2023
Hugur minn náði tökum á þessari hugsun um Jesú Krist
Maí 2023


Sunnudagsmorgunn

Hugur minn náði tökum á þessari hugsun um Jesú Krist

Útdráttur

Ljósmynd
veggfóður

Hala niður veggfóðri

Undraverð saga í Mormónsbók segir frá ungum manni úr þekktri fjölskyldu, að nafni Alma, sem ritningarnar lýsa sem skurðgoðadýrkanda og vantrúarmanni. …

Í sinni miklu örvæntingu, mundi hann eftir að hafa verið kennt í æsku að „Jesús nokkur Kristur, sonur Guðs, mundi koma og friðþægja fyrir syndir heimsins.“ [Alma 36:17]. … Þegar hann ákallaði guðlegan mátt frelsarans, gerðist nokkuð dásamlegt. … Um leið skynjaði hann frið og ljós. …

Alma „náði tökum á“ sannleikanum um Jesú Krist. …

… Hann var leystur frá örvæntingu sinni og fylltur von er hann lét reyna á þennan sannleika með trú og fyrir mátt og náð Guðs.

… Hugur okkar hefur líka „náð tökum á þessari hugsun“ um Jesú Krist og miskunnsama fórn hans og sálir okkar hafa fundið ljósið og gleðina sem því fylgir. …

… Kærleikur okkar til hans verndar okkur ekki frá sút og sorg þessa jarðneska lífs, en hún gerir okkur kleift að takast á við áskoranirnar af styrk langt umfram eigin getu. …

Ef við beinum athygli okkar að Jesú Kristi, mun allt annað umhverfis – á meðan það er enn til staðar – skoðað gegnum kærleika okkar til hans. … Þegar þið af gaumgæfni náið tökum á þessari hugsun um Jesú Krist, treystið honum og haldið boðorð hans, lofa ég ykkur ekki aðeins himneskri leiðsögn, heldur himneskum krafti – krafti sem styrkir sáttmála ykkar, veitir frið í erfiðleikum og gleði yfir blessunum ykkar.