Til styrktar ungmennum: Mánaðarlegur boðskapur, apríl 2025
Hjálp frá Jesú Kristi: Hvers vegna og hvernig
Skilja hvers vegna Jesús Kristur er svarið og hvernig hann hjálpar ykkur.
Myndskreyting: Dan Wilson
„Mér líður eins og ég haldi áfram að klúðra hlutunum. Það er erfitt að halda áfram að reyna.“
„Staða mín er erfið. Ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram.“
„Ég hef áhyggjur af framtíðinni. Ég veit ekki hvort ég hef það sem þarf til að ná árangri.“
„Ég er úrvinda, en það er enn meira að gera.“
Getið þið tengt við eitthvað af þessum vandamálum? Russell M. Nelson forseti hefur kennt: „Hvaða spurningar eða vandamál sem þið hafið, þá er svarið alltaf að finna í lífi og kenningum Jesú Krists“ („Svarið er alltaf Jesús Kristur,“ aðalráðstefna, apríl 2023).
Það er auðvelt að segja: „Jesús Kristur er svarið.“ Það þarf aðeins meiri vinnu til að skilja hvers vegna og hvernig hann er svarið.
Hvers vegna er Kristur svarið?
Þegar frelsarinn þoldi friðþægingarfórn sína, gerði hann þrennt mikilvægt:
-
Hann sigraði dauðann, sem gerði okkur mögulegt að verða reist upp.
-
Hann greiddi gjaldið fyrir allar syndir, sem gerði okkur mögulegt að iðrast, vaxa og komast aftur til Guðs. Það hjálpar okkur einnig að fyrirgefa öðrum þegar þeir syndga, vegna þess að Kristur tók syndir þeirra á sig.
-
Hann upplifði allan sársauka, þrengingar, freistingar, sjúkdóma og veikleika (sjá Alma 7:11–13). Það þýðir að hann veit nákvæmlega hvernig á að liðsinna og lækna ykkur og hann getur styrkt ykkur til að standast raunir og reyna að verða betri.
Veljið hvaða vandamál sem er og þið getið tengt lausnina aftur við ein eða fleiri af þessum þremur sannindum.
Fátækt? Þar sem Jesús Kristur upplifði alla hluti, þá veit hann nákvæmlega hvernig hún er. Hann fjarlægir ekki alltaf hindrunina, en hann getur styrkt fólkið sem ber slíka byrði (sjá Mósía 24:15).
Mistök? Þar sem Kristur sigraði synd, þurfa mistök okkar ekki að vera varanleg. Iðrun felur í sér að bæta okkur og verða meira sú manneskja sem hann veit að við getum orðið.
Veikindi? Þar sem hann sigraði dauðann, munum við rísa upp í fullkomnum líkama sem er ónæmur fyrir sjúkdómum og sársauka. Kristur „[tók einnig] á sig sársauka“ (Alma 7:11), sem gerir hann að hinum fullkomna aðila til að veita huggun og stuðning.
Hvernig hjálpar Kristur?
Jafnvel þegar við vitum hvers vegna frelsarinn er svarið (vegna þess hver hann er og hvað hann hefur gert fyrir okkur), þá þurfum við samt að vita hvernig við hljótum hjálp og styrk frá honum. Hér eru nokkrar leiðir:
Bæn. Ófullkomið fólk eins og við getum talað við fullkominn Guð, með því að biðja í nafni Jesú Krists. Við getum beðið um styrk sem við þurfum í hvaða aðstæðum sem er og Guð mun svara – ekki alltaf á þann hátt sem við viljum eða væntum, heldur á þann hátt sem mun blessa okkur. Boð frelsarans er raunverulegt: „Biðjið og yður mun gefast“ (Jóhannes 16:24; 3. Nefí 27:29; Kenning og sáttmálar 4:7).
Gjöf heilags anda. Himneskur faðir, Jesús Kristur og heilagur andi eru eitt í tilgangi. Þeir vinna saman! Hvenær sem þið finnið fyrir leiðsögn eða huggun heilags anda, getið þið skilið það sem svo að Kristur sé líka að hjálpa ykkur.
Halda sáttmála. Öldungur Dale G. Renlund í Tólfpostulasveitinni hefur kennt: „Hugtakið sáttmálsvegur vísar til nokkurra sáttmála sem færa okkur nær Kristi og tengja okkur við hann. Með þessari sáttmálsbindingu, höfum við aðgang að eilífum krafti hans“ (aðalráðstefna, apríl 2023, apríl 2023).
Náð. Þegar við iðkum trú á Jesú Krist og iðrumst, getum við hlotið meiri hjálp og styrk (einnig kallað náð) til að áorka því sem við gætum ekki á eigin spýtur (sjá Leiðarvísir að ritningunum, „Náð“). Slíkur styrkur, eða náð, getur borist á marga vegu: frá heilögum anda, vini, ókunnugum, sem tilfinning. Í grunninn kemur allt gott frá Kristi (sjá Moróní 7:22). Þegar þið finnið örlítið meiri þolinmæði, örlítið meiri þrótt, örlítið meiri styrk til að standast, vitið þá að Kristur er að hjálpa ykkur.
Muna hvers vegna og hvernig
Næst þegar þið því þurfið svar við spurningu eða vandamáli, leitið þá til Krists. Hafið hugfast að vegna sigurs hans yfir synd, dauða og öllum öðrum jarðneskum áskorunum, er ekkert ómögulegt. Gætið að því hvernig hann getur blessað ykkur og þið munið sjá áhrif hans í lífi ykkar. Hann elskar ykkur afar heitt!
© 2025 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, April 2025. Icelandic. 19625 190