2022
Sá kraftur sem við köllum náð
Júlí 2022


„Sá kraftur sem við köllum náð,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2022.

Lífshjálp

kraftur sem við köllum náð

Náð Guðs getur hjálpað okkur, sama hvaða áskorunum við stöndum andspænis.

Ljósmynd
stúlka

Ljósmynd frá Getty Images

Ég sótti útför fyrrverandi deildarmeðlims, sem tók eigið líf eftir langa baráttu við þunglyndi. Hjarta mitt brast þegar ég syrgði ásamt vinum hennar og fjölskyldu.

Þunglyndi og önnur geðræn vandamál geta verið flókin og erfið viðureignar fyrir þá sem glíma við þau og ástvini þeirra. Góðu fréttir fagnaðarerindisins eru að Kristur býður von og hjálp með náðargjöf sinni.

Rannsókn sem tók til 600 ungmenna við Brigham Young-háskóla, sýndi að þeir sem höfðu skilning á náð Jesú Krists höfðu léttvægari einkenni þunglyndis, kvíða, fullkomnunaráráttu og vansæmdar.1 Hvaða skilning höfðu þessi ungmenni á náð, sem hafði slík áhrif í lífi þeirra?

Guð elskar okkur óendanlega

Í rannsókninni trúðu einhverjir að Guð og Jesús Kristur myndu aðeins elska þá ef þeir væru nú þegar fullkomnir. Þetta fólk átti í meiri erfiðleikum en þeir sem skildu að Guð og Jesús Kristur elska þá óendanlega og eru ávallt til staðar fyrir þá.

Á ensku er merking orðsins náð [grace] fjölþætt. Það getur þýtt glæsileiki, ljúfmennska eða kurteisi. Á hebresku er merking orðsins hylli eða góðvilji, gefin með meðaumkun. Ef til vill útskýrir þetta ástæðu þess að kristið fólk hefur um aldir notað orðið náð til að lýsa hylli, góðvilja og elsku Guðs.

Guð þráir að liðsinna okkur

Síðari daga heilagir skilja að náð er meira en bara guðlegur eiginleiki. Náð lýsir því líka hvernig hann tengist okkur, þegar við reynum að verða eins og hann (sjá Moróní 10:32). Dieter F. Uchtdorf forseti, sem þá var annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, útskýrði að náð er „sú guðdómlega aðstoð og gjöf þess krafts sem við nýtum til að vaxa frá því að vera þær ófullkomnu og takmörkuðu verur sem við nú erum, í upphafnar verur.“2

Ungt fólk í rannsókninni sem vitnað var í áðan, sem taldi Guð og Krist vera reiðubúna, viljuga og færa um að liðsinna því, glímdi við færri geðræn vandamál en þau sem fundust þau vera ein á báti.

Guð mætir okkur þar sem við erum

Of mörgum finnst liðsinni Guðs vera utan seilingar, því þeir telja sig ekki hafa unnið sér inn fyrir því enn þá. Sannleikurinn er sá að náð er gjöf. Þið þurfið ekki að vinna ykkur inn fyrir gjöf. Þið þurfið aðeins að velja að taka á móti henni.

Í rannsókninni kom fram að færri tilvik geðrænna vandamála væri að finna hjá þeim sem skildu að Guð liðsinnir okkur hvar sem við erum og hvað sem við höfum gert. Öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveitinni, hefur kennt: „Við þurfum ekki að áorka einhverju lágmarks afreki eða góðmennskustigi áður en Guð hjálpar – við getum notið guðlegrar hjálpar hverja stund og dag hvern, hvar sem við erum á vegi hlýðni.“3

Við útför vinkonu minnar, var ég þakklátur fyrir þá sterku vitnisburði sem gefnir voru um þá von og lækningu sem öllum stendur til boða með friðþægingu Jesú Krists. Kristur er sannlega lausnin við öllum vandamálum og uppspretta sannrar gleði.

Heimildir

  1. Sjá Daniel K. Judd, W. Justin Dyer, og Justin B. Top, „Grace, Legalism, and Mental Health: Examining Direct and Mediating Relationships,“ Psychology of Religion and Spirituality, bindi 12, nr. 1, feb. 2020, 26–35; sjá einnig Daniel K. Judd og W. Justin Dyer, „Grace, Legalism, and Mental Health among the Latter-day Saints,“ BYU Studies, bindi 59, nr. 1 (2020), 5–23.

  2. Dieter F. Uchtdorf, „Náðargjöfin,“ aðalráðstefna, apríl 2015.

  3. D. Todd Christofferson, aðalráðstefna, október 2014.