Kom, fylg mér 2024
22.–28. janúar: „Vopnaðir réttlæti og krafti Guðs.“ 1. Nefí 11–15


„22.–28. janúar: ‚Vopnaðir réttlæti og krafti Guðs.‘ 1. Nefí 11–15,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2024)

„22.–28. janúar. 1. Nefí 11–15,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Ljósmynd
fólk neytir ávaxtar lífsins trés

Elska Guðs, eftir Sabrina Squires

22.–28. janúar: „Vopnaðir réttlæti og krafti Guðs“

1. Nefí 11–15

Þegar Guð ætlar spámanni sínum að vinna mikið verk, veitir hann þeim spámanni oft mikla sýn. Móse, Jóhannes, Lehí og Joseph Smith höfðu allir slíka sýn – sýn sem útvíkkaði huga þeirra og gerði þeim mögulegt að sjá hve mikið og undursamlegt verk Guðs er í raun.

Nefí hlaut líka eina slíka lífsbreytandi sýn. Hann sá þjónustu frelsarans, framtíð afkomenda Lehís í fyrirheitna landinu og framvindu verks Guðs á síðari dögum. Eftir þessa sýn var Nefí betur búinn undir verkið sem fram undan var. Að lesa um þessa sýn, getur líka hjálpað við undirbúning ykkar – því Guð ætlar ykkur líka verk að vinna í ríki sínu. Þið eruð meðal „[hinna] heilögu í kirkju lambsins“ sem Nefí sá, „sem [dreift] var um allt yfirborð jarðar. Og þeir voru vopnaðir réttlæti og krafti Guðs í mikilli dýrð“ (1. Nefí 14:14).

Sjá einnig „Nephi Sees a Vision of Future Events“ (myndband), Gospel Library.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

1. Nefí 11

Guð sendi Jesú Krist sem tákn um elsku sína.

Þegar Nefí spurði engilinn um merkingu trésins í sýn Lehís, hefði engillinn getað sagt: „Það táknar elsku Guðs.“ Þess í stað sýndi hann Nefí fjölda tákna og atburða úr lífi frelsarans. Gætið að þeim táknum og atburðum við lestur og íhugun 1. Nefís 11. Hvað finnið þið. sem hjálpar ykkur að skilja hvers vegna Jesú Kristur er æðsta kærleikstjáning Guðs?

Þið gætuð líka íhugað að horfa á biblíumyndböndin í Gospel Library sem fjalla um atburðina sem Nefí sá. Hvernig hefur frelsarinn hjálpað ykkur að skynja elsku föður ykkar á himnum?

Sjá einnig Susan H. Porter, „Elska Guðs, eftirsóknarverðust af öllu,“ aðalráðstefna, október 2021.

1. Nefí 12–14

Ég get „[vopnast] réttlæti og krafti.“

Nefí auðnaðist ekki líf til að verða vitni að flestu því sem hann sá í sýn sinni. Hvers vegna haldið þið að það hafi verið Nefí dýrmætt að þekkja þessa hluti? Af hverju er mikilvægt fyrir ykkur að þekkja þá? Spyrjið þessarar spurningar í hvert sinn sem þið lesið um eitthvað sem Nefí sá í sýn sinni (sjá 1. Nefí 12–14). Hvaða hughrif hljótið þið varðandi hlutverk ykkar í því sem kallast „mikið og undursamlegt verk“ Drottins? (1. Nefí 14:7). Hvaða miklu og undursamlegu hluti hefur frelsarinn gert fyrir ykkur?

Íhugið einkum loforðið í 1. Nefí 14:14. Hvernig hefur frelsarinn uppfyllt þetta loforð í lífi ykkar? (Sjá t.d. David A. Bednar, „Með krafti Guðs í mikilli dýrð,“ aðalráðstefna, október 2021, einkum síðustu tvo hlutana.)

1. Nefí 13:1–9; 14:9–11

Hver er hin „volduga og viðurstyggilega kirkja“ sem Nefí sá?

Dallin H. Oaks forseti útskýrði að hin „volduga og viðurstyggilega kirkja,“ sem Nefí lýsti, væri fulltrúi „hverrar þeirrar heimspeki eða samtaka sem standa í vegi fyrir trú á Guð, og að sú ‚ánauð‘ sem þessi ‚kirkja‘ leitast við að kalla yfir hina heilögu, fælist meira í ánauð falskra hugmynda en líkamlegri ánauð“ („Stand as Witnesses of God,“ Ensign, mars 2015, 32). Hvernig hjálpar frelsarinn ykkur að forðast – og komast hjá – ánauð falskra hugmynda?

1. Nefí 15:1–11

Guð mun svara mér ef ég spyr í trú.

Hefur ykkur nokkru sinni liðið þannig að þið væruð ekki að hljóta persónulegar opinberanir – að Guð væri ekki að tala til ykkar? Hvaða ráð veitti Nefí bræðrum sínum þegar þeim leið þannig? (Sjá 1. Nefí 15:1–11.) Hvernig getið þið tileinkað ykkur leiðsögn Nefís í lífi ykkar?

1. Nefí 15:23–25

Ljósmynd
trúarskólatákn
Að ríghalda í orð Guðs, hjálpar mér að halda mig fjarri áhrifum Satans.

Nefí hafði oft eitthvað mikilvægt að segja bræðrum sínum. En honum virtist einkar umhugað um það sem hann sagði þeim í 1. Nefí 15:23–25. Hvað var það sem Nefí sagði og af hverju haldið þið að það hafi verið honum svo mikilvægt?

Öldungur David A. Bednar kenndi að „orð Guðs“ getur vísað til ritninganna, orð lifandi spámanna og sjálfs Jesú Krists. Hver gæti verið merking þess að „ríghalda“ sér í ritningarnar og orð lifandi spámanna? Hver gæti verið merking þess að „ríghalda“ sér í orð Jesú Krists? Þið gætuð leitað mögulegra svara við þessum spurningum í boðskap öldungs Bednars, „En við gáfum þeim engan gaum“ (aðalráðstefna, apríl 2022).

Hvernig hjálpar það ykkur að standa gegn óvininum að ríghalda ykkur í orð Guðs? Að útfylla töflu eins og þessa, gæti hjálpað við að koma skipan á hugsanir ykkar:

 … hjálpað mér að takast á við niðdimma þoku freistinga? (sjá 1. Nefí 12:17)

 … hjálpað mér að forðast hégóma og dramb heimsins? (1. Nefí 12:18)

Hvernig getur það að ríghalda mér í ritningarnar og orð lifandi spámanna …

Hvernig getur það að ríghalda mér í frelsarann …

Sjá einnig „The Iron Rod,“ Hymns, nr. 274; Jorge F. Zeballos, „Byggja upp líf með viðnámsþrótti gegn andstæðingnum,“ aðalráðstefna, október 2022.

Ljósmynd
fjölskylda les ritningarnar

Ritningarnar eru eins og járnstöng sem leiðir okkur að lífsins tré.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

1. Nefí 11:16–33

Himneskur faðir sendi Jesú Krist af því að hann elskar mig.

  • Engill sýndi Nefí atburði úr lífi frelsarans til að kenna honum um elsku Guðs. Þið gætuð gert það sama fyrir börn ykkar – fengið þeim myndir af atburðunum sem Nefí sá í 1. Nefí 11:20, 24, 27, 31 og 33 (sjá Trúarmyndabók, nr. 30, 35, 39, 4257). Hjálpið börnum ykkar að finna myndina sem sýnir atburðinn við lestur þessara versa. Hvað lærum við um Jesú Krist af þessum versum og myndum?

  • Að syngja söng eins og „Hann sendi soninn“ (Barnasöngbókin, 20) gæti hjálpað börnum ykkar að skynja elsku Guðs. Spyrjið börn ykkar að því hvað þau lærðu af söngnum eftir að þau hafa sungið hann. Hvað fleira lærum við um elsku Guðs í 1. Nefí 11:22–23?

Notið listaverk til að hjálpa börnum að læra. Þegar þið kennið börnunum ritningarsögu, hjálpið þeim þá að sjá hana fyrir sér. Þið gætuð notað myndir, myndbönd, brúður, búninga o.s.frv.

1. Nefí 13:26–29, 35–36, 40

Mormónsbók kennir dýrmætan sannleika.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að meta hinn „skýra og dýrmæta“ sannleika Mormónsbókar, gætuð þið teiknað mynd og boðið börnum ykkar að breyta eða fjarlægja hluta myndarinnar til að hún líti öðruvísi út. Þið gætuð gert þetta til að kenna að sumu í Biblíunni hafi með tímanum verið breytt og sumt fjarlægt. Lesið saman 1. Nefí 13:40 og ræðið um það hvernig Mormónsbók („þessar síðustu heimildir“) hjálpar okkur að skilja hin „skýru og dýrmætu atriði“ sem glötuðust úr Biblíunni („fyrri“ heimildunum). Hvaða „skýra og dýrmæta“ sannleika hafið þið lært í Mormónsbók?

  • Myndbandið „The Book of Mormon—a Book from God“ (Gospel Library) gæti hjálpað börnum ykkar að skilja hvers vegna mikilvægt sé að hafa bæði Biblíuna og Mormónsbók. Börn gætu notið þess að endurskapa frásögnina í myndbandinu.

Ljósmynd
eintök af Mormónsbók á mismunandi tungumálum

Mormónsbók endurreisir sannleika fagnaðarerindisins sem glataðist í fráhvarfinu.

1. Nefí 15:23–24

Að ríghalda í orð Guðs, hjálpar mér að standast freistingar.

  • Veitið börnum ykkar tækifæri til að miðla því sem þau vita um sýn Lehís. Það gæti hjálpað að nota mynd, eins og þá sem er í lexíudrögum síðustu viku. Hvað kom í veg fyrir að fólkið næði til trésins? Hvað hjálpaði því að ná til þess? Þið gætuð beðið þau að finna járnstöngina á myndinni. Lesið saman 1. Nefí 15:23–24 til komast að því hvað járnstöngin táknar og hvernig hún getur hjálpað okkur.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Sýn Nefís af Maríu og Jesúbarninu

Sýn Nefís af Maríu, eftir James Johnson