2023
„Þú munt vera í mér og ég í þér. Gakk þess vegna með mér“
Maí 2023


„Þú munt vera í mér og ég í þér. Gakk þess vegna með mér“

Útdráttur

Ljósmynd
veggfóður

Hala niður veggfóðri

„Drottinn sagði við Enok: …

„… Og þú munt vera í mér og ég í þér. Gakk þess vegna með mér“ [HDP Móse 6:32, 34; leturbreyting hér]. …

Drottinn Jesús Kristur býður hverju okkar að vera í sér. En hvernig getum við í raun lært að vera í honum og dvalið áfram í honum?

Orðtakið vera í merkir hér að vera fastur fyrir eða stöðugur og að standast án þess að gefa eftir. … Við erum því í Kristi þegar við erum staðföst og stöðug í hollustu okkar við lausnarann og helgan tilgang hans, bæði á góðum og slæmum tímum.

Við hefjum dvöl okkar í Drottni þegar við iðkum sjálfræði okkar við að taka á okkur hans ok með sáttmálum og helgiathöfnum hins endurreista fagnaðarerindis. …

Við dveljum í honum með því að endurnærast sannlega á orðum Krists. …

Við dveljum í honum með því að búa okkur heilshugar undir að taka þátt í helgiathöfn sakramentisins. …

Loforð frelsarans til fylgjenda sinna er tvíþætt: Ef við dveljum í honum, mun hann dvelja í okkur. En er það í raun mögulegt fyrir Krist að dvelja í þér og mér – einstaklingsbundið og persónulega? Svarið við þessari spurningu er afgerandi já! …

… Sáttmálstengslin sem við eigum við himneskan föður og upprisinn og lifandi son hans er himnesk uppspretta heildarsýnar, vonar, krafts, friðar og varanlegrar gleði …

Ég ber vitni um að fyrirheit frelsarans um að vera í okkur er raunverulegt og stendur öllum sáttmálshaldandi meðlimum hinni endurreistu kirkju hans til boða. …

… Ef við erum í honum, þá mun hann vera í okkur.