2022
Hinn undraverði kraftur þakklætis
Júlí 2022


„Hinn undraverði kraftur þakklætis,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2022.

Hinn undraverði kraftur þakklætis

Það er ekki einungis gott að vera þakklát – það getur breytt lífi ykkar.

Russell M. Nelson forseti hefur sagt: „Það er mikið betra að telja upp blessanir okkar en vandamál. … [Þakklæti] veitir okkur víðari sýn á tilgang og gleði lífsins.“1

Þetta er satt! Að vera þakklát færir margar blessanir. Þakklæti getur hjálpað okkur að vera hamingjusamari og heilbrigðari, bætt svefngæði, styrkt andlega og líkamlega líðan og hjálpað okkur að vera jákvæðari og samúðarfyllri gagnvart öðrum. Því þakklátari sem við erum, því betur getum við tekist á við áskoranir lífsins. Það getur í raun fært okkur nær Guði, sem gefur sérhverja góða gjöf (sjá Jakobsbréfið 1:17).

Ljósmynd
stúlka

Það gefur Ester Carneiro Ponciano frá Brasilíu gleði að skrifa lista yfir það sem hún er þakklát fyrir og hjálpar henni að öðlast styrk og hugrekki á erfiðum tímum.

Þakklætislisti Esterar

1 Fagnaðarerindið

Ljósmynd
ritningar

Myndskreyting eftir Emily Davis

Þegar ég nem ritningarnar, biðst fyrir daglega, mæti í trúarskólann og sæki kirkju, finn ég hvatningu til að bæta mig. Fagnaðarerindið færir von um betri tíð. Það veitir svo sannarlega eilífa hamingju.

2 Fjölskylda mín

Ljósmynd
fjölskylda

Í fjölskyldu minni eru sex einstaklingar, því er húsið okkar alltaf fullt! Við verjum tímanum við borðspil, göngutúra, eldamennsku og lærdóm Kom, fylg mér. Fjölskylda mín er athvarf mitt. Ég get verið ég sjálf í kringum þau. Við erum ekki fullkomin, en erum mjög hamingjusöm. Ég er þakklát fyrir að eiga að fólk sem ég get alltaf treyst.

3 Vinir

Ljósmynd
vinir

Jafnvel heimsfaraldur gat ekki rofið sönn vinatengsl. Þegar við gátum ekki hist í eigin persónu, fundum við samt leiðir til að vera saman. Við elskum að hlægja og syngja saman. Ég nýt þess að segja vinum mínum frá atburðum lífsins. Ég er þakklát fyrir hvert og eitt þeirra.

4 Hreyfing

Ljósmynd
stúlka að hjóla

Fyrir nokkru hefði hreyfing ekki verið á þakklætislistanum mínum. Ég var ekki spennt fyrir hreyfingu. Síðan prófaði ég að hjóla og komst að því að ég hef unun af því! Þegar ég er á hjólinu er ég glöð. Mér finnst heimurinn umhverfis vera betri. Það gefur mér tíma til að hugsa, skoða náttúruna og finna fyrir elsku himnesks föður. Þegar ég er áhyggjufull eða döpur hjálpar það mér að finna rósemd. Þegar ég er á hjólinu get ég séð þúsundir ástæðna til að vera hamingjusöm og þakklát.

5 Tónlist

Ljósmynd
nótur

Tónlisti veitir mér gríðarlega gleði. Heimurinn væri ekki samur án tónlistar. Ég hef notið söngs og þess að hlusta á tónlist frá unga aldri. Tónlist hefur kraft til að lyfta okkur upp og hún getur líka veitt okkur frið. Mér finnst mjög gott að hlusta á tónlist kirkjunnar fyrir ungmenni.

Þakklæti færir sanna gleði

Þegar ég lít á líf mitt með augum þakklætis, sé ég að Drottinn er ávallt til staðar, sama hversu miklir erfiðleikarnir eru. Ég hef áttað mig á að einföldustu hlutir geta veitt okkur mesta hamingju. Þegar þið lítið í kringum ykkur og sjáið hvað skiptir raunverulega máli, getið þið einnig fundið sanna gleði.

Fyrir hvað eruð þið þakklát?

Það fyndna við að gera þakklætislista er að þegar maður byrjar er erfitt að hætta. Reynið það! Gefið ykkur tíma til að skrifa eigin þakklætislista. Hugsið um leiðir til að tjá himneskum föður og öðrum þakklæti fyrir þessar gjafir. Þið munuð komast að því að því fleiri hluti sem þið skrifið niður, því fleiri hlutir munu koma ykkur í hug til að vera þakklát fyrir!