Skref fyrir skref

Undirbúningskerfi helgiathafnar: Hjálpargögn

Aðfaraorð

Undirbúningur helgiathafnar er netkerfi til að aðstoða meðlimi og prestdæmisleiðtoga við að framkvæma stjórnsýsluleg og andleg verkefni sem tengjast helgiathöfnum musterisins.

Áður hafa musterisþjónar séð um stjórnsýsluverkefni sem tengjast helgiathöfnum musterisins. Netkerfið Undirbúningur helgiathafna gerir biskupum, greinarforsetum, stikuforsetum og trúboðsforsetum kleift að ljúka við og fylgjast með þessum verkefnum í Úrræði leiðtoga og ritara (ÚLR). Þetta einfaldar stjórnsýsluferlið og gerir prestdæmisleiðtogum kleift að taka meiri þátt í musterisundirbúningi.

Prestdæmisleiðtogar bera nú ábyrgð á verkefnum sem musterið sá um áður, þar á meðal að sannreyna persónulegar upplýsingar og safna saman nauðsynlegum skjölum. Þetta kerfi gerir prestdæmisleiðtogum og meðlimum kleift að vinna saman að hinu helga ferli að búa sig undir helgiathafnir musterisins.

Undirbúningskerfi helgiathafna gerir prestdæmisleiðtogum kleift að ljúka eftirfarandi verkefnum:

  • Búa til nýtt verkefni til undirbúnings fyrir helgiathöfn, staðfesta upplýsingar um meðlim og skrá svör við hæfnisspurningum.
  • Bæta öllum meðlimum sem munu taka þátt í helgiathöfn innsiglunar við verkefni til undirbúnings fyrir helgiathöfn.
  • Biðja um öll nauðsynleg samþykki Æðsta forsætisráðsins eða reglugerðarundanþágur.
  • Sannreyna öll nauðsynleg gögn, þar á meðal hjónabandsvottorð og ættleiðingarskjöl.
  • Skrá dagsetningarnar þegar viðtölum vegna musterismeðmæla lýkur.
  • Aðstoða meðlimi við að skipuleggja musterisferðir.

Athugið: Biskupar, greinarforsetar, stikuforsetar og trúboðsforsetar bera ábyrgð á að hjálpa meðlimum að búa sig undir að taka á móti helgiathöfnum musterisins fyrir lifendur. Ráðgjafar mega aðeins aðstoða undir handleiðslu biskups eða stikuforseta.

Undirbúningskerfi helgiathafna er einnig sýnilegt kirkjumeðlimum á vefsíðu kirkjunnar. Héðan geta þeir fengið skjótan aðgang og hjálpað við að ljúka verkefnum sem tengjast undirbúningi þeirra fyrir helgiathafnir fyrir lifendur í musterinu. Þessi síða hefur líka að geyma efni til að hjálpa meðlimum að læra meira um helgiathafnir musterisins fyrir lifendur.

Með því að einfalda undirbúningsferli helgiathafna, geta kirkjumeðlimir og prestdæmisleiðtogar þeirra einblínt minna á stjórnsýsluverkefni og meira á tilgang helgiathafna musterisins — að vera nánari Jesú Kristi og eilíflega sameinuð sem fjölskyldur.

Yfirlit ferlisins

Uppsetning

Í þessu skrefi les biskup eða greinarforseti grunnleiðbeiningar um undirbúning fyrir musterið, skráir dagsetningu helgiathafnar til bráðabirgða og sendir meðlimi netpóst og biður hann að sannreyna persónuupplýsingar sínar. Þetta skref er aðeins til aflestrar fyrir stikuforseta og trúboðsforseta.

Upplýsingar

Í þessu skrefi sannreynir meðlimur persónuupplýsingar sínar og svarar spurningum um núverandi aðstæður sínar. Biskup eða greinarforseti getur hjálpað við þetta. Þessar spurningar hjálpa við að ákveða hvort meðlimur þurfi að leggja fram skjöl, svo sem hjónabandsvottorð eða ættleiðingarskjöl, áður en hægt er að framkvæma helgiathafnir. Þetta skref er aðeins til aflestrar fyrir stikuforseta eða trúboðsforseta.

Beiðnir Æðsta forsætisráðsins

Ef meðlimur þarf samþykki Æðsta forsætisráðsins áður en hann meðtekur helgiathafnir fyrir lifendur, mun flipinn Beiðnir Æðsta forsætisráðsins verða sýnilegur. Biskupar, greinarforsetar, stikuforsetar og trúboðsforsetar meðhöndla slíkar beiðnir með því að nota úrræðið Trúnaðarskýrslur.

Bókaður tími í musteri

Í þessu skrefi bókar meðlimur tíma í musteri. Meðlimur getur breytt bókuninni síðar, ef þörf þykir. Þetta skref er aðeins til aflestrar fyrir stikuforseta eða trúboðsforseta.

Nauðsynlegar aðgerðir

Í þessu skrefi mun meðlimurinn, biskupinn eða greinarforsetinn og stiku- eða trúboðsforsetinn ljúka öllum verkefnum sem krafist er fyrir musterisbókun. Þessi skref gætu verið að skoða musterisleiðbeiningar, ljúka undirbúningi helgiathafnar, vígja meðliminn til prestdæmisins eða staðfesta samþykktarbréf eða lagaskjöl.

Viðtöl

Áður en meðlimur fer í musterið verður hann að fara í musterismeðmælaviðtöl með bæði biskupi eða greinarforseta og stikuforseta eða trúboðsforseta. Í þessu skrefi skrá prestdæmisleiðtogar dagsetningu viðtalsins og ljúka ferli musterismeðmæla.

Tilbúnir fyrir musterið

Þetta er lokaskrefið í undirbúningsferli helgiathafnar. Þegar öllum öðrum skrefum er lokið, ljúka prestdæmisleiðtogar undirbúningsferli helgiathafnar með því að senda meðmælin til musterisins. Eftir það verða upplýsingar um bókaðan musteristíma sýnilegar í þessum hluta. Ef prestdæmisleiðtogar þurfa síðar að gera breytingar á undirbúningi helgiathafna, þurfa þeir að smella á Enduropna Undirbúning helgiathafnar, áður en það er gert.

Síðan „Meðlimir sem búa sig undir helgiathafnir musterisins“

Aðgangur að síðunni „Meðlimir sem búa sig undir helgiathafnir musterisins“ – Fyrir biskupa og stikuforseta

  1. Farið á ChurchofJesusChrist.org og skráið ykkur inn með því að nota kirkjuaðganginn ykkar.
  2. Eftir að þið hafið skráð ykkur inn sjáið þið stjórnborðið ykkar. Héðan skuluð þið velja vöffluvalmyndina (níu litlir ferningar í töflu) við hliðina á prófílmyndinni ykkar. Við það opnast valmynd sem kallast Verkfæri. Veljið hér Úrræði leiðtoga og ritara. Við það mun ný síða opnast.
  3. Veljið Musteri á valstikunni efst. Smellið síðan á Meðlimir sem búa sig undir musterishelgiathafnir.

Farið á síðuna „Meðlimir búa sig undir musterishelgiathafnir“

Á þessari síðu geta biskupar og greinarforsetar skoðað boð annarra biskupa og greinarforseta um undirbúning fyrir helgiathafnir, skoðað meðlimi eininga sinna, sem nú búa sig undir helgiathafnir fyrir lifendur, skoðað meðlimi sem eru tilbúnir fyrir bókaðan tíma í musterinu og skoðað fullunnar eða afbókaðar helgiathafnir.

Boð frá öðrum biskupum

Þessi hluti sýnir deildarmeðlimi sem hefur verið boðið að taka þátt í helgiathöfn innsiglunar með meðlimi annarrar einingar.

Þegar biskupar og greinarforsetar fá þessi boð, fylgja þeir eftirfarandi skrefum:

  1. Smellið á Skoða boð.
  2. Hafið samband við meðliminn sem hefur verið boðið, til að ákveða hvort hann vilji þiggja boðið eða hafna því.

Ef boðinn meðlimur þiggur boðið:

  1. Skráið nafn þeirra í leitargluggann og veljið nafn hans eða hennar í listanum.
  2. Smellið á Samþykkja og byrja undirbúning. Þið getið síðan hafið undirbúningsferlið með meðlimi einingar ykkar.
  3. Ef kerfið gefur til kynna að um tvíritaða helgiathöfn sé að ræða, smellið þá á Samþykkja/Sameina helgiathöfn. Þetta mun sameina þennan tvíþætta undirbúning í einn.

Ef boðinn meðlimur hafnar boðinu:

  1. Biskup eða greinarforseti smellir þá á Hafna boði. Biskup eða greinarforseti hins einstaklingsins, sem sendi boðið, mun fá netpóst þar sem honum er tilkynnt að boðinu hafi verið hafnað.

Undirbúningur meðlima

Þessi hluti telur upp deildarmeðlimi sem búa sig undir musterisgjöf eða innsiglun fyrir lifendur. Grænu hringirnir tákna fullgerða hluta undirbúningsferlis helgiathafnar. Skilaboð sem varða samþykktir Æðsta forsætisráðsins og fyrirhuguð boð eru sýnileg á skjánum með rauðu letri.

  • Nafn: Smellið á nafn meðlims til að skoða tengiliðaupplýsingar hans.
  • Helgiathöfn: Smellið á nafn helgiathafnarinnar til að skoða þátttakendur helgiathafna, musterisbókanir eða til að gera breytingar á musterisáætlunum.
  • Musterisbókun: Þessi hluti sýnir áætlaðar musterisferðir.
  • Skoða undirbúning: Smellið á Skoða undirbúning til að ljúka nauðsynlegum skrefum fyrir meðliminn til að meðtaka musterishelgiathafnir fyrir lifendur. Skoða undirbúning er einnig sýnilegur meðlimnum þegar þeir skrá sig inn í kirkjuaðgang sinn.
  • Þátttakandi utan einingar/án nettengingar: Nöfn meðlima utan einingar ykkar, sem taka þátt í helgiathöfnum með einum deildarmeðlima ykkar eru einnig skráð á þessari síðu. Þessir þátttakendur verða merktir Utan-einingar. Ef þeir eru skráðir sem Þátttakendur án nettengingar, er biskup þeirra eða greinarforseti ekki byrjaður að nota nettengt undirbúningskerfi helgiathafna.

Tilbúnir fyrir musterið

Þessi hluti sýnir þá meðlimi sem hafa lokið undirbúningi að helgiathöfnum og eru tilbúnir að taka á móti helgiathöfnum musterisins. Dagsetning musterisbókunar verður skráð hér.

Fullunnar helgiathafnir

Þessi hluti sýnir meðlimi sem tekið hafa á móti helgiathöfnum musterisins fyrir lifendur á síðustu sex mánuðum.

Hætt við undirbúning

Þessi hluti sýnir niðurfelldan undirbúning helgiathafna. Hann er skráður til eins árs og hann má hefja aftur á þeim tíma. Ef biskup eða greinarforseti vill hefja undirbúning að nýju meira en ári eftir að hann hefur verið felldur niður, verða þeir að hefja nýjan undirbúning að helgiathöfn.

Búa til nýjan undirbúning að helgiathöfn – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Eftir að þið hafið skráð ykkur inn í kirkjuaðgang ykkar, farið þá í Úrræði leiðtoga og ritara.
  2. Smellið efst á Musteri og veljið síðan Meðlimir sem búa sig undir musterishelgiathafnir.
  3. Smellið á + Ný musterisgjöf, innsiglun eða hjónaband.
  4. Leitið að deildarmeðlimnum sem meðtekur helgiathöfnina.
  5. Veljið deildarmeðliminn og smellið á Áfram.
  6. Hakið í reitinn við hlið allra helgiathafnanna sem deildarmeðlimur ykkar mun hljóta.
  7. Smellið á Áfram.

Bæta einstaklingi við musterishelgiathöfn

Þegar hér er komið, munið þið bæta fleiri þátttakendum við helgiathöfnina.

Bæta við einstaklingi í deildinni minni – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Veljið Lifandi einstaklingur í minni deild
  2. Skráið nafn einstaklingsins í reitinn Nafn meðlims eða Aðildarnúmer. Veljið einstaklinginn á listanum.
  3. Veljið hlutverk einstaklingsins í helgiathöfninni (maki, barn, systkini, móðir, faðir, áhorfandi).
  4. Smellið á Bæta við.
  5. Endurtakið þetta fyrir eins marga og þið viljið bæta við helgiathöfnina. Athugið: Ef það eru einhverjar takmarkanir sem gætu komið í veg fyrir þátttöku einstaklings í helgiathöfninni, þá verða þær skráðar í þessu skrefi.

Bæta við einstaklingi utan minnar deildar – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Veljið Lifandi einstaklingur utan minnar deildar
  2. Veljið boðsaðferð.

    Beint boð, biskups til biskups
    Biskup eða greinarforseti mun annaðhvort þiggja boðið eða hafna því, eftir að hafa ráðfært sig við viðkomandi. Ef viðkomandi þiggur það, mun hann eða hún vinna með biskupi sínum eða greinarforseta að því að ljúka við undirbúningsferli helgiathafnarinnar. Ef viðkomandi hafnar boðinu, fær biskup eða greinarforseti netpóst, þar sem honum er tilkynnt um ákvörðun viðkomandi.

    1. Skráið nafn biskups eða greinarforseta þess sem boðið er í reitinn Finna biskup og veljið hann úr listanum.
    2. Skráið nafn þess sem boðið er í reitinn Meðlimur sem boðin er þátttaka. Veljið hlutverk þess einstaklings sem boðið er í helgiathöfninni.
    3. Smellið á Senda boð.

    Með netpósti
    Þessi aðferð sendir netpóst til þess einstaklings sem mun taka þátt í musterishelgiathöfn fyrir lifendur. Hann eða hún mun annaðhvort þiggja boðið eða hafna því. Ef hann eða hún þiggur boðið, mun biskup eða greinarforseti hans eða hennar fá netpóst til að hefja undirbúningsferli helgiathafnarinnar. Ef einstaklingurinn hafnar boðinu, mun biskupinn eða greinarforsetinn sem sendi boðið fá netpóst til staðfestingar á því.

    1. Veljið hlutverk þess einstaklings sem boðið er í helgiathöfnina (yfirleitt eiginmaður eða eiginkona).
    2. Skráið netfang meðlimsins sem boðið er. Ekki er þörf á að skrá netfang prestdæmisleiðtoga hans; hann mun sjálfkrafa fá netpóst ef meðlimur samþykkir boðið.
    3. Útskýrið fyrir meðlim einingar ykkar hvað þetta boð merkir og staðfestið að hann og einstaklingurinn sem þeir bjóða séu meðvitaður um að þið séuð að senda það. Smellið síðan á Ég hef staðfest að þessi einstaklingur veit að boðið verður sent.
    4. Ef þið kjósið, getið þið bætt við sérsniðnum skilaboðum og skoðað netpóstinn.
    5. Smellið á Senda boð.

Skilaboð munu birtast á samantektarsíðunni Undirbúningur fyrir helgiathafnir musterisins, undir „Undirbúningur meðlima“ með rauðum texta sem segir „Boð í biðstöðu.“ Þessi staða breytist þegar sá sem boðið er, biskup hans eða greinarforseti þiggur boðið eða hafnar því.

Athugið: Ef biskup viðkomandi eða greinarforseti er ekki farinn að nota undirbúningskerfi helgiathafna, þurfið þið að framkvæma önnur verkefni án nets.

Niðurfella boð í biðstöðu – Fyrir biskupa

  1. Smellið á heiti þeirrar helgiathafnar sem þið hyggist breyta á síðunni „Skoða meðlimi sem búa sig undir musterishelgiathafnir.“
  2. Undir „Boð í biðstöðu,“ finnið þið nafn þess einstaklings sem þið viljið niðurfella. Smellið á Niðurfella boð. Staðfestið niðurfellinguna með því að smella á Niðurfella boð í reitnum sem birtist.
  3. Einstaklingurinn verður fjarlægður úr helgiathöfninni.

Þiggja boð eða hafna boði frá öðrum biskupum – Fyrir biskupa og greinarforseta

Boð frá öðrum biskupum eða greinarforsetum eru skráð á síðunni „Meðlimir sem búa sig undir musterishelgiathafnir“ undir „Boð frá öðrum biskupum.“

Bæta við látnum einstaklingi – Fyrir biskupa og greinarforseta

Veljið Látinn einstaklingur. Til þess að verkfærið virki rétt, verður hinn látni einstaklingur að vera skráður í ættartré meðlimsins í FamilySearch (familysearch.org). Ættfræðileiðbeinendur deildar geta hjálpað við það. Ef engir ættfræðileiðbeinendur eru fyrir hendi, sjá þá leiðbeiningarnar hér að neðan undir „FamilySearch verkfæri fyrir undirbúning helgiathafnar.“

2. Nöfn allra látinna maka, barna eða foreldra verða skráð. Ef einstaklingurinn er að undirbúa helgiathöfn innsiglunar til maka, smellið þá á hringinn við hlið nafns makans. Ef einstaklingurinn býr sig undir að verða innsiglaður foreldrum sínum og/eða börnum, notið þá gátreitina til að velja alla þátttakendur.

3. Ef þörf krefur, veljið þá hlutverkið sem einstaklingurinn mun hafa í helgiathöfninni: Eiginmaður, eiginkona, barn, faðir eða móðir.

4. Smellið síðan á Hafa valda með.

5. Til að bæta við annarri musterishelgiathöfn fyrir lifendur, veljið þá Bæta við annarri innsiglun maka eða Bæta við annarri innsiglun barna.

FamilySearch verkfæri fyrir undirbúning helgiathafnar

Til þess að lifandi einstaklingur verði innsiglaður látnum einstaklingi – hvort heldur maki, foreldri eða barn – verður hinn látni að vera skráður í FamilySearch (familysearch.org). Ef látinn einstaklingur er ekki í FamilySearch, er skráður sem lifandi, upplýsingar vantar um hann eða hann gæti verið fjölfaldaður í kerfinu, verður að leysa þessi vandamál í FamilySearch áður en helgiathöfn á sér stað. Ættfræðileiðbeinandi getur hjálpað við þetta ferli. Verkfærin sem tilgreind eru hér, geta einnig verið gagnleg.

Undirbúningur helgiathafna: Nákvæmar leiðbeiningar

Uppsetning

Skilningur meðlims – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Skoðið hlutann Skilningur meðlims. Svarið spurningunni á síðunni sem hjálpar ykkur að meta andlegan undirbúning viðkomandi til að gera musterissáttmála. Smellið síðan á Í lagi.
  2. Smellið á Áfram til að halda áfram í næsta hluta.

Áætluð dagsetning helgiathafnar – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Skráið áætlaða dagsetningu fyrir musterishelgiathöfn fyrir lifendur, með því að smella á Bæta við dagsetningu og veljið dagsetningu úr dagatalinu. Þessi áætlaða dagsetning helgiathafnar er ekki sýnileg meðlimnum, né heldur er hún musterisbókun (sem þarf að skipuleggja síðar). Þessi áætlaða dagsetning er notuð til að ákveða hvaða reglum gæti þurft að huga að og hvers konar musterismeðmæli einstaklingurinn þurfi.
  2. Smellið á Áfram til að halda áfram í næsta hluta.

Musterisundirbúningur – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Lesið leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir musterið sem skráðar eru í þessum hluta og gerið síðan áætlun með meðlimnum þeim til hjálpar við að undirbúa sig á viðeigandi hátt. Smellið á Ég mun hafa umsjón með musterisundirbúningi þessa meðlims.
  2. Smellið á Áfram til að halda áfram í næsta hluta.

Hafa samband við fyrrverandi biskup eða greinarforseta

  1. Ef meðlimur hefur búið í einingu ykkar skemur en eitt ár, mun hlutinn Hafa samband við fyrrverandi biskup vera sýnilegur. Notið tengiliðaupplýsingarnar sem hér eru tilgreindar til að eiga samráð við fyrrverandi biskup eða greinarforseta viðkomandi, áður en haldið er áfram með helgiathafnir fyrir lifendur. Ef meðlimurinn hefur búið í einingu ykkar skemur en eitt ár og enginn fyrrverandi biskup eða greinarforseti er skráður, ráðgist þá við stiku- eða trúboðsforseta ykkar, til að ákveða hvort halda skuli áfram.
  2. Þegar þessu skrefi er lokið, smellið þá á Já, ég hafði samband við fyrri biskup eða ráðgaðist við stikuforsetann.
  3. Smellið á Áfram til að halda áfram í næsta hluta.

Leiðbeiningar fyrir meðlim – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Ef meðlimur hefur aðgang að Alneti og getur sannreynt sínar eigin persónuupplýsingar, smellið þá á Senda meðlim leiðbeiningar. Ef nauðsyn krefur, getið þið bætt við eða breytt netfangi viðkomandi á þessari síðu. (Ef meðlimurinn hefur ekki aðgang að Alnetinu, veljið þá Meðlimurinn hefur ekki aðgang að Alnetinu.)
  2. Meðlimurinn mun fá netpóst með hlekk til að staðfesta upplýsingar sínar. Eftir að það hefur verið gert, getur undirbúningur fyrir helgiathöfn haldið áfram.
  3. Ef þörf krefur, getið þið sent netpóstinn aftur með því að fara á þessa síðu og smella á Endursenda meðlim leiðbeiningar. Smellið á Skoða leiðbeiningar til að skoða þær.
  4. Smellið á Halda áfram í upplýsingar.

Upplýsingar

Persónubundnar upplýsingar – Fyrir biskupa og greinarforseta

Staðfesting upplýsinga er á ábyrgð meðlimsins. Í flestum tilvikum er þetta skref merkt „Lokið“ án hjálpar prestdæmisleiðtoga. Í sumum tilvikum getur viðkomandi þó beðið um hjálp biskups síns eða greinarforseta. Í slíkum tilfellum skal fylgja þessum leiðbeiningum:

  1. Ef einstaklingurinn biður um hjálp við að sannreyna upplýsingar sínar skulið þið setja niður fund. Þegar þið eruð saman, veljið þá Meðlimur þessarar helgiathafnar er með mér og hefur beðið mig að hjálpa við að sannreyna upplýsingar.
  2. Staðfestið með meðlimnum allar skráðar upplýsingar, þar á meðal nafn, fæðingardag og heimilisfang.
  3. Ef atriði er rétt skráð, smellið þá á Staðfesta.
  4. Ef upplýsingar vantar eða þær eru rangt skráðar, smellið þá á táknið Breyta (blýantur). Skráið réttar upplýsingar og smellið síðan á Vista og staðfesta breytingar. (Í sumum tilvikum gætuð þið þurft að tilgreina ástæðu breytingarinnar.) Ef þið eruð biskup eða greinarforseti, þá verða þessar breytingar uppfærðar í aðildarskýrslum kirkjunnar. Ef breytingar eru gerðar af einhverjum öðrum en biskupi eða greinarforseta (t.d. meðlim eða ráðgjafa í biskupsráði), verða breytingarnar áframsendar til deildarritara, sem mun uppfæra upplýsingarnar í aðildarskýrslum kirkjunnar.

    Athugið: Ef upplýsingar um aðra lifandi einstaklinga, eins og foreldri, eru rangar, hafið þá samband beint við einstaklinginn. Aðeins deildarritari einstaklingsins getur uppfært aðildarskýrslu hans eða hennar.

5. Smellið á Áfram til að fara í næsta hluta.

Upplýsingar um helgiathöfn, maka og foreldra – Fyrir biskupa og greinarforseta

Haldið áfram að sannreyna upplýsingar fyrir hvern hluta. Ef það er hugtak sem þið þekkið ekki, sjá þá Orðalistann í lok þessarar greinar.

Hæfnisspurningar – fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Svarið hverri skráðri spurningu í hlutanum Hæfnisspurningar . Þetta eru ekki spurningar fyrir musterismeðmæli, en þær hjálpa við að auðkenna öll viðbótaratriði sem þarf að huga að áður en musterishelgiathöfn fyrir lifendur getur farið fram. (Maki gæti t.d. þurft að gefa skriflegt samþykki fyrir því að helgiathöfn geti átt sér stað eða einstaklingur gæti þurft samþykki Æðsta forsætisráðsins til að innsiglast maka, ef hann eða hún hefur áður verið innsiglaður/uð öðrum maka.) Eftir að þessum spurningum hefur verið svarað, gætu fleiri aðgerðir verið skráðar í skrefinu Nauðsynlegar aðgerðir.
  2. Smellið á Senda upplýsingar. Staðfestið og veljið í sprettiglugganum að þið viljið Senda upplýsingar.
  3. Smellið á Halda áfram í Beiðnir Æðsta forsætisráðsins eða haltu áfram í Musterisbókun.

Beiðnir Æðsta forsætisráðsins

Ef svör meðlims við einhverjum hæfnisspurninganna gefa til kynna að þeir gætu þurft samþykki Æðsta forsætisráðsins til að halda áfram, mun skrefið „Beiðnir Æðsta forsætisráðsins“ vera sýnilegt. Prestdæmisleiðtogar meðhöndla slíkar beiðnir með því að nota Trúnaðarskýrslukerfið.

Umsókn til Æðsta forsætisráðsins – Leiðbeiningar fyrir biskupa

  1. Ef þörf er á umsókn til skrifstofu Æðsta forsætisráðsins, farið þá yfir upplýsingarnar sem þar eru. Biskup eða greinarforseti hefur umsókn í Trúnaðarskýrslukerfinu og sendir hana stikuforseta eða trúboðsforseta.
  2. Til að skoða reglur kirkjunnar, smellið þá á Skoða í Almennri handbók.
  3. Ef þið ákveðið að sækja ekki um, ræðið þá við meðliminn til að ákveða hvort hún eða hann skuli halda áfram. Ef viðkomandi ákveður að halda ekki áfram, hættið þá við undirbúning helgiathafnar í kerfinu.
  4. Stikuforseti eða trúboðsforseti samþykkir og sendir umsóknina í úrræðið Trúnaðarskýrslur. Þegar embættisskrifstofa Æðsta forsætisráðsins svarar, mun ákvörðunin og dagsetning ákvörðunarinnar birtast í flipanum Beiðnir Æðsta forsætisráðsins.
  5. Ef umsóknin var samþykkt, smellir stiku- eða trúboðsforseti á Merkja trúnaðaraðgerð lokið. Smellið á Merkja trúnaðaraðgerð lokið í staðfestingarskilaboðunum.
  6. Ef umsóknin var samþykkt með takmörkunum, smellir stiku- eða trúboðsforseti á Merkja trúnaðaraðgerð lokið. Ef umtalsverður biðtími er nauðsynlegur, gæti kerfið lagt til að þið hættið við undirbúning þessarar helgiathafnar og hefjir hana síðar.
  7. Ef umsókn var hafnað, ráðfærir stiku- eða trúboðsforseti sig við meðliminn og smellir síðan á Hætta við undirbúning helgiathafnar. Smellið á Hætta við undirbúning helgiathafnar í staðfestingarskilaboðunum.
  8. Ef það eru undanþágur, smellið þá á Áfram til að halda áfram í næsta hluta. Að öðrum kosti, skuluð þið smella á Halda áfram í musterisbókun.

Ef umsókn til skrifstofu Æðsta forsætisráðsins varðandi meðlim hefur þegar verið send og samþykkt gegnum kerfið Úrræði leiðtoga og ritara, mun stiku- eða trúboðsforseti merkja umsóknarverkefnið sem lokið í flipanum Beiðnir Æðsta forsætisráðsins með því að nota Undirbúningskerfi helgiathafna. Undirbúningsferli helgiathafnar getur ekki haldið áfram fyrr en stiku- eða trúboðsforseti merkir það sem lokið.

Bókaður tími í musteri

Að bóka tíma í musteri er á ábyrgð meðlimsins. Meðlimir geta bókað tíma með því að hringja í musterið eða á netinu á temples.churchofjesuschrist.org. Í flestum tilvikum er þetta skref merkt „Lokið“ án hjálpar prestdæmisleiðtoga.

  1. Smellið á Meðlimur þessarar helgiathafnar er hjá mér og hefur beðið mig að hjálpa við að sannreyna upplýsingar.
  2. Smellið á Bóka tíma í musteri.
  3. Veljið úthlutað musteri einingar ykkar eða leitið að öðru musteri.
  4. Bókið tíma í musterið með því að hringja í musterissímanúmerið sem er skráð. Þið þurfið að skrá nafn meðlimsins og fæðingardag, nafn deildar ykkar eða greinar og stiku eða umdæmis, aðildarnúmer viðkomandi og dagsetninguna og tímann sem viðkomandi vill bóka fyrir musterið.
  5. Eftir að musterið hefur staðfest bókun, munu upplýsingar um bókunina birtast. Smellið á Leiðbeiningar frá musterinu, til að hjálpa meðlimnum að fara undirbúinn í musterið.
  6. Þið getið hætt við eða endurskipulagt bókun með því að smella á táknið Breyta og síðan smella á Hætta við bókun. Í staðfestingarskilaboðunum, skuluð þið smella á Hætta við bókun. Hringið síðan í musterið til að endurbóka tímann.
  7. Smellið áÁfram í Nauðsynlegar aðgerðir.

Nauðsynlegar aðgerðir

Nauðsynlegar aðgerðir meðlims

Nauðsynlegar aðgerðir meðlims eru á ábyrgð meðlims. Í flestum tilvikum er þetta skref merkt „Lokið“ án aðstoðar biskups eða greinarforseta. Meðlimur gæti þó í sumum tilvikum óskað eftir hjálp prestdæmisleiðtoga síns. Í þessum tilfellum skulið þið fylgja leiðbeiningunum hér að neðan:

  1. Aðstoðið meðliminn, þegar hann vísar til þessa hluta, til að ákveða hvaða (ef einhverjar) aðgerðir hann þurfi að framkvæma áður en hann getur meðtekið helgiathafnir musterisins. Þetta gæti til dæmis falið í sér að framkvæma staðgengilshelgiathafnir fyrir látin skyldmenni, sem viðkomandi einstaklingur vill innsiglast, meðtaka Melkísedeksprestdæmið eða taka á móti öðrum undirbúningshelgiathöfnum. Vinnið með meðlimnum til að tryggja að þessar aðgerðir séu framkvæmdar.
  2. Þegar þessum aðgerðum er lokið, smellir meðlimurinn á Áfram.

Nauðsynlegar aðgerðir biskups – Leiðbeiningar fyrir biskupa og greinarforseta

Nauðsynlegar aðgerðir biskups eru á ábyrgð biskups eða greinarforseta og aðeins biskup, greinarforseti eða einn ráðgjafi hans geta fullunnið þá.

  1. Farið vandlega yfir og fullvinnið hvern aðgerðalið. Suma liði þarf að vinna með meðlimnum til að fullvinna þá.
  2. Gangið úr skugga um að lokið sé við hvern aðgerðarlið og að nauðsynlegar aðgerðir biskups séu fullunnar.
  3. Ef nauðsyn krefur, tilkynnið þá stikuforseta eða trúboðsforseta um að tilskildum aðgerðum biskups eða greinarforseta sé lokið og að aðgerðir fyrir stiku- eða trúboðsforseta séu tilbúnar til fullvinnslu.

Nauðsynlegar aðgerðir stikuforseta – Leiðbeiningar fyrir stikuforseta og trúboðsforseta

Tilskildar aðgerðir stikuforseta eru á ábyrgð stiku- eða trúboðsforseta og geta aðeins verið framkvæmdar af stikuforseta, trúboðsforseta eða einum ráðgjafa hans.

  1. Endurskoðið og ljúkið við allar nauðsynlegar aðgerðir.
  2. Smellið á Halda áfram í viðtöl.

Viðtöl

Áður en einstaklingur getur farið í musterið verður hann eða hún að ljúka viðtölum við bæði biskup eða greinarforseta og stikuforseta eða trúboðsforseta. Í þessu skrefi gefa prestdæmisleiðtogar gefið til kynna að þeir hafi tekið viðtal við einstaklinginn og fundið hann verðugan þess að taka þátt í helgiathöfnum musterisins. Þeir skrá líka dagsetningu viðtals og sjá viðkomandi fyrir musterismeðmælum.

Viðtal biskups – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Hafið musterismeðmælaviðtal eins og getið er um í Úrræði leiðtoga og ritara.
  2. Eftir viðtalið, smellið þá á Bæta við dagsetningu viðtals.
  3. Skráið dagsetningu viðtalsins.
  4. Ef meðlimurinn hefur ekki þegar gild musterismeðmæli, veljið þá nafn þess einstaklings sem hafði viðtalið og smellið á gefa út Musterismeðmæli.
  5. Smellið á Áfram til að halda áfram í næsta hluta.

Viðtal stikuforseta – Fyrir stikuforseta og trúboðsforseta

  1. Hafið musterismeðmælaviðtal.
  2. Eftir viðtalið, smellið þá á Bæta við dagsetningu viðtals.
  3. Skráið dagsetningu viðtalsins.
  4. Ef meðlimurinn hefur ekki þegar gild musterismeðmæli, veljið þá nafn þess einstaklings sem tók viðtalið og smellið á Virkja musterismeðmæli.
  5. Smellið á Halda áfram í tilbúnir fyrir musterið.

Tilbúnir fyrir musterið

Tilbúnir fyrir musterið – Fyrir biskupa og greinarforseta

Þetta er lokaskrefið í undirbúningsferli helgiathafnar.

1. Þegar öllum öðrum skrefum er lokið, smellið þá á Undirbúningur fyrir helgiathöfn lokið.

2. Að því loknu verða upplýsingar um bókaðan musteristíma sýnilegar hér. Ef þið þurfið að gera breytingar síðar á þessum undirbúningi helgiathafnar, þurfið þið að fara í þennan flipa og smella á Opna aftur undirbúning áður en það er gert.

Gera breytingar á undirbúningi helgiathafnar

Fjarlægja einstakling úr helgiathöfn – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Smellið á heiti þeirrar helgiathafnar sem þið viljið fjarlægja einstakling úr á síðunni „Skoða meðlimi sem búa sig undir musterishelgiathafnir.“
  2. Fyrir neðan „Musterisbókun,“ smellið á Fjarlægja einstakling.
  3. Veljið einstakling/einstaklinga sem á að fjarlægja með því að haka í reitinn við hlið nafns þeirra og smella síðan á Fjarlægja.
  4. Staðfestið hvort þið viljið í raun fjarlægja einstaklinginn úr helgiathöfninni eða veljið ástæðu, ef beðið er um hana. Smellið á Fjarlægja eða Hætta við undirbúning helgiathafnar.

Ógilda boð í biðstöðu – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Smellið á nafn þeirrar helgiathafnar sem þið viljið breyta á síðunni „Skoða meðlimi sem búa sig undir musterishelgiathafnir.“
  2. Undir „Boð í biðstöðu,“ finnið þið nafn þess einstaklings sem þið viljið niðurfella. Smellið á Niðurfella boð. Staðfestið niðurfellinguna með því að smella á Niðurfella boð í reitnum sem birtist.
  3. Einstaklingurinn verður fjarlægður úr helgiathöfninni.

Breyta hlutverki einstaklings í helgiathöfn – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Smellið á heiti þeirrar helgiathafnar sem þið viljið breyta á síðunni „Skoða meðlimi sem búa sig undir musterishelgiathafnir.“
  2. Fyrir neðan „Musterisbókanir,“ smellið á Breyta hlutverkum. (Ef þessi valkostur er ekki fyrir hendi, getið þið ekki breytt hlutverkum í þeirri helgiathöfn.)
  3. Veljið viðeigandi hlutverk á fellilistanum, neðan við nafn þess einstaklings sem þið viljið breyta hlutverki. Aðeins hlutverk sem ykkur er heimilt að breyta, munu birtast á fellilistanum.
  4. Smellið á Vista.
  5. Lesið staðfestingarskilaboðin. Ef þið eruð vissir um að vilja breyta hlutverkinu, skulið þið smella á Vista hlutverk.

    Athugið: Ef þið breytið hlutverki einstaklings í helgiathöfn, gætuð þið þurft að staðfesta aftur einhverjar upplýsingar.

Breyta eða uppfæra upplýsingar um undirbúning helgiathafnar – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Smellið á Skoða undirbúning á síðunni „Skoða meðlimi sem búa sig undir musterishelgiathafnir.“
  2. Smellið á flipann sem þið viljið breyta, uppfæra eða ljúka við, fyrir neðan nafn einstaklingsins. Farið í undirhluta með því að nota hlekkina vinstra megin.
  3. Þegar þið hafið lokið við hluta smellið þá á Áfram eða Halda áfram til að fara í næsta hluta.

Hætta við undirbúning helgiathafnar – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Smellið á heiti þeirrar helgiathafnar sem þið viljið hætta við á síðunni „Skoða meðlimi sem búa sig undir musterishelgiathafnir.“
  2. Smellið á Hætta við helgiathöfn fyrir neðan „Musterisbókun.“
  3. Veljið ástæðu í staðfestingarskilaboðunum. Þessu verður ekki miðlað.
  4. Smellið á Afturkalla undirbúning helgiathafnar. Nafn einstaklings verður fjarlægt úr hlutanum „Undirbúningur meðlima“ og mun birtast undir hlutanum „Afturkallaður undirbúningur“ á síðunni „Meðlimir sem búa sig undir musterishelgiathafnir.“

Hefja aftur afturkallaðan undirbúning – Fyrir biskupa og greinarforseta

  1. Skrunið niður listann á síðunni „Skoða meðlimi sem búa sig undir musterishelgiathafnir“ að „Afturkallaður undirbúningur.“
  2. Finnið nafn þess einstaklings sem þið viljið halda áfram að undirbúa og smellið á Halda áfram undirbúningi.
  3. Lesið viðvörunina og staðfestið að þið skiljið að þið þurfið að halda áfram undirbúningi hvers þátttakanda, með því að smella á Halda áfram undirbúningi.
  4. Endurtakið skref 1-3 fyrir hvern einstakling í helgiathöfninni. Þið gætuð þurft að sannreyna einhverjar upplýsingar eða senda einhver boð aftur.
  5. Nafn einstaklingsins mun birtast í hlutanum „Undirbúningur meðlima“ á síðunni „Meðlimir sem búa sig undir musterishelgiathafnir.“

Orðasafn

Þetta er listi yfir hugtök í stafrófsröð sem notuð eru í undirbúningskerfi helgiathafna. Þessar skilgreiningar geta komið að gagni þegar þið hjálpið meðlimum að búa sig undir að taka á móti helgiathöfnum musterisins.

Skírn: Skírn með niðurdýfingu er fyrsta frelsandi helgiathöfn fagnaðarerindisins. Einstaklingur verður að láta skírast áður en hann getur meðtekið helgiathafnir musterisins.

Fædd í sáttmálanum: Börn foreldra sem voru innsigluð í musterinu fyrir fæðingu barnsins „fæðast í sáttmálanum.“ Þessi börn eru hluti af eilífri fjölskyldu við fæðingu og þurfa ekki að taka þátt í helgiathöfn innsiglunar til foreldra.
Barn innsiglað foreldrum: Helgiathöfn musterisins sem bindur barn eilíflega foreldrum sínum.

Borgaralegt hjónaband: Borgaralegt hjónaband er hjónaband framkvæmt af einstaklingi sem samþykktur er af stjórnvöldum utan musterisins. Sum musteri gera kröfu um að gestir framvísi borgaralegu hjónabandsvottorði áður en hægt er að framkvæma helgiathöfn innsiglunar til maka.

Trúnaðarskýrslur: Trúnaðarskýrslur er verkfæri á netinu sem prestdæmisleiðtogar nota til að senda innsiglunarumsóknir til skrifstofu Æðsta forsætisráðsins. Það er líka notað til að biðja um undanþágur frá reglum kirkjunnar varðandi helgiathafnir musterisins frá skrifstofu Æðsta forsætisráðsins.

Staðfesting: Staðfesting er helgiathöfn þar sem einstaklingur er staðfestur sem meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu með handayfirlagningu. Hún á sér stað stuttu eftir skírn.

Musterisgjöf: Musterisgjöfin er helgiathöfn sem við verðum að taka á móti til að snúa aftur í návist Guðs. Sem hluti af musterisgjöfinni, lærum við um sáluhjálparáætlunina, hlutverk og friðþægingu Jesú Krists, elsku Guðs til barna sinna og guðlega möguleika okkar. Í musterisgjöfinni gerum við líka sáttmála um að hlýða lögmálum Guðs og stefna að því að verða líkari Jesú Kristi.

FamilySearch: FamilySearch er verkfæri á netinu sem Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur búið til og er finna á FamilySearch.org. Tilgangur þess er að skrá nöfn allra látinna einstaklinga í ættartölu og nota til þess sögulegar upplýsingar til að sameina fjölskyldu Guðs. Upplýsingar í FamilySearch geyma grunnupplýsingar um einstakling, fjölskyldusambönd og fullunnar helgiathafnir musterisins.

FamilySearch auðkenni: Persónulegt auðkenninúmer gefið einstaklingum sem skráðir eru í FamilySearch.

Samþykki Æðsta forsætisráðsins: Í sumum tilvikum verður Æðsta forsætisráðið að veita samþykki fyrir framkvæmd helgiathafnar. Þetta er algengt í tilvikum þar sem einstaklingur sem hyggst innsiglast maka hefur áður verið innsiglaður öðrum maka. Prestdæmisleiðtogar verða að fá þetta samþykki áður en helgiathöfn er bókuð, en meðlimur getur lokið öðrum musterisundirbúningi meðan hann bíður samþykkis.

Innvígsla: Innvígsla er musterishelgiathöfn til undirbúnings, sem einstaklingur tekur á móti í einrúmi áður en hann heldur áfram í musterisgjöfina. Kirkjumeðlimir meðtaka yfirleitt helgiathöfn Innvígslu nokkrum klukkustundum fyrir musterisgjöf sína.

Löggilt hjónaband: Þegar musterisinnsiglari hefur heimild frá stjórnvöldum til að framkvæma hjónabandsvígslur, þá telst helgiathöfn innsiglunar til maka, sem framkvæmd er í musterinu, einnig sem „lögbundið hjónaband.“ Sum lög gætu bannað lögbundið hjónaband sem hluta af helgiathöfn innsiglunar, háð því hvar musterið er staðsett. Ef meðlimurinn getur ekki gifst í musterinu, verður meðlimurinn að breyta þessum möguleika og gera ráðstafanir til borgaralegs hjónabands áður en hann er innsiglaður eða velja annað musteri.

Helgiathöfn fyrir lifendur: Musterishelgiathöfn sem lifandi einstaklingur meðtekur fyrir sig sjálfan.

Aðildarskýrslunúmer: Auðkennisnúmer sem tengist opinberri kirkjuskýrslu einstaklings. Þetta númer er úthlutað og kirkjuskýrsla búin til þegar einstaklingur er skírður, eða, ef um er að ræða börn fædd meðlimum kirkjunnar, þegar barnið hlýtur nafn og blessun í kirkjunni.

Áhorfandi: Nátengt skyldmenni sem fylgist með helgiathöfninni og er ekki þátttakandi í henni. Við innsiglun barns til foreldra, getur áhorfandi t.d. verið systkini sem áður var innsiglað foreldrum sínum.

Þátttakandi: Einstaklingur/einstaklingar sem taka þátt í helgiathöfn. Dæmi: Í innsiglun barns til foreldra, eru þátttakendur faðir, móðir og barn.

„Búa sig undir að fara í hið heilaga musteri:“ Bæklingur sem er fáanlegur á KirkjaJesúKrists.org eða í dreifingarstöðvum kirkjunnar og getur hjálpað meðlimum sem búa sig undir að taka á móti helgiathöfnum musterisins er þeir undirbúa sig andlega.

Fyrsti tengiliður: Sá sem hafa skal samband við ef upp koma spurningar eða áhyggjur varðandi bókaðan tíma í musterinu.

Staðgengill: Einstaklingur sem tekur á móti helgiathöfnum musterisins fyrir hönd látins einstaklings. Hugtakið „staðgengilshelgiathafnir“ á við um helgiathafnir sem framkvæmdar eru af lifandi staðgengli, sem er fulltrúi látins einstaklings og tekur á móti helgiathöfn í þágu hans.

Meðmæli fyrir skírnir og staðfestingar sem staðgengill: Musterismeðmæli (sjá Musterismeðmæli hér að neðan) gefa til kynna að einstaklingur sé verðugur þess að fara í musterið til að framkvæma skírnir og staðfestingar sem staðgengill, en ekki innvígslu, musterisgjöf eða helgiathafnir innsiglunar. Þau eru almennt notuð af ungmennum eða fullorðnum sem hafa ekki enn hlotið musterisgjöf, en hafa verið skírð og staðfest.

Meðmæli: Sjá Musterismeðmæli.

Innsiglunarvottorð: Prentað vottorð sem sýnir í hvaða musteri helgiathöfn innsiglunar var framkvæmd.

Innsiglun til maka: Helgiathöfn sem bindur eiginmann og eiginkonu hvort öðru og börn þeirra í framtíðinni saman að eilífu. Þessi helgiathöfn getur átt sér stað eftir að par hefur stofnað til borgaralegs hjónabands eða, ef musterisinnsiglari hefur lagalega heimild til að framkvæma hjónabandsvígslu, þá geta hjón verið löglega gift og innsigluð samtímis. Kirkjumeðlimur getur einnig innsiglast látnum maka. Eftir giftingu, verður að skrá dagsetningu hjónabands og lögaðila sem veitir leyfi fyrir hjónabandinu í hlutann Nauðsynlegar aðgerðir. Enn er mögulegt að bóka tíma fyrir innsiglun í musterinu áður en par er borgaralega gefið saman.

Undirbúningsnámskeið fyrir musterið: Valfrjáls námsbekkur sem biskupar geta boðið deildarmeðlimum sem búa sig undir helgiathafnir musterisins. Kennsla frá upphæðum er ákjósanlegasta námsefnið fyrir þetta námskeið, sem er fáanlegt á vefsíðu kirkjunnar eða í dreifingarstöðvum kirkjunnar.

Musterismeðmæli: Vottorð sem staðfestir að kirkjumeðlimur sé verðugur þess að taka þátt í helgiathöfnum musterisins. Kirkjumeðlimir sýna musterismeðmæli sín við móttökuborð musterisins áður en þeim er hleypt inn í musterið.

Síðast uppfært á 11 ágú. 2025