2016
Hvað kemur á eftir ást?
september 2016


Boðskapur Æðsta forsætisráðsins, september 2016

Hvað kemur á eftir kærleikanum?

Okkar ástkæri spámaður, Thomas S. Monson forseti, sagði: „Kærleikurinn er kjarni fagnaðarerindisins.“1

Kærleikurinn er svo mikilvægur að Jesús tilgreindi hann sem „hið æðsta og fremsta boðorð“ og sagði allt lögmálið og orð spámannanna hvíla á honum.2

Kærleikurinn er megin hvati alls sem við gerum í kirkjunni. Hver dagskrá, hver samkoma, hver verknaður sem við tökum þátt í sem lærisveinar Jesú Krists, ætti að hafa kærleika að leiðarljósi – því án kærleika, „hinnar hreinu ástar Krists,“ erum við ekkert.3

Þegar við áttum okkur á því, í huga og hjarta, og lýsum yfir elsku okkar til Guðs og náungans – hvað gerum við þá?

Er nægilegt að upplifa tilfinningar elsku og samúðar gagnvart öðrum? Fullnægir það skyldu okkar gagnvart Guði að lýsa yfir elsku okkar til hans og náungans?

Dæmisagan um synina tvo

Æðstu prestar og öldungar Gyðinga komu að Jesú við musterið í Jerúsalem í þeim tilgangi að snúa orðum hans gegn honum. Frelsarinn kom hins vegar með krók á móti bragði og sagði þeim dæmisögu.

„Maður nokkur átti tvo sonu,“ sagði hann. Faðirinn fór til hins fyrri og bað hann að vinna í víngarðinum. Sá sonur vildi ekki gera það. Eftir á „sá hann sig um hönd og fór.“

Faðirinn fór síðan til hins síðari og bað hann að vinna í víngarðinum. Sá sonur sagðist geta hjálpað, en gerði svo aldrei neitt.

Frelsarinn snéri séð síðan að prestunum og öldungunum og spurði: „Hvor þeirra tveggja gjörði vilja föðurins?“

Þeir neyddust til að játa að það væri fyrri sonurinn – sá sem sagðist ekki vilja fara til vinnu, iðraðist þess síðar og tók til starfa í víngarðinum.4

Frelsarinn notaði þessa dæmisögu til að leggja áherslu á mikilvæga reglu – að þeir sem hlýða borðorðunum eru þeir sem í raun elska Guð.

Kannski er þetta ástæðan fyrir því að Jesús bauð fólkinu að hlusta á orð faríseana og fræðimannanna, en fylgja ekki fordæmi þeirra.5 Þessir trúarleiðtogar breyttu ekki samkvæmt eigin orðum. Þeir höfðu unun af því að ræða um trú sína, en skildu ekki kjarna hennar.

Verk og eigin sáluhjálp

Í einni síðustu lexíunni til lærisveina sinna, þá ræddi frelsarinn um lokadóminn. Hinir ranglátu yrðu aðskildir hinum réttlátu. Hinir góðu myndu erfa eilíft líf; hinir vondu myndu hljóta eilífa refsingu.

Hvað var það sem skildi þessa hópa að?

Þeir sem sýndu elsku sína í verki frelsuðust. Þeir sem ekki gerðu það fordæmdust.6 Sannur trúarviðsnúningur að fagnaðarerindi Jesú Krists og lífsgildum þess, mun sjást á verkum okkar í daglegu lífi.

Þegar uppi er staðið, þá mun yfirlýsingin ein og sér um elsku okkar til Guðs og náungans ekki nægja til upphafningar. Líkt og Jesús kenndi: „Ekki mun hver sá, sem við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.“7

Hvað kemur á eftir kærleikanum?

Svarið við spurningunni: „Hvað kemur á eftir kærleikanum? getur verið skýrt og skorinort. Ef við elskum frelsarann sannlega, þá gefum við honum hjarta okkar og göngum síðan veg lærisveinsins. Ef við elskum Guð, þá munum við kappkosta að halda boðorðin hans.8

Ef við í raun elskum náunga okkar, þá munum við leggja á okkur að annast „[hina] fátæku og þurfandi, sjúku og aðþrengdu.“9 Þeir sem þannig breyta af óeigingirni og samúð10, eru lærisveinar Jesú Krists.

Þetta er það sem kemur á eftir kærleika.

Þetta er kjarni fagnaðarerindis Jesú Krists.

Hvernig kenna á boðskapinn

Uchtdorf forseti skilgreinir sanna lærisveina Jesú Krists sem þá sem sýna honum og öðrum elsku með eigin breytni. Hann kennir að „ef við elskum frelsarann sannlega, þá gefum við honum hjarta okkar og göngum síðan veg lærisveinsins.“ Íhugið að spyrja þau sem þið kennið að því hvernig kærleikur hefur hvatt þau til að vera á vegi lærisveinsins. Þið gætuð líka miðlað þeim af eigin reynslu. Þið gætið hvatt þau til að biðjast fyrir um aukna elsku og styrk til að breyta af kærleika.