2012
Fyrirgefning færir hamingju
október 2012


Börn

Fyrirgefning færir hamingju

Uchtdorf forseti kennir að okkur beri að fyrirgefa fjölskyldu okkar. Sjáið hvernig val Jósefs og Önnu hefur áhrif á fjölskylduna.

Jósef og litla systir hans, Anna, eru að leika sér saman. Anna hrifsar leikfang af Jósef. Hvað á Jósef að gera?

Jósef verður Önnu reiður. Anna fer að gráta. Mamma Jósefs skammaði hann fyrir að slást við systur sína. Jósef finnst leitt að hafa valið rangt.

Jósef fyrirgefur Önnu og finnur sér annað leikfang. Þau leika sér glöð saman. Mamma þeirra er glöð yfir að Jósef var góður við systur sína og stuðlaði að friði fjölskyldunnar. Jósef var glaður yfir að hafa valið að fyrirgefa.

Síðar þurftu Jósef og Anna að hjálpa mömmu sinni að hafa til kvöldmatinn. Jósef hjálpar ekki. Hvað á Anna að gera?

Anna kvartar við mömmu sína. Anna kvartar yfir að þurfa að vinna verkið ein. Við kvöldmatinn eru allir óhamingjusamir út af þrætunum.

Anna fyrirgefur Jósef og hjálpar við kvöldverðinn. Mamma þeirra er þakklát fyrir hjálp Önnu. Fjölskyldan nýtur þess að vera saman við kvöldverðinn. Önnu líður vel yfir að hafa valið að fyrirgefa.

Hvernig hefur val ykkar um að fyrirgefa áhrif á hamingju fjölskyldu ykkar?