Líahóna
Hver Guð er ekki
Ágúst 2025


Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, ágúst 2025

Hver Guð er ekki

5 sannindi um himneskan föður okkar

Við getum lært margt um hver Guð er þegar við skiljum hver hann er ekki.

málning og pensill

Myndskreyting: Camila Gray

Ein stærsta blessun endurreisnarinnar er sú að Guð hefur aftur opinberað sig og persónuleika sinn sem kærleiksríkur himneskur faðir. Stundum höfum við þó hugsanir eða hugmyndir um Guð sem eru einfaldlega ekki sannar. Þegar það gerist, getum við lært heilmikið um hver Guð er með því að skilja hver hann er ekki.

Guð er ekki einhver framandi einstaklingur í hásæti langt, langt í burtu.

Hann er faðir okkar, dásamlegri en jafnvel sá besti jarðneski faðir sem hægt er að ímynda sér. Þótt við getum ekki munað eftir fortilveru okkar með honum, þá þekkir hann okkur persónulega og fullkomlega. Hann hefur fullkominn líkama af holdi og beinum og við erum í hans mynd.

Ef þið eigið erfitt með að ímynda ykkur hvernig Guð er, þá er til fullkomið fordæmi um hann: Sonur hans, Jesús Kristur. Kristur sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn“ (Jóhannes 14:6–7). Með öðrum orðum, ef við viljum vita hvernig himneskur faðir er, getum við lært um eiginleika Jesú Krists! Þeir eru fullkomlega sameinaðir í tilgangi.

Guð er ekki einhver sem er of upptekinn fyrir ykkur.

Að hjálpa ykkur að öðlast eilíft líf, er í raun verk hans og dýrð. Þið eruð #1 í hans fókus! Hann er ekki háður tíma eins og við. Talið við hann í bæn hvenær sem er. Hlustið síðan eftir svari hans sem veitist á marga vegu.

Guð er ekki sá sem neyðir ykkur til að fylgja sér.

Öldungur Dale G. Renlund, í Tólfpostulasveitinni, kenndi eitt sinn: „Uppeldismarkmið föður okkar á himnum er ekki að láta börn sín gera það sem rétt er, heldur að láta börn sín velja að gera það sem rétt er og að lokum verða eins og hann er.“ Hann mun bjóða ykkur, leiðbeina ykkur og kenna ykkur sannleika, en hann mun ekki vanvirða sjálfræði ykkar með því að neyða ykkur til að fylgja sér.

Guð er ekki einhver sem reynir að hanka ykkur á því að gera eitthvað rangt svo hann geti refsað ykkur.

Þess í stað, eins og öldungur Patrick Kearon, í Tólfpostulasveitinni, orðaði það: „Guð leitar ykkar linnulaust,“ sem merkir að hann mun aldrei gefast upp á því að hjálpa ykkur að koma aftur til sín. Hann veit að okkur öllum er eðlislægt að takast á við erfiða hluti þegar við gerum mistök. Hann sér okkur því fyrir leið til að hreinsast af synd og finna styrk fyrir friðþægingu sonar síns.

Guð er ekki sá sem bíður eftir því að þið verðið „nógu góð“ eða „fullkomin“ áður en hann elskar ykkur.

Elska hans til ykkar er óendanleg. Hann elskar ykkur einmitt núna, eins ófullkomin og þið eruð! Jeffrey R. Holland forseti, starfandi forseti Tólfpostulasveitarinnar, útskýrir þennan sannleika dásamlega: „,Komið eins og þið eruð,‘ segir kærleiksríkur faðir við okkur öll, en bætir við ,ekki reikna með að vera áfram eins og þið eruð.‘ Við brosum og munum að Guð er staðráðinn í að gera meira úr okkur en við héldum að við gætum orðið.“ Af fullkominni elsku og hvatningu, reynir himneskur faðir að hjálpa ykkur að líkjast sér og hljóta allt sem hann á, eitt skref í einu.

Hver Guð ER

Besta leiðin til að kynnast himneskum föður er að halda áfram að eiga upplifanir með honum. Hvernig? Lærið um hann og son hans í ritningunum og orðum lifandi spámanna. Biðjið til hans. Haldið boðorð hans. Verjið hljóðum, persónulegum tíma við að tilbiðja hann í kirkju, musterinu og á öðrum heilögum stöðum. Gerið sáttmála við hann og haldið þá. Hann mun hjálpa ykkur að vita hver hann er og hvað honum finnst um ykkur.