Kom, fylg mér 2024
1.–7. janúar: Annað vitni um Jesú Krist. Kynningarsíður Mormónsbókar


„1.–7. janúar: Annað vitni um Jesú Krist. Kynningarsíður Mormónsbókar,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók, 2024 (2024)

„1.–7. janúar. Kynningarsíður Mormónsbókar,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Ljósmynd
Mormón ritar á gulltöflurnar

1.–7. janúar: Annað vitni um Jesú Krist

Kynningarsíður Mormónsbókar

Jafnvel áður en þið komið að 1. Nefí kapítula 1, munið þið taka eftir að Mormónsbók er engin venjuleg bók. Kynningarsíðurnar lýsa sögubakgrunni sem er ólíkur öllum öðrum – má þar nefna heimsóknir engla, fornar heimildir grafnar í aldaraðir í fjallshlíð og pilt sem þýðir heimildirnar með krafti Guðs. Mormónsbók er ekki bara saga forns amerísks menningarsamfélags. Hún er til að sannfæra „alla um að Jesús er Kristur“ (titilsíða Mormónsbókar) og Guð stjórnaði því sjálfur hvernig hún var rituð, varðveitt og gerð okkur tiltæk. Þegar þið lesið Mormónsbók á þessu ári, biðjið varðandi hana og tileinkið ykkur kenningar hennar, munuð þið bjóða frelsaranum í líf ykkar. Þið gætuð líka verið hvött til að segja, eins og vitnin þrjú sögðu í vitnisburði sínum: „Í augum [mínum] er það undursamlegt.“

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Titilsíða Mormónsbókar

Að læra Mormónsbók, getur styrkt trú mína á Jesú Krist.

Titilsíða Mormónsbókar býður upp á meira en einungis titil. Hún tilgreinir m.a. tilgang þessarar helgu heimildar. Leitið að þessum tilgangi á titilsíðunni. Spurningar eins og þessar geta hjálpað þegar þið hugleiðið: Hvers vegna höfum við Mormónsbók? Hvernig er Mormónsbók frábrugðin öðrum bókum?

Nú gæti verið góður tími til að búa til lestraráætlun fyrir ykkur sjálf eða fjölskylduna varðandi lestur Mormónsbókar á þessu ári. Hvenær og hvar munið þið lesa? Hvernig bjóðið þið andanum að vera með í námi ykkar? Munið þið gæta að einhverju sérstöku í námi ykkar? Þið gætuð t.d. gætt að ritningarhlutum sem hafa að gera með tilganginn sem þið finnið á titilsíðunni. Þið gætuð skráð vers sem styrkja trú ykkar á Jesú Krist.

Sjá einnig 2. Nefí 25:26; Mósía 3:5–8; Alma 5:48; 7:10–13; Helaman 5:12; 3. Nefí 9:13–18; 11:6–14; Moróní 10:32–33.

Loforð frá spámanni. Russell M. Nelson forseti sagði: „Ég lofa að er þið íhugið það sem þið lærið [í Mormónsbók], þá munu gáttir himins opnast og þið munið hljóta svör við spurningum ykkar og leiðsögn fyrir líf ykkar“ („Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?,“ aðalráðstefna, október 2017).

Formáli Mormónsbókar; „Vitnisburður þriggja vitna“; „Vitnisburður átta vitna

Ljósmynd
trúarskólatákn
Ég get verið vitni um Mormónsbók.

Heilagur andi getur vitnað fyrir ykkur um að Mormónsbók sé sönn, jafnvel þótt þið hafið ekki séð gulltöflurnar eins og vitnin þrjú eða vitnin átta gerðu. Þegar þið lesið orð þeirra, íhugið þá hvernig vitnisburður þeirra styrkir ykkur.

Hvað vekur áhuga ykkar varðandi það hvernig vitnin miðluðu vitnisburði sínum um Mormónsbók? Íhugið hvernig þið getið gefið vitnisburð ykkar um Mormónsbók – einkum vitnisburð hennar um Jesú Krist. Dæmi: Ímyndið ykkur að þið séuð að ræða við vin sem hefur aldrei heyrt talað um Mormónsbók. Hvað mynduð þið segja við hann eða hana um bókina? Hvernig mynduð þið hvetja vin ykkar til að lesa hana? Íhugið að rifja upp formála Mormónsbókar. Þið gætuð fundið upplýsingar þar, sem væru gagnlegar til að miðla vini ykkar. Eftirtalin myndbönd gætu líka veitt ykkur hugmyndir:

  • „Book of Mormon Introduction [Kynning Mormónsbókar]“

  • „What Is the Book of Mormon? A 60-Second Overview [Hvað er Mormónsbók? 60 sekúndna útskýring]“

  • „A Book of Mormon Story [Saga Mormónsbókar]“

Íhugið að skrá allt það sem þið mynduð miðla vini um Mormónsbók. Reynið að miðla Mormónsbók með því að nota smáforrit Mormónsbókar.

Sjá einnig Ronald A. Rasband, „Í dag,“ aðalráðstefna, október 2022; Gospel Topics, „Book of Mormon,“ Gospel Library; „Það engill uppheims var,“ Sálmar, nr. 30.

Ljósmynd
Joseph Smith og vitnin þrjú biðja saman

Vitnin þrjú báru vitni um Mormónsbók.

Vitnisburður spámannsins Josephs Smith

Fram koma Mormónsbókar var kraftaverk.

Hvað segðuð þið, ef einhver spyrði ykkur um uppruna Mormónsbókar? Hvernig mynduð þið lýsa hlutdeild Guðs í fram komu Mormónsbókar? Þegar þið lesið vitnisburð Josephs Smith, gætið þá að því hvernig hann lýsir bókinni. Hvað teljið þið að Guði finnist um mikilvægi Mormónsbókar, byggt á því sem þið lásuð?

Sjá einnig Ulisses Soares, „Fram koma Mormónsbókar,“ aðalráðstefna, apríl 2020; Heilagir, bindi 1, Sannleiksstaðall, 21–30; Gospel Topics Essays, „Book of Mormon Translation,“ Gospel Library.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir að kennslu barna

Titilsíða Mormónsbókar

Að lesa Mormónsbók, getur styrkt trú mína á Jesú Krist.

  • Látið börn ykkar horfa og halda á eintaki af Mormónsbók. Hjálpið þeim að gæta að undirtitlinum, Annað vitni um Jesú Krist. Þið gætuð líka hjálpað þeim að finna á titilsíðunni setninguna „Jesús er Kristur, hinn Eilífi Guð, er opinberar sig öllum þjóðum.“ Hjálpið þeim að skilja að þetta þýði að Mormónsbók kenni okkur um Jesú Krist. Segið þeim stuttlega frá því hvernig Mormónsbók hefur styrkt trú ykkar á Jesú Krist. Þið gætuð líka spurt þau um eftirlætissögur þeirra í Mormónsbók. Að syngja „Sögur Mormónsbókar” (Barnasöngbókin, 62), gæti minnt þau á einhverjar þessara frásagna.

Formáli Mormónsbókar

Mormónsbók er burðarsteinn trúar okkar.

  • Verkefnasíða þessarar viku og myndin hér að neðan geta hjálpað börnum ykkar að skilja þessi orð Josephs Smith í formála Mormónsbókar: „Mormónsbók er burðarsteinn trúar okkar.“ Það gæti líka verið gaman að byggja eða teikna bogahlið með burðarstein sem efsta stein. Hvað gæti gerst ef burðarsteinninn væri fjarlægður? Hvað myndi gerast ef við hefðum ekki Mormónsbók? Þið gætuð lesið saman síðustu málsgreinina í formálanum, til að komast að því hvað fleira við lærum er við meðtökum sannleika Mormónsbókar. Hvernig getum við gert Mormónsbók að burðarsteini trúar okkar á Jesú Krist?

Ljósmynd
Steinbogi með burðarsteini sem heldur honum uppi

Mormónsbók er burðarsteinn trúar okkar.

Vitnisburður þriggja vitna“; „Vitnisburður átta vitna

Ég get verið vitni um Mormónsbók.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skilja hvað það þýðir að vera vitni, gætuð þið lýst einhverju fyrir þeim sem þið hafið séð, en þau ekki. Látið þau gera það sama við ykkur. Þetta gæti leitt til umræðu um þá ellefu sem sáu gulltöflurnar sem Mormónsbók var þýdd af. Þegar þið lesið saman vitnisburðinn, gætuð þið rætt hvers vegna þessi vitni vildu að aðrir vissu af vitnisburði þeirra. Hverjum viljum við segja frá Mormónsbók?

Vitnisburður spámannsins Josephs Smith

Mormónsbók var gefin okkur með krafti Guðs.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Joseph tekur á móti gulltöflunum frá Moróní

Moróní afhendir gulltöflurnar, eftir Gary L. Kapp