2017
Eitt bros getur gert gæfumuninn
January 2017


Æskufólk

Eitt bros getur gert gæfumuninn

Uchtdorf forseti undirstrikar tvö markmið sem við ættum að tileinka okkur í verki: Að elska Guð og náunga okkar. Hins vegar er ekki alltaf auðvelt að elska aðra. Á æviskeiði ykkar geta komið upp tilvik þar sem þið getið átt í samskiptaörðugleikum við aðra – hugsanlega gæti einhver hafa sært ykkur eða þið eigið erfitt með að ræða við eða lynda við aðra. Á slíkum stundum ættið þið að reyna að minnast kærleikans sem þið hafið upplifað hjá vinum, fjölskyldu, himneskum föður og Jesú Kristi. Minnist gleðinnar sem þið upplifðuð á þeim stundum og reynið að sjá fyrir ykkur hvort allir hafi átt kost á að upplifa slíkan kærleika. Hafið í huga að allir eru dætur og synir Guðs og verðskulda að finna bæði elsku hans og ykkar.

Hugsið um einhvern sem þið þekkið og hafið átt erfitt að lynda við. Hafið þann einstakling með í bænum ykkar og biðjið himneskan föður um að milda hjarta ykkar gagnvart honum. Þið munuð brátt fara að líta hann sömu augum og hann gerir: Sem eitt barna sinna, sem verðskuldar að vera elskað.

Gerið eitthvað fallegt fyrir hann, eftir að þið hafið beðist fyrir. Þið getið hugsanlega boðið honum í Ungmennafélagið eða í skemmtiferð með vinum. Bjóðist til að aðstoða við heimaverkefni. Heilsið þeim jafnvel bara af vinsemd og brosið. Hið smávægilega getur skipt miklu … í lífi ykkar beggja!