2022
Skipst á að fara í kirkju
Maí/Júní 2022


Skipst á að fara í kirkju

Ljósmynd
girl waving to mom and daughter

“Þegar þú kemur heim, segðu mér þá hvaða söngva þið sunguð í Barnafélaginu,“ sagði Jenny.

„Ég geri það,“ sagði systir hennar, Miriam, um leið og hún klæddi sig í skóna.

Ekki áttu allir í fjölskyldu Jenny kost á að fara í kirkju hvern sunnudag. Það voru sex manns í fjölskyldu Jenny. Mamá átti bara næga peninga til að kaupa tvo rútumiða í hverri viku. Þau þurftu því að skiptast á að fara með rútunni í kirkju.

Jenny vildi að hún gæti farið í hverri viku. Henni fannst gott að læra um Jesú Krist. Henni fannst gaman að syngja í Barnafélaginu. Hún vildi hitta vini sína. Framar öllu vildi hún finna hina hlýju, gleðilegu tilfinningu sem hún alltaf fann í kirkju. Í dag þurfti hún þó að vera heima.

„Tími til að fara.“ Mamá kvaddi Jenny, bræður hennar og systur með faðmlagi.

Jenny reyndi að brosa þegar Miriam og Mamá fóru. Hún fann þó kökk í hálsinum þegar hún horfði á eftir þeim ganga í burtu. Ég vildi að það væri komið að mér að fara, hugsaði Jenny. Það var alltaf erfitt að verða eftir heima.

„Viltu lita?“ spurði Marco, litli bróðir Jennyjar, og hélt vaxlitum og blaði á lofti.

Jenny jánkaði.

Næstu klukkustundirnar las Jenny og litaði með Marco og eldri systrum þeirra. Það var skemmtilegt, en Jenny hugsaði stöðugt um kirkjuna. Ætli þau séu að læra nýja söngva núna í Barnafélaginu? Um hvað ætli lexían í dag hafi verið?

Loks heyrði Jenny að útidyrnar voru opnar. Mamá og Miriam voru komnar heim!

„Mamá! Miríam!“ Jenny hljóp að dyrunum og faðmaði þær.

Mamá lagði töskuna frá sér. „Við skulum ræða það sem við lærðum í kirkju.“

Allir settust saman. Mamá dró fram litlu sálmabókina sem hún geymdi í töskunni sinni. Fjölskylda Jenny söng: „Fjölskyldur geta átt eilífð saman.“ Hún kunni allan textann.

Jenny spurði Miriam síðan um Barnafélagið. Miriam opnaði Mormónsbókina sína og dró fram samanbrotið blað. Hún hélt því á loft svo allir gætu séð það. Á því var mynd sem hún hafði litað af Jesú með börnunum.

Ljósmynd
drawing of Jesus with two children

„Við lituðum mynd og sungum: ‚Mig langar að líkjast Jesú.‘ Við ræddum síðan um það hvernig Jesús getur hjálpað öllum.“

„Við ræddum það líka í Líknarfélaginu,“ sagði Mamá. „Jesús Kristur getur hjálpað okkur þegar við erum óttaslegin eða einmana.“ Mamá dró fram blað úr töskunni sinni. „Kennarinn gaf öllum þessa tilvitnun í spámanninn. ‚Þegar þið ákveðið að lifa Drottins megin, eruð þið aldrei einsömul.‘“*

Ljósmynd
mom and children sitting on floor in circle

„Meira að segja hér heima!“ sagði Jenny.

Mamá brosti. „Meira að segja heima. Við getum alltaf fundið nálægð frelsarans.“

Jenny brosti breitt. Hún átti ekki kost á að fara í kirkju í hverri viku. Hún gat þó fundið nálægð Jesú heima hjá sér. Hún hlakkaði til þess að fara bráðum aftur í kirkju þegar röðin kæmi að henni.

  • Russell M. Nelson forseti: „Ungmenni göfugs fæðingarréttar: Hvað munið þið velja?“ (Trúarsamkoma Fræðsludeildar kirkjunnar fyrir ungt fullorðið fólk, 6. sept. 2013), broadcasts.ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
Page from the May/June 2022 Friend Magazine.

Myndskreyting eftir Lauru Catrinella