Kom, fylg mér 2024
4.–10. nóvember: „Ég ávarpa yður eins og væruð þér nærstaddir.“ Mormón 7–9


„4.–10. nóvember: ‚Ég ávarpa yður eins og væruð þér nærstaddir.‘ Mormón 7–9,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„4.–10. nóvember. Mormón 7–9,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Moróní ritar á gulltöflur

Moróní ritar á gulltöflur, eftir Dale Kilborn

4.–10. nóvember: „Ég ávarpa yður eins og væruð þér nærstaddir“

Mormón 7–9

Moróní vissi hvernig það var að vera einn í ranglátum heimi – einkum eftir dauða föður síns í orrustu og tortímingu Nefítanna. „Ég er aðeins einn eftir,“ ritaði hann. „Ég á hvorki vini né stað til að fara á“ (Mormón 8:3, 5). Ástandið kann að hafa virst vonlaust, en Moróní fann von í Jesú Kristi og vitnisburði sínum um að „eilífðaráform Drottins munu halda áfram“ (Mormón 8:22). Moróní vissi líka að Mormónsbók myndi gegna lykilhlutverki í þessum eilífðaráformum – heimildin sem hann var nú að ljúka við af kostgæfni, heimildin sem dag einn myndi leiða marga „til þekkingar á Kristi“ (Mormón 8:16; 9:36). Trú Morónís á þessi fyrirheit gerði honum mögulegt að lýsa yfir fyrir framtíðarlesendum þessarar bókar: „Ég ávarpa yður eins og væruð þér nærstaddir“ og „ég veit, að orð mín munu berast yður“ (Mormón 8:35; 9:30). Nú höfum við vissulega orð hans og verki Drottins er að miða áfram, að hluta vegna þess að Mormón og Moróní voru trúfastir hlutverki sínu, jafnvel þegar þeir voru einir eftir.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Mormón 7

„Trúa á Jesú Krist“ og „taka á móti fagnaðarerindi hans.“

Eftir að Mormón hafði gert útdrátt úr heimildunum, ritaði hann lokaorð sín í Mormón 7. Af hverju haldið þið að hann hafi valið þennan boðskap? Hver haldið þið að merking þess sé að „taka á móti fagnaðarerindi Krists“? (Mormón 7:8).

Sjá einnig „Trú mín er á Krist,“ Sálmar, nr. 34.

Mormón 7:8–10; 8:12–16; 9:31–37

Virði Mormónsbókar er mikið.

Russell M. Nelson forseti spurði: Ef ykkur væri boðnir demantar og rúbínar eða Mormónsbók, hvort mynduð þið velja? Af fullri hreinskilni, hvort er ykkur dýrmætara?“ („Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?,“ aðalráðstefna, október 2017).

Hvað finnið þið í Mormón 7:8–10; 8:12–22; og 9:31–37 sem hjálpar ykkur að skilja að Mormónsbók er dýrmæt fyrir okkar tíma. Af hverju eru hún dýrmæt ykkur? Þið gætuð hlotið frekari skilning í 1. Nefí 13:38–41; 2. Nefí 3:11–12; og Kenningu og sáttmálum 33:16; 42:12–13.

Ljósmynd
Eintök af Mormónsbók á mismunandi tungumálum

Ritverk spámanna Mormónsbókar er ætlað okkur.

Mormón 8:1–11

Ég get haldið boðorðin, þótt aðrir geri það ekki.

Stundum gæti ykkur fundist þið vera ein að reyna að halda boðorðin. Hvað getið þið lært af fordæmi Morónís sem gæti hjálpað ykkur? (sjá Mormón 8:1–11). Hvað haldið þið að Moróní myndi segja ef þið gætuð spurt hann að því hvernig hann hafi alltaf verið trúfastur?

Sjá einnig „All May Know the Truth: Moroni’s Promise“ (myndband), Gospel Library.

Mormón 8:26–41; 9:1–30

Mormónsbók var rituð fyrir okkar tíma.

Jesús Kristur sýndi Moróní aðstæður okkar tíma þegar Mormónsbók kæmi fram (sjá Mormón 8:34–35) sem knúði hann til að gefa skýrar aðvaranir fyrir okkar tíma. Þegar þið lesið Mormón 8:26–41 og 9:1–30, hugleiðið þá hvernig þessi orð gætu átt við um ykkur. Dæmi: Í þessum versum spyr Moróní tuttugu og fjögurra spurninga. Hvað vísbendingar sjáið þið í þessum spurningum um að Moróní hafi séð okkar tíma? Hvernig getur Mormónsbók hjálpað við þær áskoranir sem Moróní sá fyrir?

Hlustið á andann. Gætið að hugsunum ykkar og tilfinningum, jafnvel þótt þær virðist ekki tengjast efninu sem þið lesið. Þau hughrif gætu tengst því sem himneskur faðir vill að þið lærið. Dæmi: Hvaða hughrif hljótið þið eftir að hafa hugleitt spurningarnar sem Moróní spurði í Mormón 9:1–30?

Mormón 9:1–25

Ljósmynd
trúarskólatákn
Jesús Kristur er Guð kraftaverka.

Moróní lauk ritverki föður síns með máttugum boðskap fyrir fólk á okkar tíma sem ekki trúir á kraftaverk (sjá Mormón 8:26; 9:1, 10–11). Af hverju finnst ykkur að þörf sé á því að fólk trúi á kraftaverk á okkar tíma? Kannið Mormón 9:9–11, 15–27 og Moróní 7:27–29 og hugleiðið spurningar eins og:

  • Hvað læri ég um frelsarann af þessum versum?

  • Hvað læri ég um kraftaverk fortíðar og nútíðar?

  • Hvaða hagur er af því að trúa að Jesús Kristur sé Guð kraftaverka? Hverjar eru afleiðingar þess að trúa því ekki?

  • Hvaða kraftaverk – stór sem smá – hefur frelsarinn gert í lífi mínu? Hvað kenna þessi kraftaverk mér um hann?

Russell M. Nelson forseti kenndi: „Frelsari og lausnari okkar, Jesús Kristur, mun koma til leiðar einhverju sínu máttugasta verki frá þessum tíma fram að endurkomu sinni. Við munum sjá undursamlegar vísbendingar um að Guð faðirinn og sonur hans, Jesús Kristur, ríkja yfir þessari kirkju í hátign og dýrð“ („Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2018). Hver finnst ykkur að sum þessara kraftaverka gætu verið? Hvað getið þið gert til að hjálpa frelsaranum að raungera þau?

Hvað lærið þið um trú og kraftaverk af upplifunum hinna heilögu á Samóa, Tonga, Fídjí og Tahítí þegar forseti Nelson og eiginkona hans heimsóttu þá? (sjá Russell M. Nelson, „Kristur er risinn; trú á hann mun færa fjöll úr stað,“ aðalráðstefna, apríl 2021).

Sjá einnig Ronald A. Rasband, „Sjá! Ég er Guð kraftaverka,“ aðalráðstefna, apríl 2021; Leiðarvísir að ritningunum, „Kraftaverk,“ Gospel Library.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Mormón 7:8–10

Mormónsbók og Biblían bera vitni um Jesú Krist.

  • Til að leggja áherslu á samband Biblíunnar og Mormónsbókar, eins og Moróní gerði, gætuð þið farið í leik eins og þennan með börnum ykkar: Biðjið þau að segja „Gamall vitnisburður, Nýr vitnisburður“ þegar þið haldið uppi eintaki af Biblíunni og „Annar vitnisburður“ þegar þið haldið uppi eintaki af Mormónsbók. Þið gætuð líka valið nokkra atburði sem bæði Biblían og Mormónsbók vitna um – eins og fæðingu Jesú, dauða og upprisu – og boðið börnum ykkar að finna myndir af þessum atburðum (til dæmis í Trúarmyndabók).

  • Til að hjálpa börnum ykkar að læra áttunda trúaratriðið, gætuð þið skrifað hvert orð á aðskilin blöð. Bjóðið börnum ykkar að vinna saman að því að setja orðin í rétta röð og endurtaka trúaratriðið nokkrum sinnum.

Mormón 8:1–7

Ég get haldið boðorðin, þótt mér finnist ég alein/n.

  • Fordæmi Morónís gæti innblásið börn ykkar til að hlýða boðorðum Guðs, jafnvel þegar þeim finnst þau alein. Þegar þið lesið Mormón 8:1–7 með þeim, gætu þau sagt frá því hvernig þeim hefði liðið ef þau hefðu verið Moróní. Hvað var Moróní boðið að gera í versum 1, 3 og 4 og hvernig hlýddi hann því? Hvernig getum við verið líkari Moróní?

  • Þið og börn ykkar gætuð rætt aðstæður þar sem þau þurfa að velja á milli rétts og rangs þegar enginn horfir á. Hvernig hjálpar trú á Jesú Krist okkur í þessum aðstæðum? Söngur eins og „Velja rétta veginn“ (Barnasöngbókin, 82) gæti auðgað þessa umræðu.

Mormón 8:24–26; 9:7–26

Jesús Kristur er „Guð kraftaverka.“

  • Þið gætuð viljað útskýra fyrir börnum ykkar að kraftaverk séu nokkuð sem Guð gerir til að sýna mátt sinn og blessa líf okkar. Þið gætuð síðan lesið orðtök í Mormón 9:11–13, 17 sem lýsa sumum kraftaverkum Guðs og börn ykkar gætu íhugað önnur kraftaverk (myndir í Trúarmyndabók, svo sem nr. 26, 40, 41 og 83 gætu verið gagnlegar). Ræðið um kraftaverk sem Guð hefur komið til leiðar í lífi ykkar.

  • Sýnið börnum ykkar uppskrift og ræðið hvað gerast myndi ef þið slepptuð því að hafa nauðsynlegt hráefni í henni. Lesið saman Mormón 8:24 og 9:20–21 til að finna „hráefni“ sem geta leitt til kraftaverka frá Guði.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Moróní horfir yfir eyðileggingu Nefítanna

Moróní horfir yfir eyðileggingu Nefítanna, eftir Joseph Brickey