2023
Hvernig get ég trúað án þess að sjá?
Júlí 2023


„Hvernig get ég trúað án þess að sjá?,“ Líahóna, júlí 2023.

Kom, fylg mér

Jóhannes 20

Hvernig get ég trúað án þess að sjá?

Jesús birtist hinum tólf eftir upprisu sína

Hluti af Kristur birtist hinum tólf eftir upprisuna, eftir Scott Snow

Tómas, einn af postulum Jesú Krists, trúði ekki að Kristur væri upp risinn fyrr en hann sá hann augliti til auglitis (sjá Jóhannes 20:25). Þegar Tómas sá loks hinn upprisna frelsara, sagði frelsarinn við hann: „Þú trúir af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó“ (Jóhannes 20:29).

Hvernig getum við fylgt boði Jesú Krists um að „vera ekki vantrúuð, heldur trúuð“? (sjá Jóhannes 20:27).

Leiðir til að efla trú og vitnisburð

Nema ritningarnar. „Trúin kemur þannig af því að heyra. Og það sem heyrt er byggist á orðum Krists“ (Rómverjabréfið 10:17).

Lifa eftir fagnaðarerindinu „Sá sem vill gera vilja hans mun komast að raun um hvort kenningin er frá Guði eða ég tala af sjálfum mér“ (Jóhannes 7:17).

Leita opinberunar frá heilögum anda. „Sá sannleikur sem mestu skiptir er staðfestur með opinberun frá Guði. Okkar mannlega rökfærsla og líkamleg skilningarvit duga skammt“ (Henry B. Eyring, „Í samfélagi heilags anda,“ aðalráðstefna, okt. 2015).