2022
Elska, miðla, bjóða
Maí 2021


„Elska, miðla, bjóða,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Sunnudagsmorgunn

Elska, miðla, bjóða

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald af keðju fólks að horfa á landslagið

Hala niður PDF skjali

Meðlimir kirkjunnar til forna, frá þeim óreyndasta til þess reyndasta, tóku þátt í þessu mikla verki, miðluðu gleðitíðindum fagnaðarerindisins með þeim sem þeir hittu og þekktu. …

Okkur, sem erum lærisveinar Krists, er einnig boðið að hlýða þessu boði. …

… Sem betur fer er hægt að vinna hið mikla verk frelsarans með einföldum, auðskiljanlegum reglum sem okkur er öllum kennt frá barnæsku: að elska, miðla og bjóða. …

Það fyrsta sem við getum gert er að elska eins og Kristur elskaði. …

Hvenær sem við sýnum kristilegan kærleika gagnvart náunga okkar, kennum við fagnaðarerindið – jafnvel þó að við segjum ekki aukatekið orð. …

Von okkar er að sjálfsögðu að þau munu meðtaka kærleika okkar og boðskap, jafnvel þó við stjórnum ekki viðbrögðum þeirra. …

Það sem við getum líka gert er að miðla. …

Við miðlum öll einhverju með öðrum. …

Hvernig getum við einfaldlega bætti því við listann sem við þegar miðlum, hvað við kunnum að meta við fagnaðarerindi Jesú Krists? …

Það þriðja sem við getum líka gert er að bjóða. …

Það eru hundruð boða sem við getum miðlað öðrum. Við getum boðið öðrum að „koma og sjá.“ …

Ég býð ykkur að hugsa upp leiðir til að elska, miðla og bjóða. Þegar þið gerið svo, munið þið finna fyllingu gleði þess að þið séuð að hlýða orðum ástkærs frelsara okkar.