Kom, fylg mér 2024
2.–8. desember: „Halda þeim á réttri braut.“ Moróní 1–6


„2.–8. desember: ‚Halda þeim á réttri braut.‘ Moróní–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„2.–8. desember. Mormón 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Alma skírir fólk í Mormónsvötnum

Minerva K. Teichert (1888–1976), Alma skírir í Mormónsvötnum, 1949–1951, olía á masonítplötu, 35 7/8 × 48 tommur. Listasafn Brigham Young-háskóla, 1969.

2.–8. desember: „Halda þeim á réttri braut“

Moróní 1–6

Eftir að Moróní hafði lokið við heimild föður síns um Nefítana og gert útdrátt úr heimild Jaredítanna, taldi hann að ritverki sínu væri lokið (sjá Moróní 1:1). Hvað annað var hægt að segja um tvær þjóðir sem voru horfnar af yfirborði jarðar? Moróní hafði þó séð okkar tíma (sjá Mormón 8:35) og var blásið í brjóst að „rita … nokkuð til viðbótar, … í þeirri von, að það gæti orðið … einhvers virði síðar meir“ (Moróní 1:4). Hann vissi að allsherjar fráhvarf var í vændum, sem fæli í sér ringulreið um helgiathafnir prestdæmisins og almennra trúarbragða. Þetta gætu verið ástæður þess að hann ritaði ítarlegar skýringar um sakramentið, skírnina, veitingu gjafar heilags anda og blessanir þess að koma saman með trúsystkinum, til að „halda [hvert öðru] á réttri braut, … og [treysta] einvörðungu á verðleika Krists, sem upphóf og fullnaði trú [okkar]“ (Moróní 6:4). Slíkur dýrmætur skilningur veitir okkur ástæðu til að vera þakklát fyrir að Drottinn hlífði lífi Morónís, svo hann mætti „rita … nokkuð til viðbótar“ (Moróní 1:4).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Moróní 1

Ég get fylgt Jesú Kristi þrátt fyrir mótlæti.

Hvað vekur ykkur hrifningu við lestur Morónís 1, varðandi trúfesti Morónís við Drottin og köllun sína? Hvað er sumt sem einstaklingur getur gert til að „afneita Kristi“? (Moróní 1:2–3). Hugleiðið hvernig þið getið verið trúföst Jesú Kristi, jafnvel mitt í þrautum og þrengingum.

Moróní 2–6

Framkvæmd helgiathafna prestdæmisins verður að vera að boðum Drottins.

Moróní átti fótum fjör að launa þegar hann ritaði þessa kapítula. Af hverju myndi hann leggja á sig að rita um framvinduatriði eins og hvernig framkvæma á helgiathafnir? Íhugið þetta við lestur Moróní 2–6. Af hverju haldið þið að þessi atriði séu Drottni svo mikilvæg? Hér eru nokkrar spurningar sem geta hjálpað við námið:

Staðfesting (Moróní 2; 6:4).Hvað kenna fyrirmæli frelsarans í Moróní 2:2 ykkur um helgiathöfn staðfestingar? Hvernig útskýrið þið merkingu þess að „kraftur heilags anda hafði haft áhrif á þá og hreinsað“? (Moróní 6:4).

Prestdæmisvígslur (Moróní 3).Hvað finnið þið í þessum kapítula sem gæti hjálpað einhverjum sem býr sig undir að vígjast prestdæminu? Hvað finnið þið sem gæti hjálpað einhverjum að búa sig undir að framkvæma vígslu?

Sakramentið (Moróní 4–5; 6:6).Hvað getið þið gert til að gera sakramentið að andlegum hápunkti vikunnar?

Skírn (Moróní 6:1–3).Hvað gerið þið til að viðhalda skilyrðunum fyrir skírn?

Ljósmynd
ung kona er blessuð

Jesús kenndi hvernig framkvæma á helgiathafnir.

Hvernig mun það sem þið hafið lært breyta viðhorfi ykkar til þátttöku í þessum helgiathöfnum eða hvernig þið undirbúið aðra fyrir þær.

Sjá einnig Kenningu og sáttmála 84:20.

Hlutverkaleikur. Eitt sem gott er að gera til að muna eftir því sem þið hafið lært er útskýra efnið fyrir öðrum. Dæmi: Reynið að leika sviðsetningu eins og þessa: Vinkona er ekki viss um að vera tilbúin til að láta skírast. Hvernig mynduð þið nota Moróní 6 til að hjálpa henni?

Moróní 4–5

Að meðtaka sakramentið hjálpar mér að komast nær Jesú Kristi.

Þið hafið líklega oft hlustað á sakramentisbænirnar, en hversu oft hafið þið íhugað merkingu orðanna vandlega? Þið gætuð ef til vill reynt að skrifa báðar sakramentisbænirnar niður eftir minni. Þið gætuð síðan borið saman það sem þið skrifuðuð og það sem er í Moróní 4:3 og 5:2. Veittuð við einhverju athygli við þessar bænir sem þið höfðuð ekki tekið eftir áður?

Íhugið að hafa sakramentissálm í námi ykkar, svo sem „Á krossi háum Kristur minn“ (Sálmar, nr. 66).

Moróní 6:4–9

Ljósmynd
trúarskólatákn
Lærisveinar Jesú Krists láta sér annt um sálarheill hver annars.

Sú ákvörðun að fylgja Kristi er einstaklingsbundin, en samtrúaðir geta hjálpað okkur að vera „á réttri braut“ (Moróní 6:4–5). Hvað gerðu meðlimir kirkju Krists á tíma Morónís til að styrkja hver annan? Þegar þið lesið Moróní 6:4–9, ígrundið þá blessanirnar sem hljótast af því að „[teljast] meðal þeirra, sem [tilheyra] kirkju Krists“ (Moróní 6:4).

Þið gætuð líka hugsað um fólkið sem sækir deild ykkar eða grein. Gæti einhver haft sérstaka þörf fyrir kærleika ykkar – ef til vill einhver sem er nýr eða hefur nýlega komið aftur. Hvernig gætuð þið hjálpað við að gera upplifun þeirra í kirkju meira eins og Moróní greinir frá? (fyrir hugmyndir, sjá þá myndböndin My Covenant Path eða „Strengthening New Members“ í Gospel Library). Þið gætuð fundið innblástur í hluta I í boðskap Dallins H. Oaks, „Þörfin fyrir kirkju“ (aðalráðstefna, október 2021).

Þegar þið hugleiðið merkingu þess að vera „nærður hinu góða orði Guðs“ (Moróní 6:4), gæti verið gagnlegt að hugsa um næringuna sem ungbarn þarfnast – og hvað gerist ef vanrækt er að gefa því. Kannið Moróní 6:4–9 fyrir hugmyndir um það hvernig þið getið „nært“ aðra andlega. Hvernig hafa samlærisveinar hjálpað við að næra ykkur?

Það er ekki öllum ljóst af hverju mikilvægt er að vera „talinn meðal þeirra, sem tilheyrðu kirkju Krists“ og „koma oft saman“ á kirkjusamkomum. Hvernig mynduð þið útskýra af hverju þið eruð þakklát fyrir að vera meðlimir Kirkju Jesú Krists? (sjá hina hlutana í boðskap Oaks forseta, „Þörfin fyrir kirkju“).

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Moróní 2–6

Heilagur andi er helg gjöf.

  • Heilagur andi eða andi er nefndur nokkrum sinnum í Moróní 2–6. Þið gætuð ef til vill beðið börn ykkar að finna öll þau vers þar sem hann er nefndur, lesið þau og skráð það sem þau læra um heilagan anda. Þið gætuð líka miðlað hvert öðru upplifunum þar sem þið skynjuðuð áhrif andans.

Moróní 4–5

Ég meðtek sakramentið til að sýna að ég muni ávallt hafa Jesú Krist í huga.

  • Að lesa sakramentisbænirnar með börnum ykkar gæti leitt til umræðu um það hvernig sakramentið getur verið innihaldsríkari upplifun. Það gæti verið þeim gagnlegt að ímynda sér að vinur sé að koma í fyrsta sinn á sakramentissamkomu. Hvernig myndum við útskýra sakramentið fyrir vini okkar og af hverju það er heilagt? Hvetjið börn ykkar til að nota eitthvað í Moróní 4 eða 5 við útskýringar sínar. Yngri börn gætu notað verkefnasíðu þessarar viku eða Trúarmyndabók, nr. 108.

  • Íhugið að syngja saman söng sem hjálpar börnum ykkar að hugsa um frelsarann (eins og „Lotning er kærleikur,“ Barnasöngbókin, 12). Þið gætuð líka æft að sitja lotningarfull meðan á sakramentinu stendur.

Moróní 6:1–3

Ég get búið mig undir að láta skírast.

  • Hver getur látið skírast? Hjálpið börnum ykkar að finna svör við þessari spurningu í Moróní: 6:1–3. Hver er merking þess að hafa „sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda“? (Moróní 6:2). Hvernig hjálpar þetta að búa okkur undir skírn? Íhugið að segja börnum ykkar frá því hvernig þið undirbjugguð ykkur fyrir skírn.

Moróní 6:4–6, 9

Við förum í kirkju til að meðtaka sakramentið og styðja hvert annað.

  • Vita börn ykkar hvers vegna þið njótið þess að fara í kirkju? Að lesa Moróní 6:4–6, 9 getur veitt ykkur tækifæri til að ræða saman nokkuð af því sem við gerum í kirkju. Þau gætu ef til vill teiknað myndir af sjálfum sér að gera þessa hluti (svo sem að biðja, kenna, syngja og meðtaka sakramentið).

  • Eftir að hafa lesið saman Moróní 6:4, gætuð þið og börn ykkar skoðað myndir eða dæmi um næringarríkan mat og líkt næringu líkama okkar við að vera „nærð hinu góða orði Guðs“. Þið gætuð líka horft á myndbandið „Children Sharing the Gospel“ (Gospel Library)

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Moróní í felum í helli

Moróní í helli, eftir Jorge Cocco