2010–2019
Leikkerfabók prestdæmisins
Apríl 2019


Leikkerfabók prestdæmisins

Búið til ykkar eigin leikkerfabók varðandi það hvernig þið munið sanna ykkur sem lærisveinar Krists.

Í desember á síðasta ári gaf Æðsta forsætisráðið út yfirlýsingu þess eðlis að 11 ára drengir myndu „hefja þátttöku … í Aronsprestdæmissveitum … í byrjun janúar, árið sem þeir verða 12 ára.“1

Í framhaldi af því voru þó nokkrir forviða 11 ára drengir, fyrri hluta þessa árs, sem höfðu reiknað með að vera í Barnafélaginu fram að afmælisdegi sínum, en voru nú farnir að bera úr sakramentið, sem nývígðustu djáknar kirkjunnar.

Ég velti því fyrir mér hverjir hafi verið meira undrandi yfir breytingunni – djáknarnir eða foreldrar þeirra. Af þessum – nærri 80.000 – nýju djáknum eru margir meðal okkar í kvöld í þessari miklu ráðstefnuhöll, eða taka þátt í gegnum tæknina. Velkomnir í hið mikla bræðralag prestdæmisins!

Þessi breyting gerir þennan fund sögulegan – og þetta er sennilega stærsti hópur Aronsprestdæmishafa sem hefur nokkru sinni tekið þátt í aðalfundi prestdæmisins á aðalráðstefnu. Í ljósi þessa sérstaka tilefnis, beini ég orðum mínum sér í lagi til hinna ungu manna í Aronsprestdæminu.

Lexíur sem læra má af íþróttum

Sem nemendur, þá eru margir ykkar einnig að þroska með sér hæfileika, áhugamál og tómstundaiðju í gegnum tómstundaiðkanir í skólanum eða í persónulegri kennslu, í liðum og hópum utan skólans, þar á meðal íþróttum.

Þar sem ég hef notið íþrótta allt mitt líf, þá hef ég alltaf dáðst af þeim sem efla íþróttahæfni sína að því marki að þeir séu farnir að spila á afreksstigi. Til þess að geta orðið virkilega góður í einhverju, þá krefst það endalausra klukkustunda í þjálfun og æfingu, auk náttúruhæfileika, mikils aga og fórnar. Sumir íþróttamenn heyra oft harða gagnrýni þjálfara og leggja fúslega til hliðar það sem þeir óska sér núna fyrir eitthvað meira í framtíðinni.

Við þekkjum kirkjumeðlimi og prestdæmishafa sem hafa upplifað frama á efstu stigum atvinnuíþrótta. Það eru mörg góð dæmi um það, en ég get einungis minnst á nokkra hér, tímans vegna. Þið kannist kannski við einhverja þessara íþróttamanna: Í hafnarbolta, Jeremy Guthrie og Bryce Harper; í körfubolta, Jabarai Parker og Jimmer Fredette; Í knattspyrnu, Ricardo Rojas; í rúbbídeildinni, William Hopoate; og í amerískum fótbolta, Teysom Hill og Daníel Sorensen. Hver og einn þeirra hefur lagt sitt á vogakálar sinnar íþróttar.

Þó að þeir séu einstaklega farsælir í sinni íþrótt, þá myndu þessir íþróttamenn vera fyrstir til að viðurkenna að þeir eru ekki fullkomnir íþróttamenn né fullkomnir einstaklingar. Þeir leggja hart að sér til að vera bestir í sinni íþrótt – og til að lifa eftir fagnaðarerindinu. Þeir standa upp ef þeir falla og vinna að því að standa stöðugir allt til enda.

Lærið leikkerfabókina

Í hópíþróttum eru leikkerfi þróuð fyrir vissar aðstæður í leiknum og þau sett saman í leikkerfabók. Íþróttamenn læra sitt hlutverk í hverju kerfi fyrir sig. Farsælir leikmenn kynna sér leikkerfabókina það vel að þegar kallað er á leikkerfi þá vita þeir nákvæmlega, næstum því ósjálfrátt, hvert þeir eiga að fara og hvað að gera.

Ljósmynd
Þjálfari með leikkerfabók

Ljósmynd eftir Dave Kaup/REUTERS/stock.adobe.com

Ljósmynd
Leikkerfabók

Á svipaðan hátt erum við prestdæmishafar líka með lið (sveit) og leikkerfabók (hinar helgu ritningar og orð nútíma spámanna).

Styrkið þið liðsfélaga ykkar?

Hve vel hafið þið lært leikkerfabók ykkar?

Skiljið þið hlutverk ykkar fyllilega?

Ljósmynd
prestdæmissveit

Horfast í augu við andstæðinginn

Til þess að taka þessa samlíkingu enn lengra, þá þekkja frábærir þjálfarar styrk og veikleika síns eigin liðs jafn vel og andstæðinganna. Þeir skapa leikáætlun sem mun veita þeim besta möguleikann á sigri. Hvað með ykkur?

Þið vitið hvaða freistingum þið eruð viðkvæmastir fyrir og þið getið séð það út hvernig andstæðingurinn mun reyna að koma ykkur út af sporinu og draga kjarkinn úr ykkur. Hafið þið sett saman persónulega leikáætlun og leikkerfabók, svo að þið vitið hvernig að bregðast við þegar þið standið frammi fyrir mótstöðu?

Þegar þið mætið ýmsum siðferðilegum freistingum – hvort heldur í félagsskapi annarra eða þegar þið eruð einir að horfa á skjá – þá þekkið þið ykkar eigin leikkerfi. Ef félagi leggur það til að þið fáið ykkur áfengi eða prófið vímuefni, þá þekkið þið leikkerfið. Þið hafið æft það og vitið fyrirfram hvernig þið eigið að bregðast við.

Með leikáætlun, leikkerfabók og ákveðna skuldbindingu til að framkvæma hlutverk ykkar þá finnið þið að freistingin hefur minna tak á ykkur. Þið munið þegar hafa tekið ákvörðun um það hvernig þið eigið að bregðast við og hvað þið munið gera. Þið þurfið ekki að taka ákvörðun í hvert skipti sem þið standið frammi fyrir freistingu.

Einn hinna Tólf deildi nýlega sögu sem sýnir þessa reglu. Sem prestur í framhaldsskóla, var hann að hitta félaga sína. Eftir að þeir fengu sér eitthvað að borða voru þeir að keyra um, þegar einhver stakk upp á því að þeir færu á vissa kvikmynd. Vandamálið var að hann vissi að þetta var mynd sem hann ætti ekki að fara að sjá. Þó að hann fyndi strax þrýsting og kvíða varðandi aðstæðurnar, þá hafði hann reiknað með þessu. Þetta var síða beint úr prestdæmis leikkerfabók hans.

Hann dró djúpt andann, kallaði fram hugrekki sitt og tilkynnti: „Ég hef ekki áhuga á þessari mynd. Hleypið mér bara út heima,“ sem þeir og gerðu. Einfalt leikkerfi sem leiddi hann til sigurs! Mörgum árum seinna lýsti einn vina hans því hvernig fordæmi hans þetta kvöld átti eftir að vera honum mikill styrkur í að takast á við svipaðar aðstæður af dirfsku seinna í lífi hans.

Blaðsíður úr leikkerfabókinni

Ég bað nokkra bræðurna að mæla með leikkerfum sem þið getið innifalið í ykkar eigin leikkerfabók. Hér koma nokkrar af innblásnum tillögum þeirra.

  • Biðjið daglega fyrir meira ljósi og vitnisburð um Jesú Krist.

  • Hlustið vandlega á leiðsögn foreldra ykkar, biskups og leiðtoga í Piltafélaginu og prestdæmissveitum ykkar.

  • Forðist klám og ósiðlegt efni á samfélagsmiðlum.

  • Munið þau loforð sem þið hafið gefið Guði og vinnið að því að halda þau.

  • Lesið sögur úr ritningunum um merka spámenn og líkið eftir þeirra góðu eiginleikum.

  • Blessið börn himnesks föður í gegnum þjónustu.

  • Leitið góðra vina til að hjálpa ykkur að verða sú persóna sem þið viljið vera.

  • Verðið sérfræðingar í smáforritinu FamilySearch og kannið ykkar eigin ættarsögu.

  • Skipuleggið athvarf þangað sem þið getið flúið ill áhrif.

  • Elskið og hjálpið til við að styrkja aðra meðlimi prestdæmissveitar ykkar.

Ég var einnig í sambandi við þá íþróttamenn sem þið sáuð á myndunum. Mér fannst það áhugavert að þeir auðkenna sig ekki aðeins út frá því sem þeir gera, sem atvinnumenn, heldur líka út frá því hverjir þeir eru, sem synir ástríks himnesks föður og prestdæmishafar Guðs.

Hlustum nú á hugleiðingar þeirra:

  • Jimmer Fredette, hér sem djákni að læra að binda bindishnút, segir: „Ég hef lært að halla mér mikið að þekkingu minni og trú um sannleiksgildi fagnaðarerindisins. Það hefur leitt mig til að verða … verðugur prestdæmishafi og framar öllu – jákvætt fordæmi.“

    Ljósmynd
    Jimmer Fredette sem djákni
  • Bryce Harper, hér sem eiginmaður, skrifar: „Ég hélt að frægð, frami og viðurkenning sem maður leiksins, myndi gera mig hamingjusaman. Það vantaði eitthvað. Svo ég … undirbjó mig og [fór í ] musterið. Ég er nú á leiðinni [aftur heim] til himnesks föður míns og á eilífa fjölskyldu – sem er mesta gleðin í heiminum!“

    Ljósmynd
    Bryce Harper með eiginkonu sinni
  • Daniel Sorensen, hér sem trúboði, segir: „Góð leikkerfabók er áætlun sem notar hæfileika og styrk hvers liðsmanns. … Er ég læri og iðka kenningar fagnaðarerindis Jesú Krists, get ég vitað hvernig á að nota styrkleika mína til að þjóna í prestdæminu.“

    Ljósmynd
    Daniel Sorensen sem trúboði
  • Jeremy Guthrie, nú þjónandi sem trúboðsforseti, deildi þessu: „Þegar ég var 12 ára djákni … [fann ég] andann bera mér vitni um [að] ‚þetta líf er tíminn … til að [búa sig undir] að mæta Guði.‘2 Leikáætlunin er trú á Guð yfir í framkvæmd [og] iðrun í gegnum frelsarann. … Leikkerfabókina má finna í hinum helgu ritningum og í gegnum lifandi spámenn.“

    Ljósmynd
    Jeremy Guthrie sem trúboðsforseti
  • Jabari Parker, hér við vígslu sína fyrir embætti öldungs, segir: „Ég gæti ekki ímyndað mér persónuna sem ég hefði orðið ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun að skírast. … Ég er svo þakklátur fyrir að hafa Guð í lífi mínu til að leiða mig hvern dag.“

    Ljósmynd
    Jabari Parker við prestdæmisvígslu
  • Ricardo Rojas, hér að þjóna sem greinarforseti, sagði: „Í gegnum prestdæmi [Guðs] getum [við] aðstoðað við verk hans. Við erum kallaðir til að vera ‚[djarfir og hughraustir]‘3 við að verja sannleikann.“ Þetta hefur hjálpað honum að vera bæði farsæll á leikvellinum og sem prestdæmishafi.

    Ljósmynd
    Ricardo Rojas sem greinarforset
  • Taysom Hill, hér sem trúboði, finnst að fagnaðarerindi Jesú Krists hafi þjónað sem leikkerfabók í lífi hans. Hann sagði: „Það að trúa á áætlun [Guðs] og að gera mitt besta til að uppfylla hlutverk mitt, hefur veitt mér yfirþyrmandi frið og hamingju í lífi mínu, vitandi að Guð er sáttur við framlag mitt.“

    Ljósmynd
    Taysom Hill sem trúboði
  • William Hopoate, hér við blessun sonar síns, með fjórum kynslóðum, segir að fagnaðarerindið hjálpi honum að „þekkja kænsku mótherjans og veitir andlegan stuðning til að standast logandi örvar og þjóna öðrum betur.“

    Ljósmynd
    William Hopoate við barnsblessun

Hvað með ykkur? Eruð þið meðvitaðir um hið hærra og heilagara auðkenni sem synir Guðs, sem handhafar hins heilaga prestdæmis hans? Skapið ykkar eigin leikkerfi og leikkerfabók prestdæmisins, með þetta eilífðar auðkenni í huga, sem mun leiða ykkur á tíma freistinga og mótlætis. Íhugið bæði sóknar og varnarleiki.

Sóknarleikir hjálpa til við að styrkja vitnisburði og auka ásetninginn um að halda sér á hinum krappa og þrönga vegi. Dæmi um það eru reglulegar bænir, ritningarnám, kirkju- og musterissókn, tíundargreiðslur og að fylgja þeim ráðum sem má finna í bæklingnum Til styrktar æskunni.

Varnarleikir geta verið að áætla fyrirfram hvernig þið ætlið að takast á við freistingar. Þegar þið finnið fyrir freistingunni að slaka til í persónulegum stöðlum ykkar, þá vitið þið fyrirfram hvað gera skal.

Þið þurfið leikkerfabók fyrir það.

Langar ykkur ekki að biðja í dag? Tími kominn að framkvæma það leikkerfi sem þið hafið þegar skipulagt.

Finnst ykkur vitnisburður ykkar vera að dala? Þið hafið leikkerfi fyrir það. Þið vitið hvað ber að gera.

Stjörnuleikmenn í augum Guðs

Þið eruð handhafar hins heilaga prestdæmis Guðs. Skuldbinding ykkar við að halda fast í járnstöngina mun breyta ykkur í þá eilífu veru sem þið voruð skapaðir til að verða.

Guð þekkir og elskar ykkur. Hann mun blessa og leiða ykkur.

Þið gætuð verið að hugsa um að þið séuð ekkert sérstakir, að þið séuð ekki afreksefni. Það er ekki satt. Vitið þið ekki að Guð hefur lýst því yfir að: „Hið veika í heiminum mun koma og brjóta niður hina máttugu og sterku.“4

Finnst ykkur þið vera veikburða? Lítilfjörlegir? Til hamingju, þið eruð í byrjunarliðinu!

Finnst ykkur þið vera smávægilegir? Eftirbátar? Þið kunnið að vera nákvæmlega það sem Guð þarfnast.

Ljósmynd
Davíð og Golíat

Er til nokkuð betra dæmi en þegar Davíð steig inn á orrustuvöllinn gegn hinum hræðilega andstæðingi, Golíat. Með því að treysta á Drottin og hafa áætlun, bjargaði Davíð ekki einungis sjálfum sér, heldur Ísraelsher!5 Vitið að Guð mun vera með ykkur er þið kallið fram hugrekki ykkar til að vera með honum. „Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?“6

Hann getur opnað dyr og hjálpað okkur að finna styrk og getu sem við vissum aldrei að við hefðum.7

Hlustið á áreiðanlega þjálfara ykkar, eins og foreldra ykkar, biskupinn og leiðtoga Piltafélagsins. Lærið á leikkerfabókina. Lesið ritningarnar. Lærið orð nútíma spámanna. Búið til ykkar eigin leikkerfi varðandi það hvernig þið munið sanna ykkur sem lærisveinar Krists.

Þekkið fyrirfram þau leikkerfi sem þið munið nota til að styrkja anda ykkar og forðast snörur andstæðingsins.

Gerið þetta og Guð mun sannarlega nota ykkur.

Sumir skilja sig kannski frá fagnaðarerindinu og ráfa burt. Sumir kunna að sitja á áhorfendapöllunum og horfa á leikinn í mikilli fjarlægð. Aðrir velja að sitja á bekknum, jafnvel þó að þjálfarinn hafi reynt að senda þá inn á völlinn. Ég býð ykkur að bjarga, styðja og elska þá sem liðsfélaga ykkar!

Aðrir vilja taka þátt í leiknum og gera það. Það sem skiptir mestu er ekki hve hæfileikaríkir þeir eru, heldur hve fúsir þeir eru að koma inn á völlinn. Þeir bíða ekki eftir að vera kallaðir upp heldur þekkja þeir ritningargreinina sem segir: „Ef þér þráið þess vegna að þjóna Guði, eruð þér kallaðir til verksins.“8

Þið getið sett ykkur sjálfa í byrjunarliðið.

Gerið það er þið lærið og framkvæmið leikkerfabók ykkar í prestdæminu.

Á leiðinni munið þið líklega hrasa og detta – kannski oft, mjög oft. Þið eruð ekki fullkomnir, að gera mistök er hluti af hæfnisferlinu sem leyfir ykkur að fága persónuleika ykkar og þjóna á umhyggjusamari hátt. Frelsarinn og óendanleg friðþæging hans veitir leið til að sigrast á mistökum okkar, í gegnum einlæga iðrun.

Frábærir íþróttamenn eyða hundruð klukkustunda í að fullkomna hið minnsta í leik sínum. Sem prestdæmishafar, verðið þið að hafa sama hugarfar. Ef þið gerið mistök, iðrist og lærið af því. Æfið ykkur svo að ykkur gangi betur næst. Þetta byggir endanlega á ykkur sjálfum. Ætlið þið að læra leikkerfabókina?

Ég hvet ykkur: Treystið Drottni. Setjið á ykkur alvæpni Guðs9 og takið þátt í leiknum.

Það eru ekki margir sem spila atvinnumannaíþróttir á afreksstigi, en þegar kemur að því að vera lærisveinn þá eru margir sem velja að fylgja Kristi.

Í raun þá er það hlutverk ykkar í þessu lífi að læra leiðir Drottins, fara inn á veg lærisveinsins og vinna að því að lifa eftir áætlun Guðs. Guð mun halda ykkur uppi og blessa ykkur er þið snúið ykkur til hans. Þið getið þetta því þið eruð allir stjörnuleikmenn í hans augum.

Ég bið þess að þið munið einsetja ykkur að lifa verðugir hins heilaga prestdæmis, sem þið berið, og keppa að því að framkvæma heilagt hlutverk ykkar daglega. Ég blessa ykkur með getu og þrá til að gera svo. Ég bæti vitnisburði mínum við kraft prestdæmisins sem þið berið, um lifandi spámenn og Jesú Krist og hlutverk hans sem frelsara okkar og lausnara. Í nafni Jesú Krists, amen.