Fyrir yngri börnin
Ég veit að Jesús mig elskar
Höfundur býr í Kólóradó, Bandaríkjunum.
Laney reyndi mikið að sýna lotningu í kirkju. Hún var þreytt og fæturnir á stöðugu iði.
Eftir að sakramentið var yfirstaðið, opnaði hún bókina sína um Jesú. Hún sá mynd af Jesú með litlu börnunum. Við það varð hún friðsæl og glöð hið innra.
Eftir sakramentissamkomuna spurði Laney mömmu sína: „Afhverju er auðveldara að sýna lotningu þegar ég skoða bókina um Jesú?“
„Kannski er það af því að hún minnir þig á hversu heitt Jesús elskar þig,“ sagði mamma hennar.
Laney jánkaði því. „Heldurðu að Jesús viti að ég elska hann líka?“ spurði hún.
Mamma hennar faðmaði hana að sér. „Já, auðvitað veit hann það.“