Leiðbeiningar fyrir leiðtoga: Hvernig nota á eyðublöð sjálfsbjargaráætlunar


Hin nýju eyðublöð Sjálfsbjargaráætlun og Leiðarvísir biskups að sjálfsbjargaráætlun, koma í stað núgildandi eyðublaða Þarfa- og úrræðagreining og Þarfa- og úrræðagreining – fylgiblað. Þessi nýju eyðublöð eru til að hjálpa biskupum og greinarforsetum að þjóna þeim betur sem þurfa velferðaraðstoð og leiða þá til sjálfsbjargar.

Leiðarvísir biskups að sjálfsbjargaráætlun. Biskupar og greinarforsetar nota þessi eyðublöð til ákveða og fylgjast með velferðaraðstoð og fylgja eftir eigin sjálfsbjargaráætlunum meðlims.

Sjálfsbjargaráætlun. Meðlimir fylla sjálfir út þetta eyðublað eða með aðstoð leiðbeinanda. Eyðublaðið auðveldar meðlimum að meta eigin þarfir, tekjur og útgjöld; skilgreina fyrirliggjandi úrræði; tilgreina þjónustu sem þeir gætu látið í té fyrir veitta aðstoð; og þróa eigin áætlun til að verða meira sjálfbjarga.

Oft eru það bræður og systur í hirðisþjónustu sem auðkenna meðlimi í neyð, eða aðrir kirkjumeðlimir, leiðtogar eða biskup. Þeir gætu jafnvel sjálfir leitað aðstoðar biskups.

Biskup á fund með nauðstöddum meðlimi, til að ræða erfiðleikana sem hann eða hún glímir við. Biskup getur síðan beðið leiðtoga eða annan leiðbeinanda að hjálpa meðlimnum að útfylla eyðublaðið Sjálfsbjargaráætlun. Með því að skoða þessa áætlun, getur biskup betur skilið hvernig veita má árangursríka velferðaraðstoð. Biskup eða tilnefndur leiðtogi fylgir reglubundið eftir með meðlimnum, til að ræða frekari þarfir, áhyggjuefni og framfarir í áætluninni.

Eyðublöð

Leiðarvísir biskups að sjálfsbjargaráætlun

Ná í Sjálfsbjargaráætlun