2014
Ég og ráðstefna
Apríl 2014


Æskufólk

Ég og ráðstefna

Höfundur býr í Toronto, Kanada.

Áður fannst mér aðalráðstefnur langar og leiðinlegar, en eftir því sem á hefur liðið hefur mér lærst að hafa unun af þeim og líta til þeirra með tilhlökkun. Aðalráðstefnur geta verið andlega endurnærandi, en slíkar tilfinningar geta auðveldlega fjarað út þegar hið venjubundna líf hefst aftur á mánudegi. Sumar eftirfarandi ábendingar hafa gert mér kleift að fá eins mikið út úr ráðstefnum og mögulegt er.

Ég bý mig undir ráðstefnu með því að skrifa hjá mér spurningar og glósa síðan svörin er þau berast. Eftir ráðstefnu finnst mér gott að ná í ræðurnar og tónlistina á LDS.org og setja á MP3 spilarann minn, svo ég geti hlustað á þær eða sálmana í hinu venjubundna lífi. Ég hef líka unun af því að lesa ráðstefnuhefti Líahóna. Ég merki við og glósa á spássíu í mínu eigin eintaki. Þegar að næstu ráðstefnu líður er heftið mitt vel notað. Fjölskyldan mín lærir stundum boðskapinn saman á fjölskyldukvöldi.

Það krefst vinnu að viðhalda andanum sem við upplifum á aðalráðstefnu og að læra boðskapinn en það hefur veitt mér miklar blessanir að gera það. Ég hef hlotið mikinn styrk og handleiðslu á erfiðum tímum, með því að læra boðskap aðalráðstefnu og ég veit að hann er innblásinn.