Kom, fylg mér 2024
29. júlí–4. ágúst: „Beina sjónum þínum til Guðs og lifa.“ Alma 36–38


„29. júlí–4. ágúst: ‚Beina sjónum þínum til Guðs og lifa.‘ Alma 36–38,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„29. júlí–4. ágúst. Alma 36–38,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
biðjandi kona

Kona, eftir Jen Tolman, óheimilt að afrita

29. júlí–4. ágúst: „Beina sjónum þínum til Guðs og lifa“

Alma 36–38

Þegar Alma sá ranglætið í kringum sig, var hann þjakaður af „harmi,“ „andstreymi“ og „sálarangist“ (Alma 8:14). „Ranglæti meðal þessa fólks,“ sagði hann um Sóramíta, „kvelur sál mína“ (Alma 31:30). Honum leið eitthvað álíka er hann sneri heim úr trúboði sínu til Sóramíta – hann sagði: „Hjörtu þeirra tóku að fyllast hörku og þeir reiddust vegna strangleika orðsins.“ Þetta varð til þess að hann varð „mjög sorgmæddur í hjarta sínu“ (Alma 35:15). Hvað gerði Alma með það sem hann sá og skynjaði? Hann varð ekki einfaldlega niðurdreginn eða bitur vegna ástandsins í heiminum. Hann lét „kalla saman syni sína“ og kenndi þeim „það sem réttlætinu tilheyrir“ (Alma 35:16). Hann kenndi þeim að það væri „engin önnur leið eða ráð til frelsunar nema í og fyrir Krist. … Sjá, hann er orð sannleikans og réttlætisins“ (Alma 38:9).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Alma 36; 38:5–6

Ég get fæðst af Guði.

Fá okkar munu hljóta eins stórbrotna reynslu og trúskipti Alma voru. Allir þurfa þó að „fæðast af Guði“ (Alma 36:23; 38:6), þótt það gerist yfirleitt smám saman. Þegar þið lesið Alma 36, íhugið þá hvað í því felst að fæðast af Guði. Hvað finnst ykkur til að mynda um synd eða um Jesú Krist í því ferli að fæðast af Guði? Hvernig hefur það áhrif á viðbrögð ykkar við eigin mistökum að vera fædd af Guði? Hvaða fleiri breytingar eiga sér stað varðandi trú ykkar og breytni? Ígrundið hvernig þið upplifið þessar breytingar.

Sjá einnig Mósía 5:7; 27:25–26; Alma 5:14; 22:15; Helaman 3:35; „Alma the Younger Is Converted unto the Lord“ (myndband), Gospel Library.

Alma 36:12–24; 38:8–9

Jesús Kristur vekur gleði í stað sorgar.

Stundum óttast fólk að iðrast, því það sér iðrun sem sársaukafulla refsingu fyrir synd. Hvað haldið þið að Alma myndi segja um það? Til að komast að því, gætuð þið gert samanburð á lífi Alma áður en hann iðraðist (sjá Alma 36:6–17) og lýsingu hans á sjálfum sér eftir að hann iðraðist (sjá vers 18–27). Hvernig hlaut Alma fyrirgefningu sína, samkvæmt Alma 36:17–18?

Sjá einnig Matthew S. Holland, „Hin óviðjafnanlega gjöf sonarins,“ aðalráðstefna, október 2020.

Alma 37

Ritningarnar hafa verið varðveittar „í viturlegum tilgangi.“

Íhugið kraftaverk og blessun þess að hafa ritningarnar á okkar tíma! Þegar þið lesið Alma 37, gætið þá að blessununum sem hljótast af því að hafa ritningarnar (sjá t.d. vers 7–10, 18–19, 44–45).

Í Alma 37:38–47 ber Alma „orð Krists“ saman við Líahóna. Þegar þið hugleiðið þennan samanburð, íhugið þá hvernig þið hafið upplifað kraftaverkið og kraftinn í kenningum Krists „dag eftir dag?“ (Alma 37:40).

Sjá einnig D. Todd Christofferson, „Blessun ritninganna,“ aðalráðstefna, apríl 2010; „Er í lífsins orðum leita,“ Sálmar, nr. 106; „Alma Testifies to His Son Helaman“ (myndband), Gospel Library.

Ljósmynd
kona að lesa ritningarnar

Ritningarnar kenna okkur hvernig fylgja skal Guði

Alma 37:1–14

Ljósmynd
seminary icon
„Fyrir hið smáa og einfalda verður hið stóra að veruleika.“

Stundum finnst okkur vandamál okkar vera svo mikil og flókin, að lausnirnar hljóta einnig að vera miklar og flóknar. En það er ekki alltaf háttur Drottins. Þegar þið lesið Alma 37:1–14, hugleiðið þá hvað vekur áhuga ykkar á því hvernig hann vinnur verk sitt. Þið getið síðan hugleitt og skráð hvernig þið hafið tekið eftir virkni þessarar reglu í lífi ykkar.

Hvaða dæmi úr náttúrunni eða daglegu lífi mynduð þið nota til að útskýra regluna, ef þið ættuð að kenna hana einhverjum? Þið getið fundið nokkur í boðskap Dallins H. Oaks forseta, „Hið smáa og einfalda,“ (aðalráðstefna, apríl 2018).

Hvað er eitthvað af því smáa og einfalda sem færir okkur nær himneskum föður og Jesú Kristi?

Oft kemur hið „smáa og einfalda“ sem við veljum miklu til leiðar í lífi okkar. Íhugið að velja efni í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum og spyrjið ykkur sjálf spurninga eins og þessara: Hvernig hafa ákvarðanir mínar hvað þetta varðar áhrif á mig og fólkið umhverfis mig? Hvaða smáar og einfaldar breytingar get ég gert sem munu leiða til meiri friðar og hamingju?

Sjá einnig Michael A. Dunn, „Eitt prósent betri,“ aðalráðstefna, október 2021; Leiðarvísir að ritningunum „Sjálfræði,“ Gospel Library.

Notið smáa og einfalda hluti. Líkt og margt annað í lífinu, er mögulegt að kenna og læra fagnaðarerindið með smáum og einföldum aðferðum. Dæmi: Hvernig væri hægt að nota örlítið af salti eða geri til að kenna áhrifamátt hins smáa og einfalda? (sjá Matteus 5:13; 13:33).

Alma 37:35–37

„Ráðgist við Drottin.“

Gætið að boðum Alma til sonar síns Helamans í Alma 37:35–37. Hvað af þessum boðum finnst ykkur þið hvött til að láta reyna á? Dæmi: Þið gætuð hugleitt merkingu þess að „ráðgast við Drottin“ (vers 37). Hvernig hafið þið reynt að gera það? Hvernig hefur hann leitt ykkur til góðs?

Alma 38

Að miðla vitnisburði mínum um Jesú Krist, getur styrkt þá sem ég elska.

Orð Alma til sonar síns Síblons eru gott dæmi um hvernig styrkja má og hvetja þá sem við elskum til að lifa eftir fagnaðarerindinu. Að læra Alma 38 gæti vakið ykkur einhverjar hugmyndir um að hjálpa fjölskyldumeðlimum og vinum að finna styrk í Jesú Kristi. Skráið það sem þið finnið.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Alma 36:6–24

Iðrun vekur mér gleði í Jesú Kristi.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skilja að iðrun vekur gleði, gætuð þið fengið þeim blað með glaðlegu andliti öðru megin og dapurlegu andliti hinum megin. Biðjið þau að hlusta meðan þið lesið eða dragið saman Alma 36:13, 17–20 og haldið öðru andlitinu á lofti til að sýna hvernig Alma leið. Eldri börn gætu skrifað orð eða orðtök sem lýsa því hvernig honum leið. Hvað gerði Alma sorgmæddan og hvað vakti honum gleði? Þið gætuð síðan sagt þeim frá gleðinni sem þið finnið þegar þið iðrist.

Alma 37:6–7

„Fyrir hið smáa og einfalda verður hið stóra að veruleika.“

  • Börn ykkar gætu haft gaman af því að finna smáa hluti sem koma stórum hlutum til leiðar. Hlutir eins og rafhlaða, bíllykill eða jafnvel leikfang sem huggar þau, gætu verið dæmi. Þið gætuð síðan lesið saman Alma 37:6–7 og hugsað um eitthvað smátt eða einfalt sem Guð vill að við gerum. Hvaða stórir hlutir verða að veruleika þegar við hlýðum þessum smáu eða einföldu boðorðum?

  • Börn ykkar gætu líka prófað eitthvað eins og þetta: Byrjið á því að fylla bolla af vatni, einn dropa í senn. Hvernig tengist þetta Alma 37:6–7? Þið gætuð síðan rætt hvernig hið „smáa og einfalda“ Drottins, líkt og að lesa ritningarnar daglega, eru eins og vatnsdropar í bolla.

  • Hjálpið börnum ykkar að hugsa um það hvernig þau koma miklu til leiðar á heimilinu, í skólanum eða í kirkjunni. Söngurinn „Gefum“ (Barnasöngbókin, 116) útskýrir líka þessa reglu.

Alma 37:38–47

Ritningarnar geta hjálpað mér á hverjum degi.

  • Hvernig gætuð þið hjálpað börnum ykkar að elska orð Guðs, eins og Alma gerði við Helaman? Íhugið að sýna þeim mynd af Líahóna (svo sem Trúarmyndabók, nr. 68) eða bjóðið þeim að teikna Líahóna meðan þau miðla því sem þau vita um Líahóna (sjá Alma 37:38–47; 1. Nefí 16:10, 28–29). Hvernig eru ritningarnar eins og Líahóna?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
engill birtist Alma og sonum Mósía

Engill birtist Alma og sonum Mósía, eftir Clark Kelley Price