og sáttmálar 14:2). Hvað finnst ykkur þessi samanburður segja um orð Guðs? Hvernig er orð hans t.d. lifandi, kröftugt og beitt? Hvernig hafið þið upplifað kraft orðs Guðs?

Ígrundið hvernig Guð lýsir orði sínu á annan hátt. Hvað lærið þið t.d. af samlíkingunum í eftirtöldum versum um orð Guðs?

Sálmar 119:105 

Jesaja 55:10–11 

Matteus 4:4 

1. Nefí 15:23–24 

Alma 32:28 

Ljósmynd
Sverð á ritningum

Drottinn líkti orði sínu við sverð.

Kenning og sáttmálar 14:7

Eilíft líf er „er mest allra gjafa Guðs.“

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 14:7, ígrundið þá afhverju eilíft líf er „gjöf mest allra gjafa Guðs.“ Þessi upplýsandi orð Russell M. Nelson forseta gætu hjálpað: „Í hinni miklu sæluáætlun Guðs geta fjölskyldur innsiglast í musterum og búið sig undir að dvelja í hans heilögu návist til eilífðar. Það er eilíft líf!“ („Guði sé þökk,“ aðalráðstefna apríl 2012).

Íhugið að bæta gagntilvísun við vers 7 sem getur hjálpað ykkur að skilja meira um hið eilífa líf (sjá „Eilíft líf“ í Leiðarvísi að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=isl). Hvað lærið þið sem innblæs ykkur til að keppa að eilífu lífi?

Kenning og sáttmálar 15–16

Að leiða sálir til Krists, er mikils virði.

John og Peter Whitmer vildu báðir vita hvað „yrði [þeim] mest virði“ í lífinu (Kenning og sáttmálar 15:4; 16:4). Hafið þið einhvern tíma hugleitt þetta hvað ykkur sjálf varðar? Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 15–16, ígrundið þá hvers vegna það er svo mikils virði að leiða sálir til Krists. Hvernig getið þið boðið sálum að koma til Krists?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 18:10–16.

Kenning og sáttmálar 17

Drottinn notar vitni til að staðfesta orð sitt.

Hvað er vitni? Af hverju notar Drottinn vitni í verki sínu? (sjá 2. Korintubréfið 13:1). Ígrundið þessar spurningar við lestur orða Guðs til vitnanna þriggja í Kenningu og sáttmálum 17. Það getur líka verið gagnlegt að lesa „Vitnisburður þriggja vitna“ í Mormónsbók. Hvernig hjálpa vitni við að ná fram „réttlátum tilgangi“ Guðs? (vers 4).

Vissuð þið að Mary Whitmer var líka vitni að gulltöflunum? Engillinn Moróní sýndi henni þær sem viðurkenningu fyrir þær fórnir sem hún færði meðan Joseph, Emma og Oliver dvöldu á heimili hennar (sjá Heilagir, 1:70–71). Hvað lærið þið af reynslu hennar um að vera vitni?

Sjá einnig Saints [Heilagir], 1:73–75; Ulisses Soares, „Fram koma Mormónsbókar,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 14:1–4.Hugleiðið að biðja fjölskyldu ykkar um að finna orðtök í þessum versum sem tengjast bústörfum. Af hverju gæti Drottinn líkt verki sínu við uppskeru? Hvað getum við gert til að hjálpa við verk hans?

Kenning og sáttmálar 14:2.Verkefnið fyrir þetta vers í „Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi“ sýnir nokkur ritningarvers um orð Guðs. Fjölskyldan gæti lesið þau og miðlað því sem þau lærðu. Hvernig innblása þessi vers okkur til að „gefa gaum“ að orði Guðs?

Kenning og sáttmálar 15:6; 16:6.Þessi vers gætu hvatt til umræðna um það sem fjölskyldu ykkar er mest virði (sjá einnig Kenning og sáttmálar 18:10).

Kenning og sáttmálar 17.Fjölskylda ykkar gæti haft gaman af því að teikna myndir af hverjum þeim hlut sem vitnin þrjú sáu (sjá vers 1). Þegar þið lesið kafla 17, gætið þá að orðtökum sem kenna um mikilvægi Mormónsbókar. Hvernig getum við verið vitni um Mormónsbók? Fjölskylda ykkar gæti líka horft á myndbandið „A Day for the Eternities [Dagur fyrir eilífðina]“ (ChurchofJesusChrist.org).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ég fer hvert sem vilt að ég fari,“ Sálmar, nr. 104.

Ljósmynd
Táknmynd radda endurreisnarinnar

Raddir endurreisnarinnar

Lucy Mack Smith og vitnin þrjú og vitnin átta

Engillinn Moróní sýndi Joseph Smith, Oliver Cowdery, David Whitmer og Martin Harris gulltöflurnar í skóginum nærri heimili Whitmer-fjölskyldunnar í Fayette, New York. Foreldrar Josephs voru í heimsókn hjá Whitmer-hjónunum á þessum tíma. Lucy Mack Smith, móðir Josephs, lýsti þeim áhrifum sem þessi undursamlega upplifun hafði á vitnin:

Ljósmynd
Lucy Mack Smith

„Þetta var á milli þrjú og fjögur. Frú Whitmer og herra Smith og ég sjálf sátum í svefnherbergi. Ég sat á rúmstokknum. Þegar Joseph kom inn, hlammaði hann sér niður við hlið mér. ‚Faðir! Móðir!‘ sagði hann. ,Þið vitið ekki hve glaður ég er. Drottinn sá til þess að töflurnar voru sýndar þremur öðrum, auk mín, sem líka hafa séð engil og verða að bera vitni um sannleika þess sem ég hef sagt. Því þeir vita sjálfir að ég fer ekki um og blekki fólk. Mér líður sem þungri byrði hafi verið af mér létt, sem mér var næstum um megn að bera. Þeir verða nú að bera hluta hennar og það gleður sál mína að ég þarf ekki lengur að vera algjörlega einn hér í heimi.‘ Martin Harris koma síðan inn fyrir. Hann virtist næstum yfirkominn af mikilli gleði. Hann bar síðan vitni um það sem hann hafði séð og heyrt og það gerðu hinir líka, Oliver og David. Vitnisburðir þeirra voru í aðalatriðum þeir sömu og eru í Mormónsbók. …

Martin Harris virtist einkum allsendis ómögulegt að tjá tilfinningar sínar með orðum. Hann sagði: ,Ég hef nú séð engil frá himni, sem vissulega vitnaði um sannleika alls þess sem ég hef heyrt um heimildina og ég leit hann eigin augum. Ég hef líka séð gulltöflurnar og þreifað á þeim eigin höndum og um það get ég borið öllum heiminum vitni. Ég hef sjálfur hlotið vitni sem orð fá ekki lýst, sem engin tunga fær tjáð, og ég vegsama Guð af einlægni sálar minnar, yfir að hann hefur gert mig, já jafnvel mig sjálfan, að vitni að mikilleika verks hans og fyrirætlan í þágu mannanna barna.‘ Oliver og David sameinuðust honum líka í hátíðlegri lofgjörð til Guðs, fyrir gæsku hans og miskunn. Við fórum aftur heim [til Palmyra, New York,] daginn eftir, glaðvær og kátur lítill hópur.“1

Ljósmynd
Vitnin þrjú

Andlistmyndir af Oliver Cowdery, David Whitmer og Martin Harris, eftir Lewis A. Ramsey

Lucy Mack Smith var líka viðstödd þegar vitnin átta komu aftur eftir upplifun sína:

„Eftir að þessi vitni komu aftur í húsið, birtist engillinn Joseph aftur; á þeirri stundu fól Joseph töflurnar í hans hendur. Um kvöldið höfðum við samkomu, þar sem öll vitnin báru vitni um ofangreindar staðreyndir; og allir í fjölskyldu okkar, jafnvel Don Carlos [Smith], sem aðeins var 14 ára gamall, báru vitni um sannleika síðari daga ráðstöfunar – að hún hefði þegar verið innleidd til fulls.“2

Ljósmynd
Joseph Smith sýnir vitnunum átta gulltöflurnar

Höggmynd af Joseph Smith og vitnunum átta, eftir Gary Ernest Smith

Ljósmynd
engillinn Moróní sýnir Joseph Smith, Oliver Cowdery og David Whitmer gulltöflurnar

Engillinn Moróní sýnir Joseph Smith, Oliver Cowdery og David Whitmer gulltöflurnar, eftir Gary B. Smith