Kom, fylg mér 2024
17.–23. júní: „Jesús Kristur mun koma og endurleysa fólk sitt.“ Alma 8–12


„17.–23. júní: ‚Jesús Kristur mun koma og endurleysa fólk sitt.‘ Alma 8–12,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2024)

„17.–23. júní. Alma 8–12,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Ljósmynd
Alma prédikar

Kenna sanna kenningu, eftir Michael T. Malm

17.–23. júní: Jesús Kristur mun koma og endurleysa fólk sitt

Alma 8–12

Verk Guðs mun ekki bregðast. Viðleitni okkar til að hjálpa við verkið, virðist þó stundum bregðast – við fáum hið minnsta kannski ekki séð strax þær niðurstöður sem við væntum. Okkur gæti liðið eins og Alma, þegar hann prédikaði fagnaðarerindið í Ammóníaborg – honum var hafnað, á hann hrækt og honum vísað burtu. Þegar engill bauð Alma hins vegar að fara til baka og reyna aftur, „sneri hann í skyndi aftur“ (Alma 8:18) hugdjarfur og Guð bjó honum leið. Hann sá Alma ekki einungis fyrir mat til að eta og stað til að dvelja á, heldur fyrirbjó hann líka Amúlek, sem varð samstarfsfélagi hans, eldheitur málsvari fagnaðarerindisins og trúfastur vinur. Þegar við verðum fyrir bakslagi og vonbrigðum í þjónustu ríkis Drottins, getum við minnst þess hvernig Guð studdi og leiddi Alma og treyst því að Guð muni líka styðja og leiða okkur, jafnvel við erfiðar aðstæður.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Alma 8

Ljósmynd
trúarskólatákn
Viðleitni mín til að miðla fagnaðarerindi Jesú Krists krefst þolgæðis og þolinmæði.

Hafið þið einhvern tíma reynt að miðla einhverjum fagnaðarerindi Jesú Krists en boði ykkar var hafnað? Alma upplifði það líka. Hvað lærið þið í Alma 8:13–16 um að miðla fagnaðarerindinu, þrátt fyrir áskoranir og andstreymi? Haldið áfram að lesa í versum 17–32 og gætið að orðtökum sem hvetja ykkur til að halda áfram að miðla fagnaðarerindinu, jafnvel þegar ykkur virðist það árangurslaust.

Spámenn og postular eru sérstök vitni Krists, svo þeir búa yfir umfangsmikilli leiðsögn til að miðla vitnisburði um hann. Gætið að því sem öldungur Dieter F. Uchtdorf sagði í „Hvað ef þetta er erfitt?“ (hluti í „Trúboðsstarf: Gefa af hjartans list,“ aðalráðstefna, apríl 2019) eða því sem öldungur Gary E. Stevenson miðlaði í „Elska, miðla, bjóða,“ (aðalráðstefna, apríl 2022). Hvað finnið þið þarna sem gæti hjálpað einhverjum sem er orðinn vonsvikinn yfir að miðla fagnaðarerindinu?

Hvernig mynduð þið draga saman allt það sem þið hafið lært hér í eina eða tvær uppörvandi staðhæfingar um að miðla fagnaðarerindinu? Íhugið að búa til veggspjald eða jarm sem getur hvatt ykkur (og aðra) til að halda áfram að reyna.

Sjá einnig „Gjör mér kleift að gefa orð þitt,“ sálmamappa, nr. 9; “Alma Is Commanded by an Angel to Return to Ammonihah“ (myndband), Gospel Library; Gospel Topics, „Inviting All to Receive the Gospel of Jesus Christ,“ Gospel Library.

Alma 9:14–23

Blessanir Guðs hljótast með mikilli ábyrgð.

Þegar þið lesið um það hvernig Nefítarnir í Ammóníaborg komu fram við þjóna Drottins, er auðvelt að gleyma að þeir lifðu eitt sinn eftir fagnaðarerindinu og nutu „mikillar hylli Drottins“ (Alma 9:20). Þegar þið lesið um hinar miklu blessanir sem Guð veitti fólki Nefís (sjá einkum Alma 9:14–23), ígrundið þá hinar miklu blessanir sem hann hefur veitt ykkur. Hvaða ábyrgð fylgir þessum blessunum? Hvað gerið þið til að vera trúföst þessari ábyrgð?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 50:24; 82:3; 93:39.

Alma 11–12

Áætlun Guðs er endurlausnaráætlun.

Í Alma 11–12 vísa Alma og Amúlek til áætlunar Guðs sem endurlausnaráætlunar. Þegar þið lesið þessa kapítula, ígrundið þá af hverju orðið endurlausn er notað til að lýsa áætlun Guðs. Íhugið að skrifa stutta samantekt á kennslu Alma og Amúleks um eftirfarandi þætti áætlunarinnar:

  • Fallið

  • Lausnarann

  • Iðrun

  • Dauða

  • Upprisu

  • Dóm

Gætið að áhrifunum sem orð Amúleks höfðu á fólkið (sjá Alma 11:46). Hvaða áhrif hefur það á ykkur að þekkja áætlun Guðs?

Sjá einnig Dallin H. Oaks, „Áætlunin mikla,“ aðalráðstefna, apríl 2020; „Amulek Testifies of Jesus Christ“ (myndband), Gospel Library.

Alma 12:8–18

Ef ég herði ekki hjarta mitt, get ég tekið á móti fleiri orðum Guðs.

Sumir gætu velt fyrir sér af hverju himneskur faðir gerir okkur ekki allt kunnugt. Í Alma 12:9–14 útskýrir Alma eina mögulega ástæðu. Þessar spurningar gætu hjálpað við að ígrunda það sem hann kenndi:

  • Hver er merking þess að herða hjarta sitt? Hver er afleiðing þess að herða hjarta sitt? (sjá einnig Alma 8:9–11; 9:5, 30–31; og 10:6, 25).

  • Hvað getið þið gert til að snúa hjarta ykkar til Guðs? (sjá Jeremía 24:7; Alma 16:16; Helaman 3:35).

  • Hvað getið þið gert til að tryggja að orð Guðs „[finnist í ykkur]“? (Alma 12:13). Hvað áhrif hefur það á „orð,“ „verk“ og „hugsanir“ ykkar, þegar orð Guðs finnst í ykkur? (Alma 12:14).

Hvað kennir upplifun Amúleks ykkur um blessanir þess að vera auðmjúk í hjarta? (sjá Alma 10:1–11).

Sjá einnig „Alma Warns Zeezrom“ (myndband), Gospel Library.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Alma 8–10

Ég get miðlað fagnaðarerindi Jesú Krists.

  • Verkefnasíða þessarar viku gæti hjálpað ykkur að draga saman atburðina í Alma 8–10 fyrir börn ykkar. Þið gætuð viljað hjálpa þeim að finna reglur sem gerðu Alma og Amúlek að góðum trúboðum. Dæmi: Þeir gáfust ekki upp (sjá Alma 8:8–13), þeir báru vitni um Krist (sjá Alma 9:26–27) og þeir unnu saman (sjá Alma 10:12).

  • Söngur um trúboðsstarf, eins og „Ég feginn fara vil í trúboð“ (Barnasöngbókin, 91) gæti veitt börnum ykkar hugmyndir um hvernig miðla mætti vinum þeirra fagnaðarerindinu. Bjóðið þeim að skrá hugmyndirnar sem þau finna og fólk sem þau gætu miðlað fagnaðarerindinu. Þið gætuð jafnvel leyft þeim að leika það sem þau gætu sagt eða gert.

Hvetjið til þátttöku. Þegar þið búið ykkur undir að kenna, ættuð þið ekki að skipuleggja það sem þið segið, heldur fremur að spyrja ykkur sjálf: „Hvað munu börnin gera til að læra?“ Börn munu læra betur og muna lengur með virkri þátttöku.

Alma 11–12

Áætlun Guðs er endurlausnaráætlun.

  • Börn ykkar gætu ef til vill teiknað mynd sem táknar reglur endurlausnaráætlunarinnar, eins og fall Adams og Evu, friðþægingu Jesú Krists, iðrun, dauða, upprisu og dóm. Þið gætuð síðan hjálpað þeim að finna vers í Alma 11–12 sem passa við myndirnar þeirra og kenna þessar reglur.

Alma 8:18–22

Ég get verið góður vinur.

  • Þið gætuð boðið einu barni að þykjast vera Amúlek og öðru að þykjast vera Alma þegar þið segið söguna í Alma 8:18–22. Hvernig var Amúlek góður vinur Alma? Börnin ykkar gætu síðan sagt frá því hvernig einhver hefur verið vinur þeirra og hvernig sú reynsla lét þeim líða.

  • Þið gætuð ef til vill búið til vináttupúsluspil: Finnið eða teiknið mynd sem táknar vináttu og klippið hana í púsluspil. Skrifið aftan á hvern bút eitthvað sem við getum gert til að vera góður vinur, þar á meðal það sem Alma og Amúlek gerðu. Börn ykkar gætu skipst á að velja bút og bæta honum við púsluspilið þegar þið lesið það sem er skrifað aftan á honum. Hver þarfnast vináttu okkar?

Ljósmynd
tvær hlæjandi telpur

Við getum verið öðrum góðir vinir.

Alma 11:43–44

Ég mun rísa upp vegna Jesú Krists.

  • Íhugið sýnikennslu eins og þessa til að kenna um upprisuna: Hönd ykkar gæti táknað anda ykkar og hanski gæti táknað líkama ykkar. Takið hönd ykkar úr hanskanum til að sýna að andi okkar og líkami verði aðskilin við dauðann. Setjið síðan hönd ykkar aftur í hanskann til að sýna að andi okkar og líkami munu sameinast aftur við upprisuna. Leyfið börnum ykkar að skiptast á við að klæða sig í hanskann og fara úr honum þegar þið lesið Alma 11:43 fyrir þau. Sýnið mynd af hinum upprisna frelsara (sjá Trúarmyndabók, nr. 59) og berið vitni um að Jesús Kristur gerði öllum mögulegt að rísa upp.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Alma snæðir með Amúlek

Teikning af Alma að snæðingi með Amúlek, eftir Dan Burr