2022
Finna frið í hjarta sínu
Maí/Júní 2022


Ráðstefnuboðskapur frá spámanninum

Finna frið í hjarta sínu

Tekið úr „Prédika fagnaðarboðskap friðarins“ og „Máttur andlegs skriðþunga,“ aðalráðstefna, apríl 2022.

Ljósmynd
Page from the May 2022 Friend Magazine.

Ég elska ykkur og bið fyrir ykkur daglega. Í heiminum eru margir erfiðleikar. Átök og heimsfaraldurinn hafa áhrif á margt fólk. Heimurinn þarfnast hjálpar.

Jesús Kristur er Friðarhöfðinginn. Fagnaðarerindi hans er eina varanlega friðarlausnin. Við þörfnumst aldrei sem áður þess friðar sem aðeins hann getur fært.

Fylgjendur Jesú Krists ættu þó að setja fordæmi sem heimurinn getur tileinkað sér. Hvernig getum við vænst þess að friður sé í heiminum nema við stuðlum sjálf að friði? Ekkert okkar getur haft stjórn á verkum annarra. Við getum þó haft stjórn á okkur sjálfum.

Vinsamlega gerið allt sem þið getið til að binda enda á ágreining í lífi ykkar. Verið auðmjúk, hugdjörf og sterk. Það mun hjálpa ykkur að fyrirgefa öðrum og leita fyrirgefningar þegar þið hafið gert eitthvað rangt. Biðjið um kraft frá Jesú Kristi og friðþægingu hans ykkur til liðsinnis.

Jesús er Kristur! Hann lifir! Hann elskar ykkur og mun liðsinna ykkur.

Ljúkið sögunni

Ljósmynd
Page from the May 2022 Friend Magazine.

Hvað gerið þið þegar ágreiningur rís við bróður, systur eða vin? Veljið eina af myndunum hér að neðan. Teiknið síðan mynd eða skrifið um það hvernig þið gátuð fundið frið.

Rifrildi

Taka hluti annarra

Einelti

Hvernig ég finn frið