2012
Bæn og friður
október 2012


Æskufólk

Bæn og friður

Kvöl eitt reifst ég við mömmu og leið illa út af því. Ég ákvað því að biðjast fyrir. Þótt ég hefði verið í slæmu skapi og vildi ekki vera „andleg,“ vissi ég að bænin myndi hjálpa mér að verða hamingjusamari og ekki eins þrætugjörn. Eftir að mamma fór úr úr herberginu tók ég að biðja. „Kæri himneski faðir, ég kem til þín í kvöld því … “ Nei, ég opnaði augun og rauf bænarstellinguna; þetta hljómaði ankannarlega. Ég reyndi aftur. „Himneski faðir, ég þarf … “ Þetta hljómaði líka undarlega. Ég skynjaði freistingu Satans um að hætta við að biðja himneskan föður um hjálp.

Skyndilega fann ég hughrif um að færa þakkir! Ég gerði það því og hugsanir tóku að streyma í huga minn um hið fjölmarga sem ég gat þakkað himneskum föður fyrir. Þegar ég hafði fært honum þakkir, tjáði ég honum vanda minn.

Eftir á fann ég dásamlegan frið hið innra, ljúfa andlega tilfinningu sem veitti mér fullvissu um að himneskur faðir og foreldrar mínir elskuðu mig og að ég væri barn Guðs. Mér var fært að biðja móður mína afsökunnar og taka á móti afsökunarbeiðni hennar.