Líahóna
Lucy finnur sannleikann
Apríl 2025


„Lucy finnur sannleikann,“ Barnavinur, apríl 2025, 26–28.

Barnavinur: Mánaðarlegur boðskapur, apríl 2025

Lucy finnur sannleikann

Telpa opnar dyrnar til að hleypa inn hópi karla meðan kona situr í vefstól

Dag einn var hin 15 ára gamla Lucy Morley að hjálpa nágranna sínum, Abigail Daniels, að vefa klæði. Meðan þær unnu, bönkuðu þrír trúboðar á dyrnar. Þeir sögðu að Jesús Kristur hefði sent þá til að miðla boðskap.

Kona við vefstólinn grettir sig meðan mennirnir tala við telpuna

Mennirnir sögðu Abigail og Lucy að Jesús hefði kallað Joseph Smith til að vera spámaður. Þeir sögðu þeim líka frá Mormónsbók.

Reið kona rekur menn út af heimili sínu

Lucy til undrunar varð Abigail reið. Hún vísaði trúboðunum í burtu.

Menn líta til baka meðan telpa hleypur á eftir þeim

Lucy vissi að þessir trúboðar væru þjónar Guðs. Hún sagði þeim að heimsækja fjölskyldu sína neðar í götunni.

Menn við kvöldverðarborð með stúlku og fjölskyldu hennar

Trúboðarnir fóru heim til Morley fjölskyldunnar. Foreldrar Lucy buðu trúboðunum að kenna sér og vinum sínum.

Telpa setur handklæði á herðar konu meðan einhver annar skírist í bakgrunni

Sama kvöld voru 17 manns skírðir. Á næstu dögum hlýddu 50 manns í viðbót á trúboðana og létu skírast. Jafnvel Abigail, nágranni Lucy, skipti um skoðun. Hún og eiginmaður hennar, ásamt Lucy og fjölskyldu hennar, ákváðu að fylgja Jesú Kristi með því að láta skírast.

Litasíða

Ég mun rísa upp vegna Jesú Krists

línumynd af tómri gröfinni

Myndskreyting: Corey Egbert

Hvernig minnist þið Jesú á páskum?