Líahóna
Bygging Kirtland-musterisins
Júní 2025


Mánaðarlegur boðskapur: Barnavinur, júní 2025

Bygging Kirtland-musterisins

Joseph Smith og aðrir skoða opið ræktarland

Drottinn sagði Joseph Smith að tími væri kominn til að reisa musteri í Kirtland, Ohio, Bandaríkjunum. Það yrði sérstakur staður, þar sem Drottinn myndi heimsækja fólk sitt og gefa því loforð.

Fólk að byrja að byggja Kirtland-musterið

Hinir heilögu hófu byggingu musterisins. Það kostaði mikla peninga og krafðist mikillar vinnu. Þeir voru þó spenntir yfir að hljóta blessanir Drottins.

Maður biðst fyrir með verkamenn nálæga

Þegar hinir heilögu unnu við musterið, urðu þeir uppiskroppa með peninga. Fólkið ákallaði Guð um hjálp.

Kona í vagni horfir á hið ófullgerða Kirtland-musteri

Kona að nafni Caroline Tippets og fjölskylda hennar höfðu safnað miklum peningum. Þau gerðu kirkjunni mögulegt að fá lánaða peninga til að hjálpa við byggingu musterisins.

Börn safna gleri í körfur fyrir framan hálfbyggt Kirtland-musterið

Hinir heilögu lögðu hart að sér. Sumir óku vögnum fullum af steinum. Aðrir bjuggu til fatnað og mat fyrir verkamennina.

Börnin söfnuðu saman glerbrotum til að mylja og setja á veggi musterisins, svo að þeir glömpuðu í sólarljósinu.

Fólk horfir á fullbúið Kirtland-musterið

Fljótlega var musterið fullbúið! Hinir heilögu hlökkuðu til að fara í hús Drottins til að meðtaka blessanirnar sem hann hafði lofað þeim.

Litasíða

Drottinn veit hver ég er og elskar mig

Alt text

Myndskreyting: Corey Egbert

Teiknaðu andlitið þitt í sporöskjuna. Hvernig veistu að himneskur faðir elskar þig?