2012
Sýna að við séum lærisveinar með kærleika og þjónustu
júlí 2012


Boðskapur heimsóknarkennara, júlí 2012

Sýna að við séum lærisveinar með kærleika og þjónustu

Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.

Trú, fjölskylda, líkn

Í sínu dauðlega lífi sýndi Jesús Kristur kærleika sinn til annarra með því að þjóna þeim. Hann sagði: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars“ (Jóh 13:35). Hann sýndi fordæmið og þráir að við „[liðsinnum] þeim, sem þurfa á liði [okkar] að halda“ (Mósía 4:16). Hann býður lærisveinum sínum að starfa með sér í þjónustu sinni, sem getir þeim kleift að þjóna öðrum og verða líkari honum.1

Þjónusta okkar sem heimsóknarkennara mun taka mið af þjónustu frelsara okkar þegar við sýnum þeim kærleika sem við heimsækjum og gerum eftirfarandi:2

  • Munum nöfn þeirra og nöfn fjölskyldumeðlima þeirra og erum vel kunnugar þeim.

  • Elskum þær án þess að dæma þær.

  • Vökum yfir þeim og eflum trú þeirra „hver af öðrum,“ líkt og frelsarinn gerði (3 Ne 11:15).

  • Stuðlum að einlægri vináttu við þær og vitjum þeirra á heimilum þeirra og annars staðar.

  • Látum okkur annt um hverja systur. Munum eftir afmælisdögum, giftingadögum, skírnardögum og öðrum mikilvægum tímamótum í lífi þeirra.

  • Náum til nýrra og lítt virkra meðlima.

  • Náum til þeirra sem eru einmana eða þarfnast huggunar.

Úr ritningunum

3 Ne 11; Moró 6:4; Kenning og sáttmálar 20:47

Úr sögu okkar

„Í Nýja testamentinu eru frásagnir um konur, nafngreindar og ónafngreindar, sem iðkuðu trú á Jesú Krist. … Konur þessar urðu fyrirmyndar lærisveinar. … [Þær] ferðuðust með Jesú og hans tólf postulum. Þær gáfu af efnum sínum til aðstoðar þjónustu hans. Eftir dauða hans og upprisu, héldu þær áfram að vera trúfastir lærisveinar.”3

Páll ritaði um konu að nafni Föbe, sem var „þjónn safnaðarins“ (Róm 16:1). Hann bauð fólkinu: „Liðsinnið henni í hverju því, sem hún þarf yðar við, því að hún hefur verið bjargvættur margra“ (Romans 16:2). „Sú þjónusta sem Föbe og aðrar miklar konur í Nýja testamentinu lögðu af mörkum, á sér enn stað í dag meðal meðlima Líknarfélagsins — leiðtoga, heimsóknarkennara, mæðra og annarra — sem verið hafa bjargvættir eða hjálparar margra.“4

Heimildir

  1. Sjá Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society (2011), 105.

  2. Sjá Handbook 2: Administering the Church (2010), 3.2.3.

  3. Daughters in My Kingdom, 3.

  4. Daughters in My Kingdom, 6.

Hvað get ég gert?

  1. Hvernig get ég aukið getu mína til að annast aðra?

  2. Hvað get ég gert til að vera viss um að systurnar sem ég vaki yfir viti að mér sé annt um þær?