Mánaðarlegur boðskapur: Til styrktar ungmennum, júní 2025
Hvernig get ég vitað að ég hafi sannlega iðrast og að mér hafi verið fyrirgefið?
Fara alla leið, eftir Jenedy Page
Drottinn hefur sagt: „Sjá, þeim sem hefur iðrast synda sinna er fyrirgefið, og ég Drottinn, minnist þeirra ekki lengur.
Þannig getið þér vitað hvort maðurinn iðrast synda sinna – sjá, hann játar þær og lætur af þeim“ (Kenning og sáttmálar 58:42–43).
Við getum hlotið fyrirgefningu með einlægri iðrun. „Þegar þið finnið huggun frá andanum, getið þið vitað að friðþægingarkraftur frelsarans er að virka í lífi ykkar.“ Ef okkur verður aftur á, getum við aftur iðrast, hlotið fyrirgefningu og haldið áfram að reyna.
Öldungur Dieter F. Uchtdorf í Tólfpostulasveitinni hefur auk þess kennt: „Satan mun reyna að telja okkur trú um að syndir okkar séu ekki fyrirgefnar, því við getum munað eftir þeim. Satan er lygari. … Guð lofaði okkur ekki að við myndum ekki minnast synda okkar. Að minnast þeirra, mun hjálpa okkur að forðast að gera sömu mistökin aftur. En ef við erum sönn og trúföst, mun minningin um syndir okkar mildast með tímanum.“
© 2025 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, June 2025. Icelandic. 19629 190