Kom, fylg mér 2024
25. nóvember–1. desember: „Fyrir trú uppfyllast allir hlutir.“ Eter 12–15


„25. nóvember–1. desember: ‚Fyrir trú uppfyllast allir hlutir.‘ Eter 12–15,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„25. nóvember–1. desember. Eter 12–15,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Eter á leið inn í helli

Eter felur sig í helli, eftir Gary Ernest Smith

25. nóvember–1. desember: „Fyrir trú uppfyllast allir hlutir“

Eter 12–15

Spádómar Eters til Jaredítanna voru „[miklir og undursamlegir]“ (Eter 12:5). Hann „sagði þjóðinni vissulega frá öllu, allt frá upphafi mannsins“ (Eter 13:2). Hann sá fyrir „daga Krists“ og Nýju Jerúsalem á síðari dögum (Eter 13:4). Hann ritaði líka um „[von] eftir betri heimi, já, jafnvel [samastað] til hægri handar Guði“ (Eter 12:4). Jaredítarnir höfnuðu þó orðum hans, af sömu ástæðu og fólk hafnar oft spádómum þjóna Guðs á okkar tíma – „það [sér] þá ekki“ (Eter 12:5). Það þarf trú til að reiða sig á loforð eða aðvaranir um hluti sem við fáum ekki séð, á sama hátt og Eter þurfti að sýna trú til að spá um „mikla og undursamlega hluti,“ fyrir fólki sem ekki trúði. Moróní þurfti að sýna trú til að treysta að Drottinn myndi gera „vangetu [hans] við að skrifa“ að styrkleika (sjá Eter 12:23–27). Það er slík trú sem „gjörir [menn] örugga og trúfasta og ætíð ríka af góðum verkum, Guði til dýrðar“ (Eter 12:4). Fyrir slíka trú „[uppfyllast] allir hlutir“ (Eter 12:3).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Eter 12

Trú á Jesú Krist getur leitt til kraftaverka.

Algengt er á okkar tíma, eins og á tíma Eters, að vilja sjá sannanir áður en trúað er á Guð og mátt hans. Hvað lærið þið af Eter 12:5–6 um þessa hugmynd?

Þegar þið lesið Eter 12 gætuð þið skráð það í hvert sinn sem þið finnið orðið „trú.“ Hugleiðið hvað kennt er um trú í hverju tilviki. Spurningar sem þessar gætu hjálpað: Hvað er trú? Hver er merking þess að iðka trú? Hverjir eru ávextir trúar á Jesú Krists? Þið gætuð líka skráð hugsanir ykkar um vitnisburði sem þið hafið hlotið „eftir að reynt hefur á trú [ykkar]“ (Eter 12:6).

Sjá Russell M. Nelson, „Kristur er risinn; trú á hann mun færa fjöll úr stað,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

Látið aðra miðla og stundum kenna. Fólk lærir best þegar það fær tækifæri til að miðla því sem það er að læra eða jafnvel kenna formlega. Íhugið að láta aðra, líka ungmenni, kenna hluta lexíunnar, hvort heldur heima eða í kirkju.

Eter 12:1–9, 28, 32

Jesús veitir okkur „glæstari von.“

Í Eter 12 kemur fram djúpur skilningur á trú, en þar er líka margt sagt um von. Látið þessar spurningar leiða ykkur í náminu:

  • Hvaða ástæður fengu Eter til að „vonast eftir betri heimi“? (sjá Eter 12:2–5).

  • Hver er tilgangur akkeris? Hvað gerir von fyrir sál ykkar sem svipar til þess sem akkeri gerir fyrir skip? (sjá Eter 12:4).

  • Hverju ættum við að vonast eftir? (sjá Eter 12:4; Moróní 7:41).

  • Hvernig hefur fagnaðarerindi Jesú Krists veitt ykkur „glæstari von“? (Eter 12:32).

Sjá einnig Moróní 7:40–41; Jeffrey R. Holland, „Fullkomið vonarljós,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Eter 12:23–29

Ljósmynd
trúarskólatákn
Jesús Kristur getur breytt veikleikum mínum í styrkleika.

Þegar við lesum máttugt ritverk Morónís, getum við auðveldlega gleymt því að hann hafði áhyggjur af „vangetu [sinni] við að skrifa“ og óttaðist að fólk hæddist að orðum sínum (sjá Eter 12:23–25). Ef þið hafið einhvern tíma orðið kvíðafull yfir veikleikum ykkar, lesið þá um baráttu Morónís – og viðbrögð frelsarans – í Eter 12:23–29. Þið gætuð líka hugleitt hvenær Jesús Kristur hefur hjálpað ykkur að sjá veikleika ykkar og styrkt ykkur – þótt hann hafi ekki algjörlega fjarlægt þá. Hugsið líka um þá veikleika sem þið heyið nú þegar baráttu við. Hvað þurfið þið að gera til að taka á móti loforði frelsarans um að „láta hið veika verða styrk“? (Eter 12:27).

Íhugið að leita í eftirfarandi ritningarhlutum til að sjá hvernig aðrir í ritningunum hlutu styrk fyrir náð Jesú Krists.

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Náð,“ Gospel Library; „Lýs milda ljós,“ Sálmar, nr. 30.

Eter 13:13–22; 14–15

Að hafna spámönnum Drottins setur mig í andlega hættu.

Að vera konungur Jaredítanna, var sögulega séð hættuleg staða. Það átti einkum við um Kóríantumr, því margir „voldugir menn … reyndu … að tortíma honum“ (Eter 13:15–16). Gætið að því í Eter 13:15–22 hvað Kóríantumr gerði sér til varnar og hvað spámaðurinn Eter ráðlagði honum að gera þess í stað. Íhugið afleiðingar þess að hafna spámönnunum við lestur þess sem eftir er af Bók Enosar. Hvað varð um fólkið þegar „andi Drottins [hætti] að takast á við fólkið“? (Eter 15:19). Hvað gæti Drottinn viljað að þið lærðuð af þessum frásögnum? Íhugið hvað þið munið gera til að fylgja spámanni hans?

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Eter 12:6–22

Trú er sannfæring um það sem ekki er unnt að sjá.

  • Íhugið að hjálpa börnum ykkar að endurtaka með ykkur: „Trú er von um það, sem ekki er unnt að sjá“ í Eter 12:6. Þau gætu notið þess að horfa á myndir sem sýna dæmi um trú í Eter 12:13–15, 19–21 (sjá Trúarmyndabók, nr. 78, 85 og verkefnasíðu þessarar viku). Látið börn ykkar útskýra það sem þau vita um hverja frásögn. Hér eru nokkrar spurningar til að hjálpa ykkur að ræða þessi trúardæmi:

    • Hvað vonaði fólkið?

    • Hvernig var reynt á trú þess?

    • Hvað gerðist vegna trúar þess?

    Þið gætuð líka miðlað eigin upplifunum um trúariðkun.

Eter 12:4, 32

Von er eins og akkeri sálar minnar.

  • Til að skilja hvað Eter 12:4 kennir um von, gætuð þið og börn ykkar horft á mynd af skipi og akkeri. Af hverju þurfa skip akkeri? Hvað myndi gerast fyrir skip sem hefði ekki akkeri? Þegar þið lesið saman Eter 12:4 ræðið þá um það hvernig von gegnir álíka hlutverki fyrir okkur og akkeri fyrir skip. Bjóðið börnum ykkar að teikna myndir af skipi og akkeri svo þau geti kennt öðrum um von.

  • Ef börn ykkar þurfa skilgreiningu á von, hjálpið þeim þá að finna „Von“ í Leiðarvísi að ritningunum (Gospel Library). Hverju eigum við að vonast eftir, samkvæmt þessari skilgreiningu og Eter 12:4, 32? (sjá einnig Moróní 7:40–42). Hjálpið börnum ykkar að hugsa um önnur orð fyrir von, svo og um orð sem merkja andstæðu vonar. Þið ættuð líka að miðla hvert öðru einhverjum trúarsannleika sem vekur ykkur von.

Eter 12:23–29

Jesús Kristur getur hjálpað mér að verða andlega sterk/ur.

  • Börn takast stundum á við aðstæður sem draga úr þeim mátt, alveg eins og Moróní. Hjálpið börnum ykkar að komast að ástæðu þess í Eter 12:23–25 að Moróní leið á þann hátt og spyrjið hvort þeim hafi einhvern tíma liðið álíka. Bjóðið þeim síðan að lesa vers 26–27 til að komast að því hvernig Drottinn hjálpaði Moróní.

  • Börn ykkar gætu ef til vill teiknað mynd af einhverju veiku og einhverju sterku. Þau gætu síðan bætt við teikningu sína orðum og orðtökum í Eter 12:23–29 sem kenna um það hvernig frelsarinn getur breytt veikleikum okkar í styrkleika. Hvetjið börn ykkar til að hugsa um veikleika sína og leita síðan til frelsarans eftir hjálp til að verða sterk. Þið gætuð líka miðlað upplifun þar sem frelsarinn veitti ykkur nægilegan styrk til að gera eitthvað sem var erfitt.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Eter krjúpandi við hellisop

Undursamlegir voru spádómar Eters, eftir Walter Rane