Líahóna
Bógóta, Kólumbíu
Janúar 2024


„Bógóta, Kólumbíu,“ Líahóna, jan. 2024.

Kirkjan er hér

Bógóta, Kólumbíu

Ljósmynd
kort með hring í kringum Kólumbíu
Ljósmynd
götumynd frá Bógóta, Kólumbíu

Bógóta er ein af hæstu höfuðborgum heims yfir sjávarmáli. Fyrsti söfnuður Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Kólumbíu var stofnaður árið 1966. Í dag hefur kirkjan í Kólumbíu:

  • 214.400 meðlimi (hér um bil)

  • 30 stikur, 257 deildir og greinar, 5 trúboð

  • 2 musteri (Bógóta og Barranquilla) og 1 tilkynnt (Cali)

Sálmar bjóða andanum

Dario og Esneda Cruz, frá Bógóta, finnast þau nær Guði þegar þau syngja sálma. „Með þeim styrkjum við vitnisburði okkar,“ útskýra þau. „Tilfinningin sem þeir færa hjörtum okkar er afar sérstök.“

Ljósmynd
Meðlimir kirkjunnar syngja heima úr sálmabók

Meira um kirkjuna í Kólumbíu

  • Dallin H. Oaks forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, og öldungur Ulisses Soares, í Tólfpostulasveitinni, ferðast til Kólumbíu fyrir vígslu Barranquilla-musterisins.

  • Meðlimir í Kólumbíu þróa sjálfsbjargarviðleitni og von, þrátt fyrir erfiðleika.

  • Lesið hvernig meðlimur í hinum Sjötíu frá Kólumbíu gekk í kirkjuna.

  • Oaks forseti segir sögu af trúföstum hjónum frá Kólumbíu og þeim fórnum sem þau færðu til að innsiglast í musterinu.

  • Stika í Kólumbíu gefur tíma og vinnu til að aðstoða fjölskyldu sem á erfitt.

Ljósmynd
Barranquilla-musterið, Kólumbíu

Barranquilla musterið, Kólumbíu

Ljósmynd
meðlimir stilla sér upp fyrir myndatöku fyrir utan musteri

Meðlimir stilla sér upp fyrir myndatöku fyrir utan Barranquilla-musterið, Kólumbíu, fyrir vígslu þess í desember 2018.

Ljósmynd
Dallin H. Oaks forseti og fleiri við musterisvígsluna

Dallin H. Oaks forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, vígði Barranquilla-musterið, Kólumbíu, þann 9. desember 2018.

Ljósmynd
kór við musterisvígslu

Meðlimir safnast saman til að syngja í kór fyrir musterisvígslu.

Ljósmynd
Dallin H. Oaks forseti tekur í hönd pilts

Í heimsókn sinni til Barranquilla tók Oaks forseti í hönd pilts á ungmennasamkomu.