2012
Þjóna í musterinu
ágúst 2012


Æskufólk

Þjóna í musterinu

Þegar ég varð 17 ára tók ég að íhuga framtíð mína af alvöru. Ég bað til himnesks föður um hvað ég gæti gert til að búa mig undir trúboð og að taka á móti Melkísedeksprestdæminu. Mér fannst ég eiga að fara oftar í musterið, því það er hús Drottins og þar gæti ég komist næst himneskum föður.

Ég setti mér því markmið um að gera 1.000 skírnir á ári. Mér fannst ég þurfa að setja mér þetta markmið. Ég fastaði til að fá að vita hvað ég ætti að gera. Himneskur faðir bænheyrði mig og ég hóf að fara í Tampico-musterið í Mexíkó á hverjum laugardegi.

Eftir að ég hafði gert 500 skírnir, setti ég mér markmið um að vinna að ættfræði í þágu ættmenna minna og hafði svo mikla unun af því verki að ég svaf ekki vegna þess að ég var að leita að nöfnum. Ég fann 50 nöfn og átta kynslóðir ættarsögu minnar. Ég hjálpaði til við að gera musterisverk fyrir þau öll.

Þegar upp var staðið hafði ég lokið 1.300 skírnum, útskrifast úr trúarskólanum, hlotið Melkísedeksprestdæmið og er nú þjónandi sem fastatrúboði, sem var eitt mikilvægasta markmiðið mitt.