Kom, fylg mér
26. október – 1. nóvember. Mormón 1–6: „Ég vildi, að ég gæti fengið [alla] til að iðrast“


„26. október – 1. nóvember. Mormón 1–6: ‚Ég vildi, að ég gæti fengið [alla] til að iðrast,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„26. október – 1. nóvember. Mormón 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Mormón ritar á gulltöflur

Mormón gerir útdrátt af töflunum, eftir Tom Lovell

26. október – 1. nóvember

Mormón 1–6

„Ég vildi, að ég gæti fengið [alla] til að iðrast“

Þegar þið lesið Mormón 1–6, ígrundið þá hvað þið lærið af fordæmi Mormóns. Skráið hvaða ykkur finnst þið hvött til að gera.

Skráið hughrif ykkar

Mormón hlífði okkur við „[fullri] frásögn“ af því hræðilega ranglæti og blóðbaði „sem blasti við augum [hans]“ meðal Nefítanna (Mormón 2:18; 5:8). Það sem hann skráði í Mormón 1–6 er þó nægjanlegt til að gera okkur ljóst hve djúpt réttlátt fólk getur fallið. Umkringdur svo útbreiddri, illsku gat enginn áfellst Mormón fyrir að þreytast og jafnvel hugfallast. Hann missti þó aldrei sjónar á hinni miklu miskunn Guðs, þrátt fyrir allt sem hann sá og upplifði, og eigin sannfæringu um að iðrun væri leiðin til að njóta hennar. Mormón var ljóst að hann þurfti að sannfæra mun fleiri áheyrendur, þótt hans eigið fólk hefði hafnað innilegu ákalli hans um iðrun. „Sjá,“ sagði hann, „ég skrifa til allra heimshluta.“ Með öðrum orðum, þá ritaði hann til ykkar (sjá Mormón 3:17–20). Þessi boðskapur hans til ykkar í dag, er sá sami og hefði getað frelsað Nefítana á þeirra tíma: „Að þér megið trúa fagnaðarerindi Jesú Krists, … iðrast og búa yður undir að standa frammi fyrir dómstóli Krists“ (Mormón 3:21–22).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Mormón 1

Ég get lifað réttlátlega, þrátt fyrir ranglætið umhverfis.

Frá fyrsta kapítula Mormóns, munið þið taka eftir miklum mun á Mormón og fólkinu umhverfis hann. Þegar þið lesið Mormón 1, íhugið þá að gera samanburð á eiginleikum og þrám Mormóns og fólks hans. Gætið að ávöxtunum sem hann uppsker og afleiðingunum sem fólkið upplifir (eitt dæmi um það er í versum 14–15). Hvað lærið þið sem hvetur ykkur til að vera réttlát í ranglátum heimi?

Þegar þið lesið Mormón 2–6, leitið þá áfram að því hvernig Mormón sýnir trú á himneskan föður og Jesú Krist, þrátt fyrir hin illu áhrif umhverfis hann.

Ljósmynd
Nefítar og Lamanítar berjast

Orrusta, eftir Jorge Cocco

Mormón 2:10–15

Guðleg sorg leiðir til sannrar og varanlegrar breytingar.

Þegar Mormón sá sorg fólks síns, vonaði hann að það myndi iðrast. En „hryggð þeirra stefndi ekki að iðrun“ (Mormón 2:13) – hún var ekki sú guðlega sorg sem leiðir til raunverulegrar breytingar (sjá 2. Korintubréfið 7:8–11). Nefítarnir fundu þess í stað til veraldlegrar sorgar (sjá Mormón 2:10–11). Íhugið að búa til töflu, til að skilja muninn á guðlegri sorg og veraldlegri sorg, þar sem þið skráið það sem þið lærið í Mormón 2:10–15 um þessa tvennskonar sorg. Taflan gæti verið nokkurn veginn svona:

Guðleg sorg

Veraldleg sorg

Guðleg sorg

Koma til Jesú (vers 14)

Veraldleg sorg

Formæltu Guði (vers 14)

Guðleg sorg

Veraldleg sorg

Guðleg sorg

Veraldleg sorg

Ígrundið það sem þið hafið lært og hvernig það getur haft áhrif á viðleitni ykkar til að sigrast á synd og verða líkari himneskum föður og frelsaranum.

Sjá einnig Dieter F. Uchtdorf, „Þú getur það núna!aðalráðstefna, október 2013.

Mormón 3:3, 9

Ég ætti ávallt að viðurkenna hönd Guðs í lífi mínu.

Mormón skráði veikleika sem hann sá í fari Nefítanna: Þeim brást að viðurkenna hvernig Drottinn hafði blessað þá. Henry B. Eyring forseti hvatti okkur „til að finna leið til að koma auga á og muna eftir góðvild Guðs. … [Biðjist fyrir og ígrundið og spyrjið]: „Sendi Guð boðskap sem var fyrir mig? [Sá ég hönd hans í lífi mínu eða barna minna?] … Ég ber vitni um að hann elskar okkur og blessar okkur, meira en flest okkar hafa enn gert sér grein fyrir“ („Ó, munið og hafið hugfast,“ aðalráðstefna, október 2007).

Þegar þið lesið Mormón 3:3, 9, gætuð þið ígrundað hvernig þið viðurkennið áhrif Guðs í lífi ykkar. Hvaða blessanir hljótið þið þegar þið viðurkennið áhrif hans? Hverjar eru afleiðingar þess að viðurkenna hann ekki? (sjá Mormón 2:26).

Mormón 5:8–24; 6:16–22

Jesús Kristur stendur með opinn faðminn til að taka á móti mér.

Nefítarnir höfnuðu kenningum Mormóns, en hann bar von um að heimild hans hefði áhrif á ykkur. Hvað lærið þið um afleiðingar syndar við lestur Mormón 5:8–24 og 6:16–22? Hvað lærið þið af þessum versum um tilfinningar himnesks föður og Jesú Krists til ykkar, jafnvel þegar þið syndgið? Á hvaða hátt hafið þið fundið Jesú Krist bjóða ykkur í opinn faðm sinn? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera sökum þess?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Mormón 1:2

Hvað felst í því að vera „skýr og árvakur“? Þið getið fundið aukinn skilning í grein öldungs Davids A. Bednar „Quick to Observe [Skýr og árvakur]“ (Ensign, des. 2006, 30–36). Hvernig var sú gjöf að vera skýr og árvakur Mormón til blessunar? Hvernig getur hún verið okkur til blessunar?

Mormón 1:1–6, 15; 2:1–2

Skilja börnin í fjölskyldu ykkar að þau geta þróað dásamlega andlega eiginleika og kraft, jafnvel þótt þau séu ung að árum? Fordæmi Mormóns gæti verið þeim gagnlegt. Íhugið að búa til tímalínu yfir ungdómsár Mormóns, með því að nota aldurinn og atburðina í Mormón 1:1–6, 15 og 2:1–2. Þegar þið ræðið eiginleika og upplifanir Mormóns, bendið þá á þá eiginleika barna ykkar sem innblæs ykkur og aðra umhverfis.

Mormón 2:18–19

Hvaða orð notaði Mormón til að lýsa veröld sinni? Hvernig viðhélt hann von, þrátt fyrir ranglætið umhverfis? Hvernig getur fjölskylda okkar gert hið sama?

Mormón 3:12

Hvað fannst Mormón um fólkið umhverfis, jafnvel þótt það væri ranglátt? Hvað getum við gert til að þróa sömu elsku og hann bjó að?

Mormón 5:2

Afhverju gætum við verið hikandi við að ákalla himneskan föður þegar við eigum erfitt? Hvað getum við gert til að treysta betur á himneskan föður?

Mormón 5:16–18

Hjálpið fjölskyldu ykkar að skilja merkingu þess að „feykjast um eins og strá fyrir vindi“ (vers 16), með því að rífa blað niður í smátt og láta fjölskyldumeðlimi blása snifsin fram og til baka. Útskýrið fyrir þeim að hismi sé hýði utan um grasfræ sem auðvelt er að blása fram og tilbaka. Hvernig er það að vera „án Krists og Guðs í heiminum“ (vers 16) eins og að vera strá í vindi?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Kennið kenninguna á skýran og einfaldan hátt. Fagnaðarerindi Drottins er fallegt í einfaldleika sínum (sjá Kenning og sáttmálar 133:57). Leggið meiri áherslu á að kenna fjölskyldu ykkar hreina og einfalda kenningu, en að reyna að hafa lexíurnar yfirgengilegar.

Ljósmynd
Mormón horfir yfir vígvöll Nefíta og Lamaníta

Hin undursamlega bók Mormóns, eftir Joseph Brickey