Kom, fylg mér 2024
24.–30. júní: „Gangið inn til hvíldar Drottins.“ Alma 13–16


„24.–30. júní: ‚Gangið inn til hvíldar Drottins.‘ Alma 13–16,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„24.–30. júní. Alma 13–16,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Alma og Amúlek ganga út úr varðhaldi

Teikning af Alma og Amúlek bjargað úr varðhaldi, eftir Andrew Bosley

24.–30. júní: „Gangið inn til hvíldar Drottins“

Alma 13–16

Lífið hafði á margan hátt leikið við Amúlek og Seesrom í Ammóníaborg. Amúlek var „maður í dágóðu áliti,“ átti „marga frændur og vini“ og „mikil auðæfi“ (Alma 10:4). Seesrom var fær lögfræðingur sem stóð í „miklum viðskiptum“ (Alma 10:31). Alma kom síðan með boð um að iðrast og „[ganga] inn til hvíldar Drottins“ (Alma 13:16). Það krafðist fórnar af hendi Amúleks, Seesroms og annara að taka á móti þessu boði og jafnvel óbærilegs andstreymis.

Auðvitað lýkur sögunni þó ekki hér. Í Alma 13–16 komumst við að því hver endanleg örlög þeirra verða sem trúa á „kraft Jesú Krists til sáluhjálpar“ (Alma 15:6). Stundum er það björgun, stundum lækning – og stundum verður lífið ekkert bærilegra. „Drottinn tekur [þó alltaf fólk sitt] til sín í dýrð“ (Alma 14:11). Drottinn „[veitir alltaf] kraft í samræmi við trú [okkar] á Krist“ (Alma 14:28). Sú trú veitir okkur alltaf „von um að hljóta eilíft líf“ (Alma 13:29). Þegar þið lesið þessa kapítula, getið þið látið hughreystast af þessum loforðum og skilið betur hvað Alma átti við með orðunum „hvíld Drottins“ (Alma 13:16).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Alma 13:1–19

Ljósmynd
trúarskólatákn
Helgiathafnir prestdæmisins vísa mér til Jesú Krist til endurlausnar.

Orð Alma í Alma 13 opinbera áhrifamikinn sannleika um prestdæmið og tilgang þess – til að búa okkur undir að ganga inn til „hvíldar Drottins“ eða eilífs lífs (Alma 13:16). Þið gætuð ef til vill borið kennsl á hið minnsta ein sannindi í hverju versi í Alma 13:1–19. Hér eru nokkur dæmi til að byrja með:

Vers 1.Prestdæmið er líka kallað „[regla] Guðssonarins“ (sjá einnig Kenning og sáttmálar 107:1–4).

Vers 2.Guð vígir presta til að gera fólki kleift að horfa til sonar síns eftir endurlausn.

Hvað fleira getið þið fundið? Hvað finnst ykkur um prestdæmið þegar þið hugleiðið þennan sannleika?

Hafið þið einhvern tíma hugsað um helgiathafnir prestdæmisins sem gjöf frá Guði til að hjálpa ykkur að „bíða sonar hans til að hljóta endurlausn“? (vers 2; sjá einnig vers 16). Þið gætuð ef til vill skráð allar þær helgiathafnir sem þið hafið hlotið, eins og skírn, staðfestingu, sakramentið, embættisísetningu fyrir köllun, blessun huggunar eða lækningar, patríarkablessun og helgiathafnir musterisins. Hugleiðið upplifun ykkar af helgiathöfnum sem þessum. Íhugið táknræna gildið sem í þeim felst og andann sem þið skynjuðuð. Hvernig vísar hver þessara helgiathafna ykkur til Jesú Krists til endurlausnar?

Sumt fólk trúir ranglega að helgiathafnir – og prestdæmisvaldið til að framkvæma þær – séu ekki nauðsynlegar. Hvernig mynduð þið bregðast við þessari hugmynd? Hér eru tvær aðalráðstefnuræður sem gætu auðgað hugsanir ykkar; veljið eina og skrifið svörin sem ykkur berast: Russell M. Nelson, „Andlegir fjársjóðir,“ aðalráðstefna, október 2019; Dale G. Renlund, „Prestdæmið og friðþægingarkraftur frelsarans,“ aðalráðstefna, október 2017.

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 84:19–22; Leiðarvísir að ritningunum, „Sáttmáli,“ Gospel Library.

Ljósmynd
piltar við sakramentisborðið

Helgiathafnir prestdæmisins gera okkur kleift að horfa til Jesú Krists eftir endurlausn.

Alma 13

Drottinn býður mér að ganga inn til hvíldar sinnar.

Boðið „[gangið] inn til hvíldar Drottins“ (Alma 13:16) er oft endurtekið í Alma 13. Þið gætuð ef til vill gætt að hverju versi þar sem orðið „hvíld“ kemur fyrir í einhverri mynd og hugleitt hvað hvert vers kennir um merkingu „hvíldar Drottins.“ Hvernig er hún frábrugðin líkamlegri hvíld? Hvernig finnum við hana?

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Sigrast á heiminum og finna hvíld,“ aðalráðstefna, október 2022; „Kom þú til Jesú,“ Sálmar, nr. 39.

Alma 14

Á tímum þjáninga verðum við að treysta Drottni.

Þið gætuð velt fyrir ykkur, eins og margir gera, af hverju hræðilegir hlutir gerist fyrir fólk sem reynir að lifa réttlátlega. Ekki er víst að þið finnið öll svörin við þessari erfiðu spurningu í Alma 14, en margt er þó hægt að læra af því hvernig Alma og Amúlek brugðust við hörmungum. Hvað kenna orð þeirra og breytni ykkur um ástæðu þess að Drottinn leyfir stundum að hinir réttlátu þjáist. Hvaða leiðsögn gætu Alma og Amúlek veitt okkur þegar við upplifum erfiðleika?

Sjá einnig Rómverjabréfið 8:35–39; 1. Pétursbréf 4:12–14; Kenning og sáttmálar 122:5–9; Dale G. Renlund, „Ósanngirni sem vekur reiði,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

Verið ætíð viðbúin. Stundir til kennslu koma og fara hratt, grípið því tækifærið þegar þær veitast. Einhver hörmung í heiminum gæti t.d. veitt tækifæri til að miðla reglum úr Alma 14 um ástæðu þess að Drottinn leyfir stundum að hinir saklausu þjáist.

Alma 15:16, 18

Lærisveinshlutverkið krefst fórnar.

Áhugavert gæti verið að búa til lista yfir það sem Amúlek gaf upp á bátinn til að taka á móti fagnaðarerindinu (sjá Alma 10:4–5; 15:16) og bera það saman við það sem honum hlotnaðist (sjá Alma 15:18; 16:13–15; 34:8). Hverju eruð þið fús til að fórna til að verða trúfastari lærisveinar Jesú Krists?

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Þar sem þessi sunnudagur er fimmti sunnudagur mánaðarins, eru Barnafélagskennarar hvattir til að nota námsverkefnin í „Viðauki B: Búa börn undir ævilanga veru á sáttmálsvegi Guðs.

Alma 13:1–2, 16

Prestdæmiskraftur hjálpar mér að komast nær Kristi.

  • Ein leið til að hjálpa börnum ykkar að skilja hvernig prestdæmið vísar okkur til Krists, er að sýna þeim myndir af því hvernig prestdæmið er notað (sjá Trúarmyndabók, nr. 103–110). Börn ykkar gætu hjálpað ykkur að hugsa um það hvernig Jesús notaði kraft sinn (sjá t.d. Matteus 26:26–28; Markús 5:22–24, 35–43; Trúarmyndabók, nr. 38–41). Þið gætuð síðan lesið saman Alma 13:2 og rætt um það hvernig prestdæmiskraftur hjálpar okkur að „bíða sonar [Guðs]“ og verða líkari honum.

    Ljósmynd
    skírn
    Ljósmynd
    Jesús vígir postula
  • Hvers vegna gaf Guð okkur helgiathafnir prestdæmisins? Hjálpið börnum ykkar að finna svör í Alma 13:16. Ef þau þurfa hjálp við að skilja hvað helgiathöfn er, þá má finna lista í Almenn handbók, 18.1 og 18.2. Þið og börn ykkar gætuð ef til vill rætt um upplifanir ykkar við að meðtaka þessar helgiathafnir. Hvernig hjálpa þær okkur að „vænta [Jesú Krists] til fyrirgefningar synda [okkar]“? Söngur eins og „Þegar ég skírist“ (Barnasöngbókin, 53) getur hjálpað börnum ykkar að hugsa um aðrar ástæður til að vera þakklát fyrir helgiathafnir prestdæmisins.

Alma 13:10–12

Jesús Kristur getur hreinsað mig.

  • Eftir að þið hafið lesið þessi vers saman, íhugið þá hvernig þið getið hjálpað börnum ykkar að raungera það sem þau kenna. Þið gætuð ef til vill þvegið eitthvað saman. Hvernig líður okkur þegar við erum óhrein? Hvernig líður okkur þegar við erum aftur hrein? Hvernig eru þessar tilfinningar líkar þeim sem við upplifum þegar við syndgum og síðan iðrumst og verðum hrein fyrir friðþægingu frelsarans?

Alma 14:18–29

Himneskur faðir styrkir mig þegar ég trúi á Jesú Krist.

  • Verkefnasíða þessarar viku gæti hjálpað ykkur – eða börnum ykkar – að segja söguna í Alma 14:18–29 (sjá einnig „kafla 22: Trúboð Alma í Ammóníu,“ Sögur úr Mormónsbók, 58–63). Leggið áherslu á að Alma og Amúlek hafi verið veittur styrkur „fyrir trú [þeirra] á Krist“ (Alma 14:26). Þið gætuð líka rætt um það þegar Guð veitti ykkur styrk „fyrir trú [ykkar].“ Hvernig getum við verið trúföst eins og Alma og Amúlek?

Alma 15:3–12

Jesús Kristur getur breytt hjörtum.

  • Hjartans breyting Seesroms fyrir Jesú Krist er hrífandi. Íhugið að rifja upp með börnum ykkar það sem þau lærðu í síðustu viku um Seesrom. Þið gætuð síðan lesið saman Alma 15:3–12 til að komast að því hvernig þessi breyting varð. Hvað lærum við af reynslu Seesroms um mátt Drottins? (sjá „Zeezrom Is Healed and Baptized“ [myndband], Gospel Library).

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Alma og Amúlek í fangelsi

Alma og Amúlek í fangelsi, eftir Gary L. Kapp