Jólasamkomur
Hinn gjafmildi


Hinn gjafmildi

Er ekki dásamlegt að njóta þessa kvölds í nærveru okkar ástkæra spámanns, Thomas S. Monson forseta?

Jólin eru dásamlegur tími – þegar við sjáum aðra nýjum augum, þegar við ljúkum upp hjörtum okkar örlítið meira fyrir fegurðinni umhverfis og sýnum öðrum örlítið meiri góðvild og samúð.

Ef við erum lánsöm, þá getum við, sem fullorðið fólk, endrum og eins fengið nasajón af því hvernig það er að verða aftur barn.

Sú hugsun að einhver sem við elskum er að gera eitthvað fallegt fyrir okkur – og tilhlökkun okkar yfir því að við ráðgerum að gera eitthvað á móti – vermir hjörtu okkar og fyllir okkur af elsku og tilhlökkun. Ef við svo bætum við þetta glitrandi ljósunum, fallegum skreytingunum, himneskum uppstillingunum af hinni helgu jötu, þá er engin furða að jólin séu svo yndislegur árstími.

Og svo má auðvitað nefna tónlistina. Ekkert undirstrikar hina djúpu merkingu og hinn ljúfa anda þessarar hátíðar jafn vel og jólasöngur. Hvort sem lagið er fjörugt, íhuglult eða angurvært, þá er eitthvað við jólin sem gæðir tónlistina dýrðarljóma. Þessi dásamlegi samhugur lyftir anda okkar og minnir okkar á hvers vegna við fögnum.

Í dag erum við svo lánsöm að njóta þess að hlýða á himneska tónlist sem Hljómsveit Musteristorgsins og Laufskálakór mormóna sjá okkur fyrir.

Tónlist þessa hóps er svo háleit að ég ímynda mér að englar himins leggi stundum við hlustir og taki jafnvel undir í söng.

Klukkur um jól

Kórinn söng rétt í þessu eitt fallegasta jólaslag sem samið hefur verið, hinn hrífandi söng „Klukkur um jól,“ sem fyrst kom fram í Bandaríkjunum árið 1921.

Upphaflega var hann alls ekki jólasöngur. Það á rætur að rekja til aldagamals úkraínsks þjóðsöngs, sem heitir „Shchedryk,“ sem oft er þýtt sem „Hinn gjafmildi.“

Úkraínskar fjölskyldur voru vanar að syngja lagið í upphafi nýs árs. Upphaflegi textinn segir frá svölu sem flýgur inn í hús fjölskyldu og segir frá hinni miklu og dásamlegu hamingju sem bíður hennar á komandi ári.1

Mér finnst þetta hjartnæm saga.

Ég ann boðskap hennar um von og bjartsýni.

Er það ekki boðskapur jólanna? Þótt veröldin virðist nokkuð dimmþrungin – þegar fátt virðist slétt og fellt, þegar hjörtu okkar eru full af vonbrigðum og áhyggjum, þá getum við – þrátt fyrir sorg og sút – sungið um „[frið] á jörðu“ og „velþóknun á [mönnum],“2 sökum Krists, sem kom til að „lýsa þeim, sem sitja í myrkri.“3

Tími gjafmildis

Hve viðeigandi er þá að þessi kæri jólasöngur, sem við heyrðum núna, hafði upphaflega heitið „Hinn gjafmildi.“ Jólin eru jú vissulega tími gjafmildis.

Innblásin af þeim anda, þá verjum við stundum löngum tíma í að leita að hinni fullkomnu gjöf fyrir vini og fjölskyldu. Við reynum að vera hjálpsamari og glaðari. Okkur finnst við þurfa að verja örlítið meiri tíma með ástvinum okkar. Við verðum meðvitaðri um þá sem eiga erfitt og oft verðum við gjafmildari við að hjálpa þeim. Allt er þetta okkar ófullkomna og hjartnæma bergmál af gjafmildi frelsara okkar, sem við minnumst að fæddist í heiminn.

En við vitum öll að of oft fellur himneskur andi jólann í skuggann, og glatast jafnvel alveg, fyrir hinum mikla erli og álagi verslunarferða, ofeyðslu og þéttskipaðrar dagskrár.

Ég vil ekki hvetja til jólahalds að hætti Trölla, en leyfið mér að segja að sumar mínar bestu jólaminningar snúast um að skiptast á gjöfum, gleyma sér í mannfjöldanum og fara á gleðiviðburði, bæði stóra og smáa, sem sameinar fólk á þessum árstíma.

Já, ástæðurnar eru margar til að njóta alls þessa. En það er auðvitað svo margt annað sem þarf að huga að.

Ég hvet sérhver okkar til að finna sér næði, einhverja stund þessi jól, til að færa „hinum gjafmilda“ hjartnæmar þakkir.

Við skulum íhuga góðvild, kærleika og óendanlega miskunn okkar himneska föður.

Þegar við kaupum gjafir – þegar við gefum og fáum þær – megum við þá líka gefa okkur tíma til að íhuga hinar ómældu gjafir sem Guð hefur veitt börnum sínum.

Gjöf þakklætis

Ég býst við að það sé eðli mannsins að taka mörgu sem sjálfgefnu – jafnvel því sem hefur ómetanlegt gildi. Við getum dregið eina slíka lexíu af sögunni um holdsveiku mennina tíu á tíma Jesú. Þeir höfðu sýkst af hræðilegum sjúkdómi, sem aðskildi þá frá vinum og fjölskyldu, og sjálfu lífinu, og þessir þjáðu holdsveiku menn sárbáðu son Guðs um lækningu og hlutu hana.

Eins og þið vitið, þá fóru níu þessara manna fagnandi sína leið yfir gæfu sinni eftir þetta dýrðlega kraftaverk.

Aðeins einn kom til baka.

Aðeins einn af tíu gaf sér tíma til að þakka fyrir sig. Aðeins einn af tíu „sneri aftur, er hann sá, að hann var heill orðinn, og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram á ásjónu sína að fótum Jesú og þakkaði honum.“4

Slík auðmýkt og einlægt þakklæti gætu virst jafn sjaldgæf á okkar tíma og fram kemur í sögunni. En þegar þau sýna sig, snerta þau hjörtu okkar og blása okkur í brjóst að ígrunda blessanir okkar.

Eitt slíkt dæmi, sem ég heyrði um, er um mann sem bjó í Afríku. Maður þessi hafi aldrei getað gengið sökum fötlunar. Hann neyddist til að verja mestum tíma á heimili foreldra sinna. Hann gat ekki unnið; hann gat ekki farið út með vinum sínum; hann gat jafnvel ekki gert einföldustu hluti sem okkur finnast sjálfsagðir.

Hann heyrði svo eitt sinn nokkuð undravert! Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var að gefa hjólastóla á viðburði ekki fjarri heimili hans!

Hann bað vin sinn að fara með sig á viðburðinn, þar sem hann sá fjölda fatlaðra karla, kvenna og barna lyft upp í nýja og skínandi hjólastóla.

Ó, hve honum langaði að setjast í einn af þessum stólum! Hve það myndi breyta lífi hans um stund, ef hann gæti hreyft sig af eigin rammleik!

Hann beið í röð, þar til loks kom að honum.

Tveir menn lyftu honum upp í stól og í fyrsta sinn í lífinu gat hann farið frjáls ferða sinna!

Í fyrstu fór hann hikandi og varlega. En þegar hann tók að venjast hjólastólnum, óx sjálfstraust hans og hann fór hraðar.

Hann snéri við og fór fram og tilbaka. Hann veifaði báðum höndum af mikilli gleði og þeystist framhjá vini sínum.

Hann flaug!

Allt hans fas lýsti alsælu.

Að nokkurri stund liðinni, ók hann hægt til hinna og af undirgefni bjó hann sig undir að verða hjálplað úr stólnum

„Hvað ertu að gera,“ spurði vinur hans.

Maðurinn brosti og yppti öxlum. „Eru ekki fleiri sem vilja prófa?“ spurði hann.

Trúboði hjálparstarfs kirkjunnar kaup við hlið hans og sagði: „Þú átt þennan hjólastól.“

Maðurinn trúði þessu varla. Hann hafði haldið að viðburðurinn væri aðeins til að fá að kynnast því hvernig hægt væri að fara um í hjólastól.

„Á ég hann í raun og veru?“ spurði hann.

„Já.“

„En ég á enga peninga.“

„Þú átt hann. „Hann er gjöf frá fólki sem elskar þig.“

Þegar hann hafði fyllilega áttað sig á þessu, leit þessi auðmjúki maður á vin sinn.

Hann leit á trúboðana.

Hann reyndi að halda aftur af tárunum, en tókst það ekki. Meðan hann grét, þá hló hann líka af einskærri gleði.

Vinur hans og trúboðarnir tárfelldu líka með honum.

„Þakka ykkur fyrir,“ sagði hann lágri röddu.

Hann faðmaði þá báða, kom sér fyrir í stólnum sínum og síðan með „jibbí“ hrópi, tók hann aftur skælbrosandi af stað.

„Ég get flogið!“ hrópaði hann, um leið og hann fór fram og tilbaka á gangstéttinni.

Þessi maður skildi merkingu þakklætis.

Náð Guð

Höfum við einhvern tíma upplifað slíkt einlægt og ótakmarkað þakklæti? Ég bið þess að þið minnist hins gjafmilda á þessum jólum og allt árið umkring – Guð okkar, föður okkar, okkar ástkæra hirðis og ráðgjafa.

Því hann er hinn mikli gjafari!

Hann er hinn gjafmildi!

Þegar við, börn hans, biðjum um brauð, þá gefur hann okkur ekki steina.5 Hann gefur okkur öllu heldur himneskar gjafir, svo dýrmætar að við fáum vart skilið þær fyllilega eða jafnvel gert okkur þær í hugarlund. Hann gefur okkur:

  • Frið.

  • Gleði.

  • Gnægð.

  • Vernd.

  • Forsjá.

  • Góðvild.

  • Von.

  • Sjálfstraust.

  • Elsku.

  • Sáluhjálp.

  • Eilíft líf.

Þessi jól minnumst við dýrmætustu gjafar allra gjafa, þá sem gerir allar aðrar gjafir mögulegar – fæðingar barnsins í Betlehem. Sökum hans, þá „hrósar gröfin engum sigri, og Kristur hefur innbyrt brodd dauðans. Hann er ljós og líf heimsins, já, óendanlegt ljós, sem aldrei getur myrkvast.“ 6

Í fögnuði færi ég Guð þakkir fyrir gjafmildi hans.

Hann bjargar okkur frá einmanaleika, tilgangsleysi og óverðugleika.

Hann lýkur upp augum okkar og eyrum. Hann lætur ljósið lýsa í myrkri og breytir sorg í von og einmanaleika í elsku.

Hann frelsar okkur úr ánauð og eigingirni fortíðar og gæðir nútíðina tilgangi og framtíðina farsæld.

Hann er sá sem við tilbiðjum.

Hann er Guð okkar.

Hann er hinn gjafmildi.

Hann er sá sem elskar börn sín svo heitt, að hann fórnaði sínum eingetna syni, svo að þeir sem fylgja honum farist ekki, heldur hafi eilíft líf.7

Sökum Jesú Krists, þá þarf okkur aldrei aftur að líða sem við værum ókunnug. Við munum rísa upp með hinum réttlátu þegar hann kemur aftur! Sökum hans fullkomna lífs og eilífu fórnar, munum við dag einn standa við hlið engla himins og hljóta ásamt þeim hina eilífu gjöf.8

Megum við minnast okkar gjafmilda himneska föður þessi jól og færa okkar almáttuga Guði innilegar þakkir, sem hefur gefið öllum sínum börnum vængi til að fljúga. Það er bæn mín í auðmýkt og einlægni, og mín hjartnæma blessun þessi jól og alltaf, í nafni okkar ástkæra frelsara, Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá „Carol of the Bells Wasn’t Originally a Christmas Song,“ Science Blog, des. 2004, www3.scienceblog.com community/older/2004/7/20046906.shtml; sjá einnig Olena Korchova, „Carol of the Bells: Back to the Origins,” The Ukrainian Week, 17. des 2012, www.ukrainianweek.com.

  2. Lúk 2:14.

  3. Lúk 1:79.

  4. Sjá Lúk 17:11–19.

  5. Sjá Matt 7:9.

  6. Mósía 16:8–9.

  7. Sjá Jóh 3:16.

  8. Sjá „Nú fagna vér skulum,“ Sálmar, nr. 3. Þótt texti sálmsins „Nú fagna vér skulum“ sé ekki hugsaður sem jólatexti, þótt hann tilgreini sumar fyrirheitnar blessanir hins gjafmilda, þá virðist hann eiga við á þessum árstíma:

    „Nú fagna vér skulum á frelsunardegi,

    að framandi’ ei lengur vér reikum á jörð.

    þau tíðindi berast á láði og legi,

    að lausnarans koma brátt verði hér gjörð.

    Er allt sem var heitið þeim heilögu veitist,

    og hér enginn sækir með áreitni’ að þeim.

    Og jörðin í Edensgarð blómlegan breytist,

    og býður þá Jesús: ‚Ó, komið nú heim.‘

    Með staðföstum huga vér elskum hvert annað,

    hið illa vér forðumst og sameinumst nú.

    Er fyllist hinn guðlausi’ af friðleysi’ og kvíða,

    vér frelsarans bíðum í öruggri trú.

    Er allt sem var heitið þeim heilögu veitist,

    og hér enginn sækir með áreitni’ að þeim.

    Og jörðin í Edensgarð blómlegan breytist,

    og býður þá Jesús: ‚Ó, komið nú heim.‘

    Vér trúum á Jahve, hans leiðsögn og liðið,

    að leiða’ oss í síðustu daganna þraut.

    Og þegar vér eignumst hér uppskeru sviðið,

    oss opnast með réttlátum frelsarans braut.

    Þá allt sem var heitið þeim heilögu veitist,

    með himneskum englum fá sigursins krans.

    Og jörðin í Edensgarð blómlegan breytist,

    þar bústað fær Kristur og söfnuður hans.