2016
Foreldrahlutverkið er helg ábyrgð
september 2016


Boðskapur heimsóknarkennara, september 2016

Foreldrahlutverkið er helg ábyrgð

Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið innblásturs til að vita hverju best er að miðla. Hvernig getur skilningur á „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ aukið trú ykkar á Guð og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Himneskur faðir setti á fót fjölskyldur til að auðvelda okkur að kenna réttar reglur í ástúðlegri umgjörð. Thomas S. Monson forseti sagði: „Hrósið barni ykkar og faðmið það að ykkur, og segið oftar við það: ,Ég elska þig.‘ Látið þakklæti stöðugt í ljós. Látið aldrei vandamálið sem leysa á verða mikilvægara en þann sem elska á.“1

Susan W. Tanner, fyrrverandi aðalforseti Stúlknafélagsins, sagði: „Faðir okkar á himnum sýnir fyrirmyndina sem okkur ber að fylgja. Hann elskar okkur, kennir okkur, sýnir okkur þolinmæði og treystir sjálfræði okkar. … Stundum er agi, sem merkir ‚að kenna,‘ misskilinn sem gagnrýni. Börn – sem og fólk á öllum aldri – eru líklegri til að bæta hegðun með elsku og hvatningu, fremur en aðfinnslusemi.“2

Ef við höfum fjölskyldubænir af trúmennsku, lærum ritningarnar, höfum fjölskyldukvöld, meðtökum prestdæmisblessanir og höldum hvíldardaginn heilagan,“ sagði öldungur Quentin L. Cook, í Tólfpostulasveitnni, „þá munu börn okkar … búin undir eilíf heimkynni á himnum, hvað svo sem kann að falla í þeirra skaut í hinum erfiða heimi.3

Viðbótarritningagreinar

1 Ne 8:37; 3 Ne 22:13; Kenning og sáttmálar 93:40; 121:41

Raunverulegir atburðir

„Ég var að lesa fréttablaðið þegar eitt barnabarn mitt, lítill drengur, hrjúfraði sig upp að mér, sagði öldungur Robert D. Hales, í Tólfpostulasveitinni. Ég naut þess að heyra niðinn af hinni ljúfu síblaðrandi rödd hans við lesturinn. Hugsið ykkur undrun mína þegar hann nokkrum andartökum síðar þröngvaði sér á milli mín og blaðsins. Hann tók höfuð mitt milli handa sinna, þrýsti nefi sínu að mínu og spurði: ‚Afi! Ertu þarna inni?‘

… Að vera þarna inni merkir að skilja hjörtu æskufólks okkar og ná til þess. Að ná til þeirra felur ekki aðeins í sér að ræða við þau, heldur einnig að gera ýmislegt með því. …

Við þurfum að nýta kennslutækifærin. …

… Eftir því sem ég eldist verður mér betur ljóst að kennslustundir æskuáranna, einkum foreldra minna, hafa mótað líf mitt og gert mig að því sem ég er.“4

Heimildir

  1. Thomas S. Monson, „Love at Home—Counsel from Our Prophet,“ Liahona, ágúst 2011, 4.

  2. Susan W. Tanner, „Did I Tell You … ?“ Liahona, maí 2003, 74.

  3. Quentin L. Cook, „The Lord Is My Light,“ Liahona, maí 2015, 64.

  4. Robert D. Hales, „Our Duty to God: The Mission of Parents and Leaders to the Rising Generation,“ Liahona, maí 2010, 96, 95.

Til hugleiðingar

Hvers vegna er best að kenna fagnaðarerindið að fyrirmynd kærleikans?